Síða 2 af 2

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 22:46
af CokeTheCola
Mongol skrifaði:segðu mér eitt hvað heitir magnarinn þinn ég býst við því að þú þurfir 3 snúrur eða einhvað svoleiðis
Sony HT-SS600

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 22:55
af Pandemic
CokeTheCola skrifaði:þetta þarna sem opnast og lokast með rauða ljósinu inni í, á maður að tengja tos snúruna í það eða ? =/
Já það er ljósleiðari, snúran er kölluð toslink(optical).
En samkvæmt user-manualinu hjá þér þarftu að ítta á A.F.D takkan nokkrum sinnum og velja "Channel Decoding Mode" og í því velja PLII MU eða MULI ST. Þá decodar magnarinn þinn Stereo signalið frá tölvunni þinni í 5.1 hljóð.

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 23:00
af Mongol
-

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 23:06
af Pandemic
Mongol skrifaði:eins og það stendur á þessari síðu hér http://www.sony.co.uk/product/hcs-cinem ... t/ht-ss600" onclick="window.open(this.href);return false; Þá er3 audio inputs.
og ef þú skoðar aftan á magnarann þá ætti að standa subwoofer, frontspeaker og surround má vera center líka er ekki viss athugaðu hvað stendur þarna
og segðu mér það
Fínt að þú hættir að tala um hluti sem þú veist bara ekkert um.

Hann er að keyra hljóð frá tölvu í magnara og magnarar eru aldrei með tengi fyrir hverja einustu rás í surround. Það er óþarfi vegna S/PDIF og decoder möguleika magnarans.

Það eru 3 digital tengi aftan á magnaranum hjá þér samkvæmt bæklingum og 6 RCA tveggjarása. Tengdu bara tölvuna í Op-in SA-CD/CD tengið.

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 23:17
af Mongol
-

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 23:46
af Pandemic
Mongol skrifaði:ég myndi endilega vilja fá að sjá mynd aftan af magnaranum.
og pandemic það er ekki séns að fá 5,1 sound með einni snúru
Þú ert að rugla saman Digital og Analog hljóði sem er alls ekki sami hluturinn.
Þegar tölvan/DVD/flakkarinn þinn sendir Digital merki í gegnum Toslink eða Coaxial snúru þá Decodar magnarinn það í 5.1 hljóð hvort sem það er Dolby eða DTS.

Þetta á ekkert skilt við Analog merki eins og RCA eða Jack snúrur þar sem hljóðið fer beint í gegnum kapalinn inn í magnarann sem í raun magnar hljóðið bara upp.

Magnarar eru ekki með analog 5.1 stuðning þar sem það er enginn þörf fyrir það og myndi í raun bara skapa snúruflóð og misræmi í gæðum.


Edit: Tölvuhátalarar eru oftast með 3 jack tengi þá er eitt fyrir botninn, hægri og vinstri rás og flottari týpurnar eins og Z-5500 eru með Decoder og taka við Digital merki.

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Fös 08. Jan 2010 23:54
af Mongol
herðu já ég fór aðeins og fræddi mig um toslink(optical) og átta mig á því núna vandamálið er að ég er búinn að tengja svona áður með hvítri og rauðri man ekki hvað það heitir
og er búinn að komast að því hvað þetta toslink(optical) er miklu sniðugara
og vil ég byðjast innilegrar afsökunar á þessu rugli hjá mér og ég ætla að eiða fyrri kommentum þannig að þau séu ekki að rugla fyrir cokethecola en ég þakka fyrir fræðsluna:D

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Lau 09. Jan 2010 00:08
af CokeTheCola
Pandemic skrifaði:
CokeTheCola skrifaði:þetta þarna sem opnast og lokast með rauða ljósinu inni í, á maður að tengja tos snúruna í það eða ? =/
Já það er ljósleiðari, snúran er kölluð toslink(optical).
En samkvæmt user-manualinu hjá þér þarftu að ítta á A.F.D takkan nokkrum sinnum og velja "Channel Decoding Mode" og í því velja PLII MU eða MULI ST. Þá decodar magnarinn þinn Stereo signalið frá tölvunni þinni í 5.1 hljóð.
hmm, ég get ekki valið neitt channel decoding mode.. en ég get valið PLII MOV ef ég ýti nokkrum sinnum á takkan.. en ég get það bara ef ég er með stillt á "tuner" en ekki ef ég er með skipt á COAX.. geturu sent mér link af manualinu? =)

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Lau 09. Jan 2010 02:19
af Pandemic
Sendu mér mailið þitt í pm og ég skal senda þér manualinn.

Re: Heimabíó við tölvu - lélegt sound í bassa og sumum hátölurum

Sent: Sun 10. Jan 2010 14:18
af flottur
Mynd

Fáðu þér svona snúru og tengdu hana við AUX útgangin á hátalara systeminu þínu og hinn þennan 3,5mm í tölvunna(mig minnir að þú eigir að tengja hann í græna útgangin í tölvunni) þetta virkar fínt fyrir mig og gerði þetta líka hjá mömmu gömlu og mér fannst ég ekkert vera missa nein gæði,enn ef þú vilt hafa þetta flókið þá geturu alltaf farið niður í Íhluti á skipholti 50 minnir mig og beðið þá um hjálp,þú þarft bara að vita hvað þú vilt segir þeim það og kannski sýnir þeim myndir sem þú hefur tekið með símanum þínum af græjunum og tölvunni og þá ætti þeir alveg að geta lóðsað þig áfram.