Síða 2 af 2

Re: Vaktarar og flugeldar 2009

Sent: Fim 31. Des 2009 16:30
af mercury
Versla bara við björgunarsveitirnar. mig finnst algert lágmark að styðja þetta lið. Eina almennilega fjáröflun sem þeir hafa og þeir bjarga mörgum mannslífum ár hvert.

Re: Vaktarar og flugeldar 2009

Sent: Fim 31. Des 2009 16:35
af Hnykill
Björgunarsveitin fær ávalt minn stuðning (og pening ;) ) í flugeldakaupum. fór áðan og ætlaði rétta að kaupa mér 1 tívolíbombupakka.. kom heim með pakkan + 2 góðar tertur og 2 stór blys og eitthvað fleira smádrasl :? 28.000 kall takk fyrir

En það er gaman að þessu. ekki eins og maður skjóti upp flugeldum á hverjum degi.
Viva La Björgunarsveitin !

Re: Vaktarar og flugeldar 2009

Sent: Fim 31. Des 2009 16:59
af Glazier
Hargo skrifaði:
Glazier skrifaði:
Hargo skrifaði:Vítistertan var á 600kr í fyrra skv. þessari síðu....

Greinilega mikil hækkun í gangi.

http://www.netbudir.is/viti.htm
nei, þær voru líka á 1.200 kr. í fyrra..
Reyndar var það þannig að ef þú keyptir eina borgaðiru 1.200 kr. ef þú keyptir 2 borgaðiru held ég 1.800 kr. og svo lækkaði alltaf verð per stykki eftir því sem þú keyptir fleyrri.
Ég reyndar fékk allveg magnaðann afslátt þarna og keypti 20 vítistertur (1 kassa) á 7 þús. kall :D
Nú okei, þá eru þetta eflaust eldgömul verð þarna á þessari heimasíðu.

En hvað hefurðu að gera við heilan kassa af þessu? Eru þetta magnaðar tertur? Eða ertu kannski að taka þetta í sundur?
Tek þetta allt saman í sundur..
Nema í fyrra þá tók ég 10 tertur og tengdi þær allar við einnlangann sekúndu þráð og kveikti síðan og það var allveg magnað að sjá 10 vítistertur springa á sama tíma :D
Meira að segja í fyrra á þrettándanum komu 4 video sem ég hafði búið til í fréttunum af sprengjunum mínum :D

Re: Vaktarar og flugeldar 2009

Sent: Fim 31. Des 2009 17:04
af Hnykill
Passar !.. svo þarf að kalla á björgunarsveitina til að skafa þig uppaf götunni eftir að þetta springur í höndunum á þér =D>

Re: Vaktarar og flugeldar 2009

Sent: Fim 31. Des 2009 18:36
af gardar
Vil nú bara benda mönnum á að það eru ekki bara björgunarsveitirnar sem eru að leggja góðu málefni lið.

Kiwanis klúbbarnir eru t.d. með flugeldasölur þar sem allur ágóði rennur til góðgerðarmála, það sama er uppi á teningnum hjá pep flugeldum og eflaust einhverjir fleiri sem eru í þeim pakka.

Svo að þessir einkaaðilar þar sem ágóðinn rennur beint í vasa held ég að séu nú færri en margur heldur.

Re: Vaktarar og flugeldar 2009

Sent: Fös 01. Jan 2010 21:22
af DoofuZ
Já, ég verslaði einmitt við Pep :)