Síða 2 af 2

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 17. Mar 2009 23:53
af Opes
Zedro skrifaði:Task aka. Digital :x

Mesta tölvuvesen sem ég hef lent í inniheldur þjónustu Task, eða Digital Task eða Digital eða hvurn andkotann þeir vilja kalla sig.

Skrifaði hérna grein fyrir nokkrum mánuðum, nenni ekki að finna hana. Just take my advise, ALDREI versla við þá.

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 18. Mar 2009 01:03
af Joi_gudni
misti bréfaklemmu á milli ENTER og ? takkana og var í meira en mánuð að ná henni þaðan..

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 18. Mar 2009 15:16
af Danni V8
Mesta vesen sem ég hef lent í var þegar að USB-rásin brann yfir á gamla móðuborðinu mínu. Ég gat ekkert notað tölvuna þar sem að músin var USB og lyklaborðið líka. Síðan reddaði ég mér USB í PS2 (heitir það ekki PS2 annars) og tengdi lyklaborðið og músina þannig en gat samt ekki notað prentarann, mic-inn, G25 stýrið, flakkarann eða sett inn myndir af myndavélinni minni. Keypti mér nýja tölvu í janúar á þessu ári vegna þessa vandamáls.

Síðan man ég eftir veseni árið 2001 (minnir mig) þegar við vorum að fá ADSL í fyrsta skiptið en það var búið að borga og breyta símalínunni fyrir ADSL og allt, síðan setjum við módemið sem við fylgdi með í tölvuna og það virkar ekki. Ég hringi í þjónustuver Símans og útskýri mitt vandamál og fékk ýmsar lausnir sem að áttu að virka en gerðu ekki. Síðan bað þjónustustúlkan mig að fara á heimasíðu módem framleiðandans og ná í reklana fyrir módemið. Það var í fyrsta og eina skiptið sem ég að ég bara gat ekkert sagt í símann, ég varð svo orðlaus. Hún bað mig um að fara á netið til að ná í rekla til að geta tengst netinu!

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Lau 21. Mar 2009 17:56
af Hyper_Pinjata
Danni V8 skrifaði:Mesta vesen sem ég hef lent í var þegar að USB-rásin brann yfir á gamla móðuborðinu mínu. Ég gat ekkert notað tölvuna þar sem að músin var USB og lyklaborðið líka. Síðan reddaði ég mér USB í PS2 (heitir það ekki PS2 annars) og tengdi lyklaborðið og músina þannig en gat samt ekki notað prentarann, mic-inn, G25 stýrið, flakkarann eða sett inn myndir af myndavélinni minni. Keypti mér nýja tölvu í janúar á þessu ári vegna þessa vandamáls.

Síðan man ég eftir veseni árið 2001 (minnir mig) þegar við vorum að fá ADSL í fyrsta skiptið en það var búið að borga og breyta símalínunni fyrir ADSL og allt, síðan setjum við módemið sem við fylgdi með í tölvuna og það virkar ekki. Ég hringi í þjónustuver Símans og útskýri mitt vandamál og fékk ýmsar lausnir sem að áttu að virka en gerðu ekki. Síðan bað þjónustustúlkan mig að fara á heimasíðu módem framleiðandans og ná í reklana fyrir módemið. Það var í fyrsta og eina skiptið sem ég að ég bara gat ekkert sagt í símann, ég varð svo orðlaus. Hún bað mig um að fara á netið til að ná í rekla til að geta tengst netinu!



Nice....mátti reyna...

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Lau 21. Mar 2009 21:40
af Klemmi
Þegar vélin mín varð ófrísk :oops:

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Lau 21. Mar 2009 22:11
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:Þegar vélin mín varð ófrísk :oops:

Missti hún fóstrið?

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Sun 22. Mar 2009 00:59
af TwiiztedAcer
Hahaha

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 02. Apr 2009 14:16
af biturk
ég á tvö móðurborð, mjög góð, gallin er að sama vandamálið hrjáir þau. ég plögga allt í samband, allt funkerar fínt á að líta, ýti á start takkan, koma engin hljóð..bara SVARTUR helvískur skjár og ég get ekkert gert, engin skrýtin hljóð ekkert undarlegt, bara kemur ekki djakk sjitt á skjáinn en samt er hann tengdur

ég er ekki ennþá búinn að ráða framúr þessu og er samt búinn að eiða nokkrum sólarhringum í þetta helvíti :evil: :?

ég ýti líka einu sinni spennubreitinum í 115...það var ekki góði gaurinn :oops:

tæki sem heitir superrack er ekki vinur minn fyrst þegar ég plöggað því í samband og smellti hörðum disk ný formöttuðum og fínum á slave stillingu heví sáttur með nýju græjuna sem ég keipti og sá fyrir mér auðveld harða disk skipti og hafa í höndum "flakkara"

NEI þá kom eitt hávært BLÍP úr speakernum og síðann tsjúúúvv bláskjár og ÖLL gögn og allt saman af c drifinu mínu var horfið. mjööög mikill pirringur þá í gangi

ps. þetta var í fyrsta skiptið sem ég varð það reiður að græjan var rifin úr tölvunni stillt uppá næsta snjóskafl útí sveit og skotin í drasl í 5 metra færi :evil: :evil:

eins fór með móðurborðið mitt sem krassaði fyrir tæpum mánuði síðann ég kom í veg fyrir að nokkur maður þurfi að upplifa þessa djöfuls dell misheppnun :(