Síða 2 af 2

Re: Hví stundum við sjórán á leikjum?

Sent: Fös 24. Okt 2008 14:46
af Turtleblob
hallihg skrifaði:Ég downloada til að prufa.


Ég líka, vandamálið er bara að um leið og ég er búinn að dl þá er ekkert sem drífur mig til að kaupa leikinn. Leikirnir glaymast bara einhverstaðar inn á harða disknum eftir að ég er búinn að spila single-player og leika mér aðeins ( Ég nenni ekki að spila online, bara finnst það ekkert gaman ) . Á endanum kaupi ég þá sjaldnast.

Auðvitað er þetta að einhverju leyti níska, undirniðri, en eins og gengið hefur verið og er þá er það ekkert að fara að batna. Ég held að á endanum verði þetta eins og með tónlistina. Dreifingarkerfið sem tónlistariðnaðurinn er byggður á er bara einfaldlega að líða undir lok. Kannski verður meira af Steam-ish framtökum kannski verður eitthvað annað og betra.

Það sem ég er hinsvegar alveg viss um er að það að hefta hinn venjulega notenda (bara 3 instöll, SecuROM, o.s.f.v.) bætir hlutina lítið, ef það er búið að cracka leik einu sinni þá er opið fyrir alla. Það sem er mikilvægt er að það er hægt að komast fram hjá ÖLLU DRMi og þessháttar hugbúnaði og það er ALLTAF til fólk sem er tilbúið til þess að leggja niður þá vinnu sem þarf. Ég skil þörfina á einhverskonar vörn en að setja hugbúnað inn á tölvuna hjá manni án þess að segja múkk, til þess að passa að maður sé ekki að stela er einum of langt gengið.

Re: Hví stundum við sjórán á leikjum?

Sent: Fös 24. Okt 2008 15:55
af KermitTheFrog
Frekar að eyða peningunum í vélbúnað

Leikir eru lika svo fokdýrir

Re: Hví stundum við sjórán á leikjum?

Sent: Fös 24. Okt 2008 19:41
af Gúrú
Lester skrifaði:Steam>BT



Reyndu að finna hlut sem er <BT :roll:

Annars VERÐ ég bara að prófa leik áður en ég kaupi hann.

HATA að sitja uppi með leik sem kostaði 5000 kr og er kominn með ógeðslega leið á honum því að hann er ekkert það skemmtilegur tbh... (Hóst wow hóst)

Re: Hví stundum við sjórán á leikjum?

Sent: Fös 24. Okt 2008 20:51
af KermitTheFrog
Það eru sennilega svona skotleikir og þannig til að spila online sem ég kaupi til að fá kóða til að spila multiplayer (COD og þannig)

Re: Hví stundum við sjórán á leikjum?

Sent: Lau 15. Nóv 2008 08:31
af Hyper_Pinjata
Ég spyr nú bara....hver hérna keypti Bioshock á pc?

jahá....
hver í helvítinu fer að kaupa leik sem er með þeim takmörkunum að:
1. þú getur bara sett leikinn upp 3svar
2. þarf að strauja tölvuna þína ef installið corruptast...til þess eins að geta "re-installað"
3. NO MULTIPLAYER OMFG
ég sótti leikinn á netinu án þess að borga krónu fyrir,og ég er stoltur af því....ég myndi aldrei eyða krónu í þennan leik með þessum skítatakmörkunum....shit...ef ég kaupi mér tölvuleik ætlast ég til þess að geta hent honum út og installað hann eins oft og mig listir.

Re: Hví stundum við sjórán á leikjum?

Sent: Lau 15. Nóv 2008 13:27
af Dagur
http://www.joystiq.com/2008/11/13/world ... racy-rate/

  • Ekkert DRM
  • Nýr og frumlegur
  • Indie framleiðandi
  • Ódýr

Hræsni?