Síða 2 af 2
Sent: Fös 17. Okt 2003 23:25
af Tinker
Ekki taka þetta eins og ég sé að skammast með þig, var bara að rembast
við að byrgja barinn eftir að barnið datt í það og allt það.
Málið var bara þetta með fjöltengi með rofa, ef þú notaðir svoleiðis
og hefðir slökkt á því þá gæti þetta bara ekki gerst. Í fullkomnum heimi
mundu auðvitað allir nota þetta og þar fram eftir götunum
(Þar sem Vaktin er búin að eyða upphafalega póstinum mínum án
skýringa þá ætla ég ekkert að eyða meiri tíma hérna. Adíos Móddós.)
RadoN skrifaði:ég gleymdi ekki að setja viftuna í samband, og ég man líka alltaf að losa mig við stöðurafmagnið áður en ég snerti eitthvað innaní tölvunni, það fór bara allt í gang þegar ég var að reyna að koma henni á þetta helvítis socket
Sent: Sun 19. Okt 2003 15:54
af Buddy
Kaupið Dell ef þið ráðið ekki við að setja kælingu á örgjörfa.
Sent: Sun 19. Okt 2003 16:32
af GuðjónR
Tinker skrifaði:hmm, hver eyddi póstinum mínum og af hverju??? er verið að
ritskoða vakina? af hverjum? hvers vegna?
Hvað er maðurinn að bulla???
Sent: Sun 19. Okt 2003 18:15
af elv
Fletch skrifaði:mér finnst þetta nú vera óttaleg rökleysa sem kemur frá þér... hvað ertu gamall ?
Þeir félagar eru 16(Voffinn og gumol)
Sent: Sun 19. Okt 2003 20:54
af Daz
GuðjónR skrifaði:Tinker skrifaði:hmm, hver eyddi póstinum mínum og af hverju??? er verið að
ritskoða vakina? af hverjum? hvers vegna?
Hvað er maðurinn að bulla???
Held hann hafi sett upp vitlaus gleraugu.
Sent: Mán 20. Okt 2003 00:11
af gnarr
hann gleymdi að klikka á send og er að ímynda sér að það sé samsæri gegn sér...
Sent: Mán 20. Okt 2003 00:47
af GuðjónR
Það hlýtur að vera, því að við sem stjórnum hérna erum alfarið á móti því að eyða póstum eða ritskoða það sem er skrifað hér.
Bæði getur það slitið umræður úr samhengi og líka gert spjallið leiðinlegt og ómarktækt.
Af þessum rúmum 16 þúsund póstum sem komnir eru höfum við aðeins þurft að eyða örfáum, og var þar um persónulegt skítkast að ræða.
Ég kannast ekkert við það sem Tinker er að tala um. Sennilegast hefur hann skrifað bréfið og gleymt að senda það inn

Sent: Mán 20. Okt 2003 01:08
af Fletch
Ertu viss um að það hafi ekki verið pósturinn sem sannaði að AMD ownar Intel ??
Fletch
Sent: Mán 20. Okt 2003 02:49
af gnarr
haha *fimma*

Sent: Mán 20. Okt 2003 08:21
af Pandemic
2 af mínum póstum hefur verið hent hérna á vaktini

<---bilaður kínverji
Re: Ónýtur örgjörvi
Sent: Mán 20. Okt 2003 21:15
af Fox
RadoN skrifaði:ég var að setja nýju CoolerMaster Aero 7+ viftuna mína á, og gleymdi að taka tölvuna úr sambandi, en hvað um það, ég var að reyna að koma viftunni fyrir á örranum, helvítis festingarnar vildu ekki festast, svo bara alltí einu kviknar á tölvunni! ég hálf panic'a, það líða 2 sec, ég ýti á Power-takkann og held inni þangað til það slöknar, sem eru 5 sec, það liðu svona 7~8 sec. þar sem örgjafinn var ekki með neitt á sér..
ég vona að ekkert hafi skemmst og reyni að kveikja á tölvunni, það kviknar en skjárinn er samt enþá bara svartur, það gerist ekkert nema vifturnar snúast og ég heyri í geisladrifinu snúast.. ég reyni aftur, og aftur.. ætli örgjafninn hafi ekki bara eyðilagst..

helvíst andskotans!
ég er að spá í að kaupa mér bara P4 2,4 GHz og ABit IC7 móðurborð, ætlaði alltaf að kaupa þetta í sumar en ég var svo auralaus að ég tímdi því ekki.. en núna verð ég að kaupa mer nýjan örgjörva.. og mig langar ekki í nýjan AMD fyrst ég er að fara að uppfæra..
Hvar verslaðirðu örgjörfann?
Farðu með hann í búðina og segðu að hann virkar ekki.
Það er ábyrgð á honum, hvort sem þeir settu hana í eða ekki. Ekki láta þá vaða yfir þig með því að segja að hann falli úr ábyrgð blablabla, því hann gerir það EKKI.
Sent: Mán 20. Okt 2003 21:43
af Pandemic
Fox þetta voru hans mistök hann gleymdi að taka vélina og sambandi
Sent: Mán 20. Okt 2003 21:48
af Fox
Pandemic skrifaði:Fox þetta voru hans mistök hann gleymdi að taka vélina og sambandi
Það er alltaf hægt að ljúga einhverju til þess að fá svona bætt.
Sjálfur fékk ég 1000mhz örgjörva bættann þegar þetta gerðist hjá mér.
Sent: Mán 20. Okt 2003 22:13
af Zaphod
Allavega að reyna að nýta ábyrgðina ......
Þessar verslanir er hvort sem er alltaf með einhver leiðindi þegar kemur að gölluðu vörum .......
Man alltaf þegar ég þurfti að skila 1024 mb 333 mhz (2 kubbum) í tölvulistanum . Ég runnnaði memtest86 og það fann einhverjar 7 þús og eitthvað villur . en þeir þrættu alveg endalaust fyrir ....
Síðan eftir mikið bull fékk loksins minni sem virkaði (0 villur )
Bara vera harður við þessa gæja . Svo er alltaf gott að vita að þeir vita yfirleitt ekkert um hvað þeir eru að tala

Sent: Mán 20. Okt 2003 22:59
af GuðjónR
Fox skrifaði:Það er alltaf hægt að ljúga einhverju til þess að fá svona bætt.
Sjálfur fékk ég 1000mhz örgjörva bættann þegar þetta gerðist hjá mér.
Ekki er það nú heiðarlegt

Sent: Mán 20. Okt 2003 23:21
af ICM
GuðjónR skrifaði:
Ekki er það nú heiðarlegt

lestu það sem hann sagði um fake share við hverju býstu

Sent: Mán 20. Okt 2003 23:24
af Zaphod
Maður fer til helvítis ef maður lýgur .
Sent: Þri 21. Okt 2003 00:32
af RadoN
pff.. ég er búinn að kaupa mér nýjan örgjörva og nýtt móðurborð
Pandemic skrifaði:Fox þetta voru hans mistök hann gleymdi að taka vélina og sambandi
sko, ef þú hafið lesið alla greinina hefuru kanski rekist á að það á ekki að taka hana úr sambandi, einungis að slökkva á PSUinu, svo að tölvan sé jarðtengd.. ég hafði bara ekki hugmynd um að það gæti kviknað bara alltí einu á tölvunni án þess að ég hefði ýtt á neinn takka
en þetta virkar allt fínt núna

Sent: Þri 21. Okt 2003 09:28
af Daz
Zaphod skrifaði:Allavega að reyna að nýta ábyrgðina ......
Þessar verslanir er hvort sem er alltaf með einhver leiðindi þegar kemur að gölluðu vörum .......
Ekki nema vona að tölvuverslanir séu erfiðar þegar kemur að því að skipta gölluðum vörum, því þeir vita að það er til fólk eins og þú.
Sent: Þri 21. Okt 2003 11:43
af OverClocker
Fox skrifaði:
Það er alltaf hægt að ljúga einhverju til þess að fá svona bætt.
Sjálfur fékk ég 1000mhz örgjörva bættann þegar þetta gerðist hjá mér.
Nú skilur maður afhverju Tölvulistinn ofl koma fram við okkur eins og skít.. þeir hafa einfaldlega fengið nóg af svona svindli..
Drullist til að vera heiðarlegir og þá kanski lagast framkoma þessara verslana!
Sent: Þri 21. Okt 2003 21:46
af Hlynzi
Hér eftir verður bannorð. I orðið svokallaða, ekki skammstöfun fyrir straum (amper). Heldur I fyrir Intel.
Hér eftir segjum við eins og í einu harry potthead myndinni sem ég hef séð, en þá var sagt "you know what, eða you know who"
Villitrúamenn !
Sent: Þri 21. Okt 2003 22:23
af Daz
[pedantic]
I er ekki skamstöfun fyrir straum, heldur táknið fyrir straum í SI kerfinu
[/pedantic]

Sent: Þri 21. Okt 2003 23:26
af gumol
Hlynzi skrifaði:Hér eftir verður bannorð. I orðið svokallaða, ekki skammstöfun fyrir straum (amper). Heldur I fyrir Intel.
Hér eftir segjum við eins og í einu harry potthead myndinni sem ég hef séð, en þá var sagt "you know what, eða you know who"
Villitrúamenn !
Ertu ekki að meina "Sá sem má ekko nefna" ?