Síða 2 af 2
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Fös 16. Maí 2008 22:42
af Dagur
???
Farðu bara í system - preferences - appearance og veldu visual effects flipann.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Fös 16. Maí 2008 23:31
af Windowsman
Júbb.....En ég er ekki með jafn gott net á Linux og Windows.
Þetta er í Linux
Active Connection Information Interface: 802.11 WiFi (wlan0)
Speed: 1 mb/s
Driver: rt61pci
En vanalega er ég með 54mps í Windows.
-----
Ég er í veseni að gera att merkið og að share-a efni í gegnum netið.
Ég er með tölvu við TVið sem að ég nota til að horfa á en ég get ekki share-að efninu til að það komist í þá tölvu.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Lau 17. Maí 2008 12:27
af Windowsman
anyone?
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Lau 17. Maí 2008 20:02
af dorg
Það virkar nú eiginlega ekki trúlega á mig að eitthvað sem var patchað 2006 skuli ekki vera komið inn í mainstream 2008.
Þannig að ég myndi taka hæfilega mikið mark á þessu.
Og eins og með önnur pakka kerfi helst alltaf nota pakkakerfið, það léttir lífið svo mikið þegar menn uppfæra.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 12:44
af Windowsman
Jæja......Veit einhver hvernig ég gert share-að frá Ubuntu í Windows Xp.
Þarf ég að setja upp FTP server eða hvað.
Ég er að reyna að share-a flakkaranum.
Einnig hvernig kemst ég inn á efni sem að ég er með í XP bootinu í Ubuntu það er fullt af drasli þar sem að ég væri til í að accesa með Ubuntu.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 15:27
af Windowsman
Bumb.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 16:32
af mind
[quote="Windowsman"]Jæja......Veit einhver hvernig ég gert share-að frá Ubuntu í Windows Xp.
Þarf ég að setja upp FTP server eða hvað.
Ég er að reyna að share-a flakkaranum.
Einnig hvernig kemst ég inn á efni sem að ég er með í XP bootinu í Ubuntu það er fullt af drasli þar sem að ég væri til í að accesa með Ubuntu.[/quote]
Ef ég er með 2 vélar heima hjá mér, önnur með linux og hin með windows þá þarf ég að setja upp SAMBA á linux til að Windows komist í skráarkerið á einfaldan hátt.
Þú getur verið með FTP server en það er svolítið óþægilegt.
Geturðu útskýrt betur share-a flakkaranum ? Í hverju fyrir hvað ?
Ef þú ert að reyna lesa skjöl úr WIndows XP(NTFS) þá þarftu NTFS-3G , ættir að finna það í Synaptic Package Manager.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 16:37
af Windowsman
Sko....í WinXP share-aði ég bara öllum flakkaranum og fann hann í my network á hinni tölvunni en núna get ég ekki share-að honum.
Flakkarinn er á NTFS ef það skiptir einhverju en Samba krassar alltaf hjá mér ætla að uinstalla og installa aftur.
En hvernig geri ég þetta ég þarf smá leiðbeiningar hvert t.d. fer ég í hinni tölvunni til að komast í efnið og spila það?
Og hvernig set ég þetta Samba almennilega upp.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 17:16
af Gúrú
Hvar er pointið í lykilorðum þegar að það er alltaf hægt að breyta þeim án þeirra
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 17:18
af mind
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 17:49
af Windowsman
Kemur bara Samba chrassed,
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 18:27
af mind
Ef þú ferð í terminal (Alt + T) og skrifar:
sudo apt-get install samba smbfs
kemur þá bara crashed ?
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 18:41
af Windowsman
Nei það virkar en þegar ég fer í system, administor þá crassar það.
En allavega hvernig finn ég nafnið á tölvunni í ubuntu?
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 22:02
af dorg
Veit ekki hvort þú ert búinn að setja upp ntfs-3g módúlinn en hann er töluvert til bóta þegar kemur að því að tengja flakkara sem eru með ntfs skrákerfinu.
Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.
Sent: Sun 18. Maí 2008 23:09
af mind
Þetta hefur líklega að gera með að þú ert að nota WUBI sem býr til logical partition á harða diskinum og að samba vilji ekki keyra upp á því.
Fyrir utan mitt þekkingarsvið, myndi bara fletta yfir WUBI og Ubuntu forum og vona einhver annar hafi leyst þetta fyrir þig