Síða 2 af 3

Sent: Sun 17. Feb 2008 23:52
af Pepsi
Ég er nú ekki oft sammála Ómari Smith en það sem hann er að segja um 720p og 1080i er svo hárrétt að það hálfa væri nóg.

Maður verður einfaldlega að fara að skoða græjurnar með augunum. Venjuleg áhorfs fjarlægð og málið er dautt.....

Sent: Mán 18. Feb 2008 08:03
af ÓmarSmith
Víst ertu sammála, þorir bara ekki að viðurkenna það.

Hnuss :wink:

Sent: Mán 18. Feb 2008 19:18
af Pepsi
hehe, ok sammála um suma hluti en ekki alla :lol:

Sent: Mán 18. Feb 2008 20:09
af Pandemic
Ég held ég viti ekki um einn mann sem hefur verið ósáttur við Panasonic monitorana. Þeir eru frábærir.

Sent: Mán 18. Feb 2008 20:50
af ÓmarSmith
Yup

Sent: Mán 18. Feb 2008 23:14
af hagur
Svona vegna umræðu um upplausn v.s setufjarlægð, þá er hérna fín mynd til glöggvunar:

http://s3.carltonbale.com/resolution_chart.html

Greinin sem myndin tilheyrir:

http://www.carltonbale.com/2006/11/1080p-does-matter/

Sent: Þri 19. Feb 2008 08:16
af ÓmarSmith
Mér er bara alveg sama hvað e-r stærðfræðingur reiknar út.

Við sem höfum prufað þetta erum allir nokkuð sammála um að maður tekur það lítið eftir þessum mun að það er ekki virði að eyða auka 25-50k í það.

Þetta er miklu frekar spurning um hvaða fídusa tækið þitt hefur til að gera SD myndefni betra þar sem að það er ráðandi ennþá í dag ;)

Sent: Þri 19. Feb 2008 09:54
af Stebet
ÓmarSmith skrifaði:Mér er bara alveg sama hvað e-r stærðfræðingur reiknar út.

Við sem höfum prufað þetta erum allir nokkuð sammála um að maður tekur það lítið eftir þessum mun að það er ekki virði að eyða auka 25-50k í það.

Þetta er miklu frekar spurning um hvaða fídusa tækið þitt hefur til að gera SD myndefni betra þar sem að það er ráðandi ennþá í dag ;)


Heheh... þú skoðaðir ekki myndirnar er það? :lol:

Þær eru einmitt að styðja það sem þú (og ég og fleiri) segjum. 1080p er algjör óþarfi nema þú sért kominn um og yfir 50" miðað við venjulega setufjarægð (3 - 5 metrar).

Sent: Þri 19. Feb 2008 15:55
af ÓmarSmith
Jú ég skoðaði myndirnar og púaði á þessa formúlu ;)

Sent: Þri 19. Feb 2008 18:07
af appel
Ég sit í rétt rúmlega 3 metra fjarlægð frá veggnum sem ég mun setja sjónvarpið upp á, sem eru um 10 fet.

Samkvæmt graphinu nýtist 720p til hins ítrasta ef ég er með 50" tæki í 10 feta fjarlægð. Þannig að þetta passar allt :)

Sent: Mið 20. Feb 2008 14:41
af eta
Daginn.
Ég var næstum búinn að kaupa fyrir jólin eitt 50" (frá simnets plasma gaurnum) en vildi skoða aðeins betur með 1080p tækið. en fyrir 3m fjarlægð þá sýnist mér það ekki skipta máli.

Eitt sem ég var að spá í er að spila pc tölvuleiki beitn á skjánum þá er þetta alveg nó upplausn, maður er ekki að keyra leiki í 1900x1000 uppl enda þyfrti þá eitthvað 9800 gott kort fyrir það :)

LCD vs PLASMI.
Hef tekið eftir glóa í kringum hluti í lcd. t.d. í teknimyndum.
Svart er svart í plasma, nema þú fáir þér mjög gott og dýrt LCD
Spurning með að skoða netið og annað tengt því. hvort lcd eða plasmi sé betra í það. en aðalmálið held ég að það sé gott að horfa á hreifimyndir. og þar tel ég Plasma vinna þann slag.

En allavegna held maður fari í 50" plasma fyrir næsta vetur lýklega 720p nema 1080p dorppi mikið í verði (munar um 100þ á 50" plasma 720 og 1080 hjá simnet gaurnum)

Sent: Mið 20. Feb 2008 15:40
af coldone
Þetta tæki kostar 199.995 hjá Elko. Mér sýnist að þarna sé ekki síðri tæki en Panasonic tækið frá Símnet.
Philips 50'' Plasma sjónvarp 50PFP5532D.
http://www.elko.is/hljod%5Fog%5Fmynd/sj ... 5Fstaerri/

Sent: Mið 20. Feb 2008 22:40
af appel
Jæja, ég var heima hjá Plasma gaurnum að skoða 50" Panasonic skjáinn. Alveg meiriháttar tæki þar á ferð, og svo frábær þjónusta.

Haldiði að einhver Elko-sölumannsunglingur bjóði ykkur heim til sín um kvöld og bjóði ykkur að horfa á sjónvarpið, og sýni allskonar sourca, digital ísland, dvd, hd-dvd og flakkara til að sýna gæðin almennilega? Og það í yfir eina klukkustund, spjalla um tæknina og allt, almenningur gæji sko sem veit allt :)

Jæja, er búinn að bóka tækið hjá honum og fæ hann vonandi með það fyrir helgi. :) vúhúú ... sendi ykkur myndir. :8)

Sent: Mið 20. Feb 2008 23:11
af beatmaster
appel skrifaði:Haldiði að einhver Elko-sölumannsunglingur bjóði ykkur heim til sín um kvöld og bjóði ykkur að horfa á sjónvarpið, og sýni allskonar sourca, digital ísland, dvd, hd-dvd og flakkara til að sýna gæðin almennilega? Og það í yfir eina klukkustund, spjalla um tæknina og allt...)
Nei en Simnet gæjinn fær örugglega talsvert betur borgað fyrir að selja þér tæki heldur en unglingurinn. þetta er allt spurning um hvata ;)

Sent: Fim 21. Feb 2008 00:53
af Birkir
ELKO-unglingurinn veit heldur oft ekki neitt. :8)

En hver er símnet gæinn? (spyr sá sem ekki veit)

Sent: Fim 21. Feb 2008 09:09
af Stebet
Birkir skrifaði:ELKO-unglingurinn veit heldur oft ekki neitt. :8)

En hver er símnet gæinn? (spyr sá sem ekki veit)


http://simnet.is/plasma

Sent: Fim 21. Feb 2008 11:14
af ÓmarSmith
Get kvittað undir þá pappíra að þetta eru snilldar tæki.

Eini mínussinn sem ég sé við þetta er smá loðið við ábyrgð og bilanir og hvort það muni standast komi e-ð fyrir.

Einnig er ekki í boði að dreifa greiðslunum eins og margir gera þegar þeir fjarfesta í svona dýrum hlutum.

En gæðin standa ekki á sér.

Sent: Fim 21. Feb 2008 11:49
af plasmi
Eini mínussinn sem ég sé við þetta er smá loðið við ábyrgð og bilanir og hvort það muni standast komi e-ð fyrir.

Einnig er ekki í boði að dreifa greiðslunum eins og margir gera þegar þeir fjarfesta í svona dýrum hlutum.


Sælir

Það er alltaf gaman að sjá fjörugar umræður um síðuna okkar.
Langaði aðeins að leiðrétta ofangreinda færslu.

Varðandi ábyrgð þá er 2j ára ábyrgð á öllum tækjum. Við erum með rafeindafyrirtæki sem sér um viðgerðir. Ef skjárinn er ónýtur þá lætur endursöluaðili minn í USA okkur hafa nýtt tæki. (Kemur kaupanda í sjálfu sér ekkert við). (sbr. http://simnet.is/plasma/sos.htm)

Frá nóv 2007 höfum verið verið með Staðgreiðslulán (eins og sést á forsíðu http://simnet.is/plasma), en þar er í boði að dreifa greiðslum til allt að 36 mán.

Okkar markmið er að viðhalda lágum verðum og góðri þjónustu.

Ég sá góðan punkt hjá ykkur. Hver er simnet gaurinn. Ég er verkfræðingur með M.sc i Image processing. Er búinn ad vinna við þetta í um 3 á og þar a undan i myndvinnslu og tölvuvinnslu. Þannig ad reynslan er góð. Eitt i viðbót, inni i öllum verðum á skjám erum við að bjóða upp á veggfestingu, uppsetningu og alhliða ráðgjöf.

Með kveðju,
Leifur

Sent: Fim 21. Feb 2008 11:53
af Klemmi
plasmi skrifaði:Sælir

Það er alltaf gaman að sjá fjörugar umræður um síðuna okkar.
Langaði aðeins að leiðrétta ofangreinda færslu.

Varðandi ábyrgð þá er 2j ára ábyrgð á öllum tækjum. Við erum með rafeindafyrirtæki sem sér um viðgerðir. Ef skjárinn er ónýtur þá lætur endursöluaðili minn í USA okkur hafa nýtt tæki. (Kemur kaupanda í sjálfu sér ekkert við). (sbr. http://simnet.is/plasma/sos.htm)

Frá nóv 2007 höfum verið verið með Staðgreiðslulán (eins og sést á forsíðu http://simnet.is/plasma), en þar er í boði að dreifa greiðslum til allt að 36 mán.

Okkar markmið er að viðhalda lágum verðum og góðri þjónustu.

Eg sa godan punkt hja ykkur. Hver er simnet garuinn. Eg er verkfraedingur med M.sc i Image processing. Er buinn ad vinna vid thetta i um 3 ar og thar a undan i myndvinnslu og tolvuvinnslu. Thannig ad reynslan er god. Eitt i vidbot, inni i ollum verdum a skjam erum vid ad bjoda upp a veggfestingu, uppsetningu og alhlida radgjof.

Með kveðju,
Leifur


Vóah, bara fyrir forvitni, hvað varð um íslensku stafina þarna ?

Sent: Fim 21. Feb 2008 12:14
af ÓmarSmith
Snilldar komment frá Plasma :)

Bravó.

En eins og áður sagði þá þekki ég 1 sem hefur keypt nokkur tæki af honum og vægast sagt varð ég mjöög Impressed.

bæði með verð og gæði.

58" Tækið er ekkert nema ÖSKRANDI snilld.

Sent: Fim 21. Feb 2008 14:29
af hsm
Þar sem maður horfir á sjónvarp í gegnum ADSL, afruglara, gervihnött, video flakkara eða DVD.
Þarf maður þá nokkuð TV-Tuner ???

Sent: Fim 21. Feb 2008 14:33
af ÓmarSmith
ónei, hefur EKKERT við hann að gera nema þú ætlir að nota inniloftnet eða e-ð innanhúsloftnetakerfi.

Með ADSL TV, eða Breiðbandi, Sky digital eða álíka þá þarftu bara HDMI, Component tengi því Sjónvarpið er bara að virka sem Monitor.

Sent: Fim 21. Feb 2008 14:40
af hsm
Grunaði það :8)
En samt betra að vera viss, TAKK FYRIR

Sent: Fös 22. Feb 2008 23:21
af appel
Jæja, kominn með gripinn :) Alveg svakalegur, og mjög flott mynd. Worth every penny!

Nu er bara að finna HD efni til afspilunar :)

Ætli maður komi ekki rauðeygður i vinnuna a manudaginn eftir að hafa glapið a sjonvarpið alla helgina.

Sent: Lau 23. Feb 2008 01:09
af Pandemic
Til hamingju með gripinn.