Síða 2 af 2

Sent: Fös 09. Nóv 2007 21:18
af DoofuZ
Ja, kannski sá skjár verði þá bara næsti skjár hjá mér ;) Líka aldrei að vita nema ég finni dauðan pixel eða eitthvað á þessum, skili honum og fái mér þennan Samsung í staðinn :-k

Sent: Fös 09. Nóv 2007 22:05
af zedro
DoofuZ skrifaði:Ja, kannski sá skjár verði þá bara næsti skjár hjá mér ;) Líka aldrei að vita nema ég finni dauðan pixel eða eitthvað á þessum, skili honum og fái mér þennan Samsung í staðinn :-k
Nokkuð viss um að þú þurfir að vera með 3 eða 6 dauða pixla til að geta fengið nýjan útá ábyrgð.

Það eru x ábyrgðir man ekki allveg hvað þær kallast, sem bjóða uppa 100% ábyrgð en þeir skjáir eru rándýrir :(

Hér er dæmi um dead pixel ábyrgð:
http://vnuuk.typepad.com/pcw_interactiv ... _poli.html

EDIT: Hér er eitt gott dæmi á þessum týpum af ábyrgðum:
http://www.behardware.com/articles/519- ... ixels.html

Sent: Lau 10. Nóv 2007 15:32
af DoofuZ
Jæææja... Nú er ég kominn með skjáinn, búinn að tengja hann og prófa svoldið :) Prófaði fyrst að kíkja í GTA SA og vááá, sjitturinn titturinn hvað hann er betri svona á flatskjá :D Ég bara féll bókstaflega inn í leikinn og gat alveg stillt á hæstu upplausn og spilað ágætlega þannig en svo minnkaði ég það aðeins og þá var maður í sko góðum málum :8) Svo prófaði ég aðra leiki líka eins og Quake 4, Doom 3 og Wolfenstein ET og allir komu þrusuvel út :D

Varðandi dauða pixla og svoleiðis þá virðist ekkert vera að skjánum, hann er bara í þrusufínu formi og ég er mjög ánægður með hann :8) Hátalarnir eru samt ekki neitt spes en það skiptir nú varla neinu svosem, hef fín heyrnartól sem ég nota oftast, svo eru hátalarnir nú bara aukaatriði hvort sem er ;) En varðandi dauða pixla annars, hversu áberandi eru þeir? Gæti ég verið með einhvern án þess að taka eftir því svona fyrst? Efast reyndar um það, en betra að vera viss ;)

Sent: Lau 10. Nóv 2007 15:44
af appel
DoofuZ skrifaði:En varðandi dauða pixla annars, hversu áberandi eru þeir? Gæti ég verið með einhvern án þess að taka eftir því svona fyrst? Efast reyndar um það, en betra að vera viss ;)
Það er misjafnt hvernig þeir koma fram, stundum alveg svartir og stundum geta þeir verið hvítir, og þar á milli. Held að algengast sé að þeir séu svartir.

Ég myndi segja að þú getur auðveldlega séð hvort það er dauður pixel annaðhvort með að fylla skjáinn svartann eða fylla hann hvítan. Skoða svo bara vel systematískt...færa sig aðeins nær. Þarft ekkert stækkunargler samt. Passa að það séu engin óhreinindi sem þú gætir haldið að sé dauður pixell :)

Sent: Lau 10. Nóv 2007 18:02
af Yank
Þú finnur þá fljótlega með þessu

Sent: Lau 10. Nóv 2007 22:21
af halldorjonsson
Ég er með svona skjá en hann er reyndar 19":
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 132290e9e1
búinn að eiga hann í 2 ár og aldrei vandræði geggjaður skjár! og 20" er örugglega betri.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 20:22
af DoofuZ
Yank, takk æðislega fyrir Dead Pixel Buddy :D Ég er ekki með neinn dauðan pixel :8)

Það eina neikvæða sem ég hef annars fundið að þessum skjá er að það fylgdi ekki með neinn driver diskur, bara diskur með öllum bæklingunum sem fylgdu hvort sem er með svo sá diskur er með öllu óþarfur. Nema maður týni bæklingunum en ekki eins og það skipti einhverju máli þar sem það er nú ekki mikið merkilegt í þessum bæklingum :roll: Ég var nú samt ekki lengi að finna driver á acer.com og þá var maður í góðum málum :)

Svo var bara pínu vesen að tengja skjáinn við tölvuna, það kom bara no signal þegar ég ýtti á power takkann :? En ég reddaði því með hjálp lappans og vnc, fór inná tölvuna þaðan og komst að því að ég þurfti að setja nýja skjáinn í stað þess gamla í Displays Manager í Catalyst Control Center sem var nú svoldið asnalegt en tengist auðvitað skjánum ekkert :roll: