Síða 2 af 5
Sent: Fös 23. Mar 2007 08:18
af ÓmarSmith
Nei, hann er fully DX9 compatible líka.
Þá vantar reyndar soldið af DX10 Goodies eins og TD Breakable trees og þannig.
Sent: Fös 23. Mar 2007 11:11
af TechHead
ÓmarSmith skrifaði:Nei, hann er fully DX9 compatible líka.
Þá vantar reyndar soldið af DX10 Goodies eins og TD Breakable trees og þannig.
- Rökstyddu? Ég hélt að allt þetta destructable umhverfi væri tengt physics
hluta Crytek vélarinnar en ekki shader´um? Hef hvergi séð minnst á að
það verði reduced physics í DX9 samhæfninni?
Sent: Fös 23. Mar 2007 11:35
af fr0sty
....og enginn veit hvernær leikurinn kemur til landsins? Btw, voruð þið búnir að frétta að það kemur crysis sp og mp demó í júní? Þá hafa menn eitthvað til að hlakka til...
Sent: Fös 23. Mar 2007 12:56
af ÓmarSmith
Þú getur fundið allar þessar upplýsingar á
http://www.crysis-online.com
Þar var rætt um að leikurinn sé lang flottastur og keyri betur á DX10 en DX9 enda hannaður með DX10 í huga.
Einnig var rætt um að MP útgáfan myndi ekki hafa Destructable environment nema bara hjá þeim er hafa DX10.
Líklegast yrðu 2 serverar, ananrs vegar DX9 þjónar og DX10 þjónar.
Dx10 kortin ráða bara við svo miklu meira en Dx9 kortin.
Sökktu´þér bara í þessa síðu og kíktu á öll viðtölin sem þarna er að finna.
P.S
Leikurinn er áætlaður í útgáfu Júní-Ágúst. Eða í Q3.
En auðvitað gæti það frestast .
Sent: Fös 23. Mar 2007 16:28
af ManiO
Vá hvað stalker er mikil gargandi snilld! Flestir þekkja þriðja lögmál Newtons ("For every action there is a reaction"), já það á svo sannarlega við í þessum leik. T.d. þá ákvað ég að ráðast á 3 manna sveit af hermönnum, heppnaðist fínt. Um 10 mínutum seinna er um 15 manna herdeild að ráðast á bæinn sem maður byrjar í.
Verð að segja að svona hluti eiga leikjaframleiðendur að leggja áherslu á.
Sent: Fös 23. Mar 2007 17:24
af ÓmarSmith
Leikurinn reyndar venst furðu vel.
Ég er ennþá samt óhrifinn af miðinu og hreyfingum í honu, og hann er nokkuð böggaður.
detta út textures í rigningu stundum og leikurinn laggar inn á milli.
virðist ekki breyta hvort ég hef hann í low - med eða high eða 680 x 050 eða 1024.
hún ræður leikandi við hann í MAX en samt laggar hann stundum og stundum er hann asnalega hraður ... er þetta known böggur eða drivera issue hjá mér ... ég ætti að vera með nýjustu amk Nvidia driverana.
En reyndar er eg ekki með þetta Spluunku nýja DX9. er ekki með "rétta" útgáfu af XP og get því ekki sótt það á ms síðunni.
Sent: Fös 23. Mar 2007 17:30
af ManiO
Líka gaman að geta minnst á að X-Ray vélin sem STALKER notar á víst að nota báða kjarnana í dual core örgjörvum
En það er ekki stuð þegar að það kemur nótt, og maður er ekki með night vision goggles
Sent: Fös 23. Mar 2007 23:23
af gunnargolf
Mér fannst þessi leikur frekar slappur fyrst, en þegar maður kemst betur inní hann, fer að fá betri byssur og svona þá er hann algjör snilld.
Hann er frekar erfiður en maður á bara að passa að vera alltaf með nóg af medpack-um og skotum.
Varðandi grafíkina, ég er bara nokkuð sáttur með hana. Hún er ekkert ósvipuð Oblivion.
P.s. Þrumuveðrið er mjög flott.
Sent: Lau 24. Mar 2007 00:03
af ManiO
Klárlega GOTY að mínu mati.
Sent: Lau 24. Mar 2007 11:35
af ÓmarSmith
ÓmarSmith skrifaði:Leikurinn reyndar venst furðu vel.
Ég er ennþá samt óhrifinn af miðinu og hreyfingum í honu, og hann er nokkuð böggaður.
detta út textures í rigningu stundum og leikurinn laggar inn á milli.
virðist ekki breyta hvort ég hef hann í low - med eða high eða 680 x 050 eða 1024.
hún ræður leikandi við hann í MAX en samt laggar hann stundum og stundum er hann asnalega hraður ... er þetta known böggur eða drivera issue hjá mér ... ég ætti að vera með nýjustu amk Nvidia driverana.
En reyndar er eg ekki með þetta Spluunku nýja DX9. er ekki með "rétta" útgáfu af XP og get því ekki sótt það á ms síðunni.
Hefur e-r lennt í þessu lagg böggi ?
Sent: Lau 24. Mar 2007 11:47
af ManiO
Hef lent í því að stoppar örskammt, en ekki í að hann verður geðveikt hraður.
Sent: Lau 24. Mar 2007 13:00
af ÓmarSmith
Þarf maður þetta allra allra nýjsta DX9c frá MS fyrir þennan leik ?
eða eru til nýrri Nvidia driverar en þeir sem komu 20.Feb ?
Sent: Lau 24. Mar 2007 13:45
af TechHead
mín 2 cent......
Grafík - Alveg nógu góð til að skapa rétta andrúmsloftið.
Hljóð - Flottir soundeffecter, flott og þétt hljóð í riflum og SMG byssum, ekki
alveg nógu sáttur við að mest allt commentry frá NPC sé á rússnensku.
Stjórnun - Snilld hvernig miðið á byssunum er ónákvæmt úr fjarlægð svo að
maður fer frekar í CloseCombat heldur en að pikka alla út í fjarlægð, gefur
meiri raunveruleika blæ í spilun. Dialog kerfið við NPC´a nokkuð klaufalegt á
stundum, sem og notkunin á PDA, annars helvíti gott.
Spilun - Eins og áður hefur verið minnst á þá er A.I. topnotch í þessum leik
með furðu lítið af böggum miðað við scope leiksins. Gaman að sjá hvernig
allt A.I. umhverfið bregst við aðgerðum manns.
Saga - Ekkert John Grisham, en hverjum er ekki sama þegar maður er að
skemmta sér svona vel
Mínusar - Frekar tilgangslaus side mission með slöppum rewards, gefa
manni ekkert sérstaka ástæðu til að kanna umhverfið meira en frá aðal
söguþræðinum.
Mín einkun - 7.5 / 10
Sent: Lau 24. Mar 2007 15:21
af ManiO
TechHead skrifaði:mín 2 cent......
Grafík - Alveg nógu góð til að skapa rétta andrúmsloftið.
Hljóð - Flottir soundeffecter, flott og þétt hljóð í riflum og SMG byssum, ekki
alveg nógu sáttur við að mest allt commentry frá NPC sé á rússnensku.
Stjórnun - Snilld hvernig miðið á byssunum er ónákvæmt úr fjarlægð svo að
maður fer frekar í CloseCombat heldur en að pikka alla út í fjarlægð, gefur
meiri raunveruleika blæ í spilun. Dialog kerfið við NPC´a nokkuð klaufalegt á
stundum, sem og notkunin á PDA, annars helvíti gott.
Spilun - Eins og áður hefur verið minnst á þá er A.I. topnotch í þessum leik
með furðu lítið af böggum miðað við scope leiksins. Gaman að sjá hvernig
allt A.I. umhverfið bregst við aðgerðum manns.
Saga - Ekkert John Grisham, en hverjum er ekki sama þegar maður er að
skemmta sér svona vel
Mínusar - Frekar tilgangslaus side mission með slöppum rewards, gefa
manni ekkert sérstaka ástæðu til að kanna umhverfið meira en frá aðal
söguþræðinum.
Mín einkun - 7.5 / 10
Það að NPCarnir tali rússnesku hjálpar við að gera leikinn "raunverulegri" og það er jú gaman að skoða allan umheiminn því að ekkert þarna er gert af tölvu, allt þarna er annað hvort nákvæmlega eins og er í alvörunni eða bætt inn af hönnuðum til að bæta spilun. En já, sammála með að sagan er ekki sú besta
Sent: Lau 24. Mar 2007 15:35
af Tjobbi
Þannig að þið getið alveg mælt með honum?
Er að dl honum as we speak.
Sent: Lau 24. Mar 2007 15:45
af ManiO
Tjobbi skrifaði:Þannig að þið getið alveg mælt með honum?
Er að dl honum as we speak.
Klárlega! En maður þarf að vera frekar þolinmóður fyrsta hálftímann til klukkutímann. Fyrsti bardaginn getur verið fáránlegur.
Sent: Lau 24. Mar 2007 15:47
af Tjobbi
4x0n skrifaði:Tjobbi skrifaði:Þannig að þið getið alveg mælt með honum?
Er að dl honum as we speak.
Klárlega! En maður þarf að vera frekar þolinmóður fyrsta hálftímann til klukkutímann. Fyrsti bardaginn getur verið fáránlegur.
Flott,
Hef það í huga, þótt ég sé ekki beint þolinmóði spilarinn.
Sent: Lau 24. Mar 2007 17:06
af Mr. Joe
Er að spila hann á Windows Vista...og ég á það til að hann dettur bara allt í einu á desktop og leikurinn lokast...Gerst of oft að mínu mati. Einhver lent í þessu?
-
Jæja las að þeir eru að vinna að patchi svo hann virki betur í Vista.
Sent: Lau 24. Mar 2007 19:24
af fr0sty
ég lendi líka í þessu laggi...það er víst eitthvað issue með 8800 series þar sem það eru furðu margir sem hafa 8800 sem lenda í þessu.
Sent: Lau 24. Mar 2007 20:22
af Tjobbi
Jæja ég er búinn að prufa hann.
Fyrstu tölur:
Grafíkin er til fyrirmyndar, ekkert út á hana að setja.
Hljóðið er alltilagi leiðinda tónlist sammt.
Hreyfingar og stjórnborð svoldið klunnalegt en það venst.
Botna hvorki upp né niður hvað ég á að gera, finn hvergi byssu
Stórt landsvæði.
Skjákortið mitt er í vandræðum með hann í max grafík.
Sent: Lau 24. Mar 2007 20:34
af Beetle
Þetta spjall ykkar er gáfulegt.. EN verð bara að segja hmmm sko m.v. hvað kostar að græja PC vél til að spila í topp gæðum í t.d. S.T.A.L.K.E.R. þá þarf maaarga 1000.- kalla. Þegar maður kominn á fullt í leik, þá er ultra quality m.v. t.d. medium quality ekki að "bytta" neinu. En hef gaman að lesa þetta hjá ykkur fullkomnunarsinnar. Er búinn að vera að spila leikinn þó nokkuð með 754 vél 512 í minni, ekki í topp gæðum en verð að segja að hann er hel.... flottur, erfiður en venst ótrúlega flott . Respect
Sent: Lau 24. Mar 2007 21:13
af ICM
Leikur gerður með frekar litlu fjármagni miðað við verkefni af þessari stærð enda frá austur evrópu, liðið klofnaði fyrir nokkrum árum svo ekki flýtti það fyrir (Hluti fór og gerði Boiling Point t.d.) Og þið gerið ekkert nema að væla yfir að grafíkin standist ekki við leiki sem kosti fleiri tugi milljóna í framleiðslu.
Ættuð frekar að fagna því að fleiri aðilar komi á markaðin með nýjar hugmyndir þar sem EA stefna á 80% af leikjamakaðnum á næstu árum
Sent: Lau 24. Mar 2007 21:34
af Tjobbi
Updeit!
Seinni Tölur:
Búinn að eyða smá tíma í þessum leik og mér fynnst hann æðislegur!
Fann loksins byssu
og er byrjaður að fylgja missionum.
Frábær grafík og frábært gameplay.
Mæli hiklaust með honum.
Sent: Lau 24. Mar 2007 22:40
af TechHead
ICM skrifaði:Leikur gerður með frekar litlu fjármagni miðað við verkefni af þessari stærð enda frá austur evrópu, liðið klofnaði fyrir nokkrum árum svo ekki flýtti það fyrir (Hluti fór og gerði Boiling Point t.d.) Og þið gerið ekkert nema að væla yfir að grafíkin standist ekki við leiki sem kosti fleiri tugi milljóna í framleiðslu.
Ættuð frekar að fagna því að fleiri aðilar komi á markaðin með nýjar hugmyndir þar sem EA stefna á 80% af leikjamakaðnum á næstu árum
Sammála. Mun kaupa þennan bara fyrir að þora
Sent: Sun 25. Mar 2007 10:33
af ManiO
GARG! Bara svona heads up, þá eru ósýnileg skrímsli sem birtast rétt áður en þau ráðast á mann. Fyrsta sem ég lenti í var neðanjarðar þar sem að birtan var ekkert sérlega góð. Annað skiptið á mínum leikjaferli sem ég hef hrópað upphátt