Síða 2 af 3

Sent: Mán 15. Jan 2007 08:40
af ÓmarSmith
Mesta svekkið við þessi LCD tæki í dag er samt að þau heimta HD myndefni til að njóta sín hvað best en það er ekkert í boði ennþá :S

Plasma er jú sniðugra í þetta SD myndefni , eða útsendingin virkar ekki eins léleg í þeim.

Annars er þetta eflaust best að fara bara og kaupa það sem manni þykir best sama hvað aðrir segja ;)

Spurning um nægusemi bara.

Sent: Mán 15. Jan 2007 09:06
af MuGGz
ég fór sjónvarpssmiðstöðina núna á laugardaginn og var að hugsa um að kaupa mér http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=37PF9631D þetta tæki, enn það er bara búið og kemur ekki aftur á þessu verði :(

þannig ég skoðaði mig um þarna og kíkti einnig í Ormsson þar sem þeir mældu með sharp tækjunum í 32 og 37"

ég er ekki frá því að ég hafi bara verið komin með hausverk af þessu og veit ekkert hvað ég á að kaupa ... :?

er að fara taka annan rúnt núna í dag

Sent: Mán 15. Jan 2007 11:28
af SolidFeather
Sony KDL-40V2000

Eða

Sony KDL-40W2000 fyrir 1080p


Bezt í heimi!

Sent: Mán 15. Jan 2007 11:48
af MuGGz
og þau fást hvar ?

Sent: Mán 15. Jan 2007 11:49
af SolidFeather
V2000 fæst í BT og bæði tækin fást í Sony Center - Kringlunni.

Sent: Mán 15. Jan 2007 13:09
af hsm
Eins og Ómar bendir á þá eru til nokkur mjög góð Plasma tæki á markaðnum í dag en þau kosta líka sitt og líftímin of stuttur fyrir þær fjárhæðir sem þau kosta.
Samsung eða Philips, Plasma eða LCD, Liverpool eða Man Utd.
Ég er búinn að vera að skoða þetta nokkuð mikið núna undanfarið og mín niðurstaða er þessi Samsung,LCD,Liverpool. :D
Það eru ekki öll Samsung tækin á heimasíðu ormsson.is, farðu bara í smáralindina og notaðu augun og ég held að þú sanfærist um Samsung LCD með 8.000-10.000 í skerpu, ekki spurning í mínum augum.

Og já Ómar ég veit, þú þarft ekki að kommenta á þetta :8)

Sent: Mán 15. Jan 2007 13:23
af ÓmarSmith
Bjartur !!!! HA HA HA


Tölfræði Arsenal og Liverpool á þessu ári , Mjög Skemmtilegt lestrar :

Liverpool menn búnir að vera geeeeðveikt Cocky því þeir unnu 2 leiki eða álíka með 3-4 mörkum og hvað gerðist í kjölfarið. ? Niðurgangur og hörmungar spilamenska :


Mynd


Og hver trónir á toppnum ?

Glory Glory MANUTD !!!!


en já annars er ég sammála HSM um Samsung - LCD.

Sent: Mán 15. Jan 2007 13:32
af hsm
Ekki átti ég von á því að Ómar mundi drulla yfir mig á þennan hátt hehe.
Þetta var nú svolítið sárt.
Ómar af hverju ertu svona vondur við mig :hnuss
Þið vinnið þetta í ár svo að ég verð að bíða til næsta tímabils til að svara þessu :D

Sent: Mán 15. Jan 2007 13:36
af ÓmarSmith
Ekkert persónulegt. Þú ert flottur gæi ;)


En Poolarar flestir eru bara óþolandi breed .

Thihihi

Sent: Mán 15. Jan 2007 16:42
af CendenZ
ÓmarSmith skrifaði:Ekkert persónulegt. Þú ert flottur gæi ;)


En Poolarar flestir eru bara óþolandi breed .

Thihihi
Manchesterar eru verri.

Fótboltamenn eru algjörir tards upp til hópa.

Sent: Mán 15. Jan 2007 17:01
af kemiztry
ÓmarSmith skrifaði:Ekkert persónulegt. Þú ert flottur gæi ;)


En Poolarar flestir eru bara óþolandi breed .

Thihihi
Tjah sama er hægt að segja um Manjúmenn... gjörsamlega veiruleikafirrtir með öllu :wink:

Sent: Mán 15. Jan 2007 17:19
af GuðjónR
Fótbolti sökkar bara yfir höfuð!

Sent: Mán 15. Jan 2007 18:07
af beatmaster
GuðjónR skrifaði:Fótbolti sökkar bara yfir höfuð!
Mynd

Sent: Mán 15. Jan 2007 19:35
af Pandemic
hsm skrifaði:Eins og Ómar bendir á þá eru til nokkur mjög góð Plasma tæki á markaðnum í dag en þau kosta líka sitt og líftímin of stuttur fyrir þær fjárhæðir sem þau kosta.
No offence en varstu búinn að lesa það sem ég skrifaði hérna áður? Þessi líftími er nánast sá sami og ekkert annað en hype.
Þessi líftíma tala er half-life á plasma og í lcd skjám minnkar birtan vissulega eitthvað frá kaupum.

Sent: Mán 15. Jan 2007 22:17
af gnarr
beatmaster skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Fótbolti sökkar bara yfir höfuð!
Mynd
=D>

Sent: Mán 15. Jan 2007 22:35
af Pandemic
gnarr skrifaði:
beatmaster skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Fótbolti sökkar bara yfir höfuð!
Mynd
=D>
Seconded
Ég styð stafrænar íþróttir enda gerast hlutir í þeim.

Sent: Fim 18. Jan 2007 16:59
af Holy Smoke
ÓmarSmith skrifaði:allir sölumenn sem ég hef talað við
Þar liggur hundurinn grafinn... :wink:

Því er nú miður og verr að sölumenn hafa bara alls ekki allir meira en hundsvit á því sem þeir eru að selja. Ef svo væri þá væri hægt að fá high-def CRT sjónvörp á Íslandi.

Svona til dæmis þá var ég í sjónvarpskaupum fyrir síðustu jól, og ekki einu sinni sölustjórinn í Sjónvarpsmiðstöðinni vissi hvort SD sjónvörpin í búðinni væru með RGB scart tengjum eða CVBS (composite) scart. Almenna reglan er sú að sjónvörp með tveimur scart tengjum séu með eitt af hvoru, á meðan þau með einungis eitt séu þá með RGB scart. Allir sölumenn sem ég spurði komu af fjöllum þegar þeir heyrðu spurninguna, og sölustjórinn sjálfur gaf rangt svar... En eins og ég komst seinna að, þá er meira að segja 13" sjónvarpið frá 1991 í eldhúsinu hjá mömmu með RGB scart.

Ekki svo að segja að ég sé eitthvað að dissa þessa sölumenn... maður býst ekkert við að þeir séu alvitrir. Pointið er bara að sölumenn eru oft litlu skárri en meðaljóninn þegar kemur að tæknivörum, og þá sérstaklega í stærri verslunum. Ef þú vilt vita kosti og galla plasma og LCD, þá spyrðu ekki sölumann sem tók bara djobbið því hann vantaði vinnu.

Ég er alla vega ennþá á því að plasma gefi betri mynd, óháð upplausn, ósköp einfaldlega vegna þess að LCD byggir á því að beina ljósi gegnum filmu. Besti sölumaður í heimi getur ekki látið Aliens líta vel út á LCD skjá.

Sent: Fim 18. Jan 2007 21:06
af ÓmarSmith
Fletch : viltu kommenta á þetta


;)

Ég horfði um daginn á Pirates of the carribean á LCD tækinu mínu í HD upplausn 720p og jesús ..

flottasta og skýrasta mynd sem ég hef séð á tæki um ævina ( nota bene þá er ég ekki með high end LCD heldur Mainstream tæki )

Sama mynd í LCD tæki með nýrri tækni og t.d Pixel plus 3 og fleiri sharpening fídussum væri auðvitað þvílík öskrandi.


bottomline.. Einu plasma tækin sem mér finnst standa uppúr eða komast nær LCD eru svo margfalt dýrari að það kaupir þau enginn. Þú verður að vera með góða skerpu og amk 1024 upplausn í plasma... lágmark þetta til að það sé eitthvað varið í það .

amk hef ég ekki enn séð annað í þeim.

mátt þá endilega benda á þessi plasma tæki sem þú ert svo stoltur af.

Sent: Fim 18. Jan 2007 22:45
af Pandemic
ÓmarSmith ef þú myndir hunskast til að skoða verðmuninn á þessum tækjum myndiru eflaust sjá að Plasma og LCD tæki eru á mjög svipuðu verðbili.
Brand Model nr Verð Plasma/LCD Tommur Aukalega
Philips 42PF9641D 379990 LCD 42 PP2
Philips 42PF9631D 299.990 Plasma 42 PP2
Philips 50PF9631D 349990 Plasma 50 PP2
Philips 42PF9831D 499990 LCD 42 PP3
United PS42D8 99990 Plasma 42 Ódýrasta tækið
United LTV42W63 159990 LCD 42 Ódýrasta tækið
tekið af sm.is

Sent: Fim 18. Jan 2007 23:00
af Xyron
w línan hjá sony var valinn bestu tækinn af what hifi, sem er eitt það virtasta græjutímarit um sjónvörp og græur, þar að segja í 26-32 tommu sjónvörpum

man að panasonic eru með 42 tommuna, það var 600p ef ég man rétt..
alveg rosalaega skýr mynd í því, sérstaklega litirnir!

og þá eru þeir náttúrulega að tala um overall.. ekki high end tæki sem kosta morðfjár

Sent: Fös 19. Jan 2007 10:16
af ÓmarSmith
Já þetta er rosalega svipað verðbil.. ha ha ha

Philips 50PF9631D 349990 Plasma 50 PP2
Philips 42PF9831D 499990 LCD 42 PP3


Ekki nema 150.000 kall.

Sent: Fös 19. Jan 2007 16:29
af Pandemic
Sýnist þarna þú vera að borga 150k meira fyrir LCD sem er minna en reyndar með PP3 sem er mér persónulega finnst hræðilega óþæginlegt að vera með(er þannig á CRT sjónvarpi sem bróðir minn á), Troy lítur bara asnalega út i því.

Sent: Fös 19. Jan 2007 22:45
af ÓmarSmith
Er til CRT með PP3 ?

Ég hef séð PP á CRT en ekkert meira en það.


anyways, þá skulum við ekki gera þetta að leiðindarþræði ;)

Menn kaupa bara það sem þeim líkar betur við. sumir fílar LCD aðrir Plasma.

Annars þá var HD-DVD spilari að lenda í Elko Skeifunni. SICK gæði.

Kíkið á það við tækifæri ( Og berið saman Plasma og LCD í leiðinni )

Sent: Fös 19. Jan 2007 22:53
af SolidFeather
Líka til hjá EF, veit ekki hvort að hann sé tengdur í búðinni, en ef hann er það er hann líklegast betur settur upp :wink:

Sent: Fös 19. Jan 2007 22:56
af GuðjónR
Það er bara ekki hægt að gera upp á milli...
Viltu Bens eða Bens...?