Síða 2 af 2

Sent: Lau 20. Maí 2006 01:47
af arnarj
MezzUp skrifaði:
arnarj skrifaði:...fáir skjá með dauðum pixelum afgreiddan nýjan úr búð og þú getur ekki skilað þeim ef svo er.
Ahh, nú tekurðu heldur djúpt í árinni. Ég veit að eitthverjar íslenskar búðir eru með zero-dead-pixel-warranty dæmi í gangi.
ef svo er þá er það eitthvað nýtt sem ég hef greinilega ekki heyrt um, geturðu nefnt einhver dæmi?

Sent: Lau 20. Maí 2006 02:02
af Pandemic
Samkvæmt íslenskum lögum myndi ég halda það að ef það er dauður pixel þá ættiru að fá viðgerð eða nýja vöru. Varan er gölluð og það er ekkert sem búðin ræður hvort hún vill bæta eða ekki hún verður að bæta gallaða vöru.

Sent: Lau 20. Maí 2006 13:13
af TechHead
Ég mæli sterklega með Dell 2005fpw 20" WS

Pantaði svona skjá í vor og fékk hann hingað kominn á 42þúsund

Pantaði hann héðan http://compudirect.com/start_home.htm
hann er á einhverja 380 USD hjá þeim núna.

Svo pantaði ég svokallað Pretesting hjá þeim áður en þeir "shippa" skjáinn. Þá prófa þeir hann fyrir dauðum pixlum og backlight vandamáli.

Fékk skjáinn og var 120% sáttur þar sem það var ekki einn dauður pixell, Yndislegur panell í skjánum og já bara besti Widescreen skjár sem ég hef unnið við.... fyrir utan Apple 30" Cinema :lol:

Sent: Lau 20. Maí 2006 13:23
af audiophile
Harvest skrifaði:ohhh...ég hélt að þetta væri wide út af hárri upplausn
Nei, 1600x1200 er ekki widescreen, það er standard 4:3 upplausn, bara hærri.

Til að vera Widescreen þyrfti að vera meiri munur á hæð og breidd í upplausninni. 1680 x 1050 er meir widescreen upplausn.

Sent: Lau 20. Maí 2006 19:05
af SolidFeather
arnarj skrifaði:ef svo er þá er það eitthvað nýtt sem ég hef greinilega ekki heyrt um, geturðu nefnt einhver dæmi?
Ég var með einn dauðan punkt og fékk nýjan 2405FPW hjá EJS