Síða 2 af 4
Sent: Mið 01. Mar 2006 16:01
af The_Artist
JReykdal skrifaði:Rusty skrifaði:emmi skrifaði:Málið með P2P er að Hive er með QoS í gangi sem þýðir að allt svona P2P download fer neðst í röð hvað varðar priority. Varðandi Hive úti á landi, þá eru þeir að hringja útum allt og bjóða fólki að tengjast sér. Fólk er í raun og veru að tengjast inná ADSL kerfi Símans.

Yeah. Eiginlega það versta við Hive er að þetta fari í gegnum kerfi Símans. Eiginlega Síminn sem er oft krimminn á bakvið þetta.
Síminn krimminn því Hive tímir ekki að borga infrastrúktúr fyrir þessa kúnna?
Ríkið byggði upp "infrastrúktúr" fyrir þessa kúnna, sem fylgdi síðan bara með sem bónus í einkavinavæðingunni.
Hollt og gott samkeppnisumhverfi, ekki satt?
Og ég vill en og aftur minna á að án Hive væri ekkert "ótakmarkað" erlent niðurhal hjá shitnet og ogvodafuck

Sent: Mið 01. Mar 2006 16:32
af JReykdal
Og ertu að kenna Símanum um það hvernig ríkið ákvað að selja hann?
Sent: Mið 01. Mar 2006 18:31
af The_Artist
Nei ég er að kenna símanum um að 12 MB Hive tengingin mín er töppuð um helming

Sent: Mið 01. Mar 2006 22:57
af natti
The_Artist skrifaði:
Ríkið byggði upp "infrastrúktúr" fyrir þessa kúnna, sem fylgdi síðan bara með sem bónus í einkavinavæðingunni.
Hollt og gott samkeppnisumhverfi, ekki satt?
Jáhá... Síminn ("ríkið" ?) notaði s.s. peningana sem það fékk frá viðskiptavinum sem voru þegar í viðskiptum við Símann til þess að byggja upp adsl kerfi. Og gerði það líka svo gæfusamlega vel að Síminn var að skila hagnaði til ríkisins (fyrir sölu) og var á sama tíma í forustu að bjóða upp á háhraða internettengingar hérlendis.
Sé ekki alveg vandamálið við þetta.
The_Artist skrifaði:
Nei ég er að kenna símanum um að 12 MB Hive tengingin mín er töppuð um helming
Svo ég endurtaki JR, hvernig má það vera að það sé Símanum að kenna að HIVE finnist þú vera svo óáhugaverður kúnni að þeir tíma ekki að eyða pening í infrastrúktur þannig að þú og þínir nágrannar geti fengið þann hraða sem HIVE er að bjóða upp á.
Sent: Fim 02. Mar 2006 08:36
af Gestir
Elska þessa biturleika væl alltaf í fólki.
Hive drulla á sig og þá er það alltaf Símanum að kenna, og menn geta aldrei bakkað það fullkomlega upp með einum eða neinum hætti. Menn virðast bara vera að tala sjálfa sig í kaf með bulli.
Spurning um að vita um hva málið snýst áður en menn byrja að væla
En eitt enn. Jú, vissulega kom
ótakmarkað niðurhal með í kjölfar HIVE sem er gott og blessað handa okkur neytendanum en það væri gaman að sýna þér tölfræði á notendum sem eru virkilega að notfæra sér þetta, sem og 6MB + hraða.
Treystu mér, það er örugglega 60% minna en þú áttir von á
Sent: Fim 02. Mar 2006 10:32
af CendenZ
GuðjónR skrifaði:emmi skrifaði:Málið með P2P er að Hive er með QoS í gangi sem þýðir að allt svona P2P download fer neðst í röð hvað varðar priority.
Fyrr má nú rota en dauðrota, fólk er að dl P2P með 5-15kbs í staðin fyrir 600-1000.
Svo þykjast þeir ætla að laga þetta um miðjan mars hehehehe.
Þeir eiga eftir að tapa mörgum viðskiptavinum út á þetta. Hver tapaður kúnni er 72k á ári.
Hvernig færðu 72.000 kr út ?
Þegar fyrirtæki tapa kúnna er líka tekið með í spilinn rekstur auglýsinga, laun sölumanna, tækjabúnaðurinn, og allt ferlið sem er í kringum nýjan viðskiptavin.
þannig 72 er total bs hjá þér, hver tapaður kúnni er virði mikið meira en 72.000 kr.
Sent: Fös 03. Mar 2006 08:32
af nu11
Svakalega er nú aumkunarvert að heyra í sumum ykkar, þá sérstaklega Símnet notendum sem rífa Hive í sig fyrir eitthvað tímabundið vesen sem kom og fór.
Ég var kúnni hjá Símnet alveg frá því að ADSL kom fyrst á markað og þar til Hive var stofnað, og Símnet dagarnir mínir áttu alveg sinn skerf af ömurlegum bilunum og vanstillingum. (Mér dettur t.d. í hug sorglega vesenið þar sem mörgum Símnet adsl dhcp notendum var hennt á sömu IP (*.254) -- gerði hálft netið meira og minna ónothæft og/eða hægt í fleiri vikur.)
Við þessa Símnet pjakka segi ég nú bara vonandi njótiði þess að díla ennþá við apparatið sem mjólkaði ykkur eins og fífl fyrir ekki svo löngu síðan. Það er Hive og notendum Hive að þakka að þið getið browsað án þess að hugsa um niðurhal.
Sent: Fös 03. Mar 2006 09:50
af Gestir
Ég kvóta aftur, í sjálfan mig
" En eitt enn. Jú, vissulega kom ótakmarkað niðurhal með í kjölfar HIVE sem er gott og blessað handa okkur neytendanum en það væri gaman að sýna þér tölfræði á notendum sem eru virkilega að notfæra sér þetta, sem og 6MB + hraða.
Treystu mér, það er örugglega 60% minna en þú áttir von á "
Þó að nokkur ungmenni kjósi að DL Torrent like hell og "Browsa" þá skiptir það ekki máli að ótakmarkað niðurhal er eitthvað sem örfá prósent eru að notfæra sér sem eru með ADSL á Íslandi.
Jú, það er fínt að hafa þetta í boði en þarftu endilega að hafa þetta. Ég persónulega gat ekki beðið eftir þvi að komast í 6mb tengingu og ótakmarkað niðurhal en eftir sirka 1.5 mánuð þá áttaði ég mig á því að t.d þessi hraði var eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera og í raun fæstir hafa ( nema. jei vá DL demo af huga á 800kb/s ) Frábært, en þegar uppi er staðið þá þarf maður ekkert að nota þennan ýkta hraða sem allir kölluðu eftir og þetta ótakmarkaða niðurhal var eitthvað sem allir vildu en fæstir nýta sér.
Þetta er einföld staðreynd.
Vissulega var þó flott að fá Hive inn á markaðinn til að koma til móts við ákveðnar væntingar hjá ákveðnum markaðshópi og í kjölfarið breyttist ADSL verðskrá allra ISP á landinu, sem er jú gott fyrir Neytendur.
Jæja. Föstudagsröflið að baki.. Góða helgi þið allir

Sent: Fös 03. Mar 2006 12:03
af Daz
Vil bara benda á að með töpuðum niðurhalshraða hjá P2P mönnum hefur komið gríðarlega aukinn hraði hjá þeim sem spila netleiki (eða þ.e.a.s latency). Ég fór úr 500-1000 ms latency í WoW niður í 100-200 og jafnvel minna.
Þeir tapa kannski einhverjum P2P kúnnum núna en voru alveg eins í hættu að tapa MMO leikja kúnnum áður. (Sem eru líklega mun ódýrari kúnnar í rekstri)
Sent: Fös 03. Mar 2006 12:10
af urban
nu11 skrifaði:Við þessa Símnet pjakka segi ég nú bara vonandi njótiði þess að díla ennþá við apparatið sem mjólkaði ykkur eins og fífl fyrir ekki svo löngu síðan. Það er Hive og notendum Hive að þakka að þið getið browsað án þess að hugsa um niðurhal.
bara svona að benda á það að það var annað netfyrirtæki með þetta í startholunum áður en að hive byrjaði á því að gefa frítt niðurhal
hefðu byrjað 1 - 2 mánuðum seinna hefði hive ekki komið á markaðinn
Sent: Fös 03. Mar 2006 13:11
af GuðjónR
nu11 skrifaði:Svakalega er nú aumkunarvert að heyra í sumum ykkar, þá sérstaklega Símnet notendum sem rífa Hive í sig fyrir eitthvað tímabundið vesen sem kom og fór.
Sem kom og fór? Ég get ekki séð að vandamálið sé leyst. Ég gat DL með hraðanum 600-1000kbs síðan datt það niður í 8-15kbs...og núna segjast þeir vera búnir að laga það og hraðinn er í 25-40kbs...þvílík lagfæring.
Sent: Fös 03. Mar 2006 17:01
af The_Artist
Hef verið bæði hjá símanum, vodafone og Hive (í Reykjavík) og þjónustan og gæðin hjá Hive bera einfaldlega af í mínu tilfelli

og ég er enginn brjálaður niðurhalari, meðal notkun mín erlendis er ca. 1 - 2.5 GB
Ég hugsa mikið um peningana mína og vill geta verið á netinu og notað það eins mikið og ég vill án þess að farast úr áhyggjum um hvort að ég sé búinn með "kvótann" minn

Sent: Fös 03. Mar 2006 17:18
af Pandemic
Mér sýnist bara leikir og torrent vera í ruglinu hjá mér.
Torrentar eru hryllilega sljóir, var að downloada hak5 í gær og það ætlaði að taka allan daginn en hefur yfirleitt tekið svona korter.
Svo má líka benda á það að þegar ég spila COD á erlendum severum fæ ég þetta hryllilega ping og lagg spikes þar sem leikurinn missir allt samband við serverinn í nokkrar sec.
Sent: Lau 04. Mar 2006 23:24
af Rusty
Daz skrifaði:Vil bara benda á að með töpuðum niðurhalshraða hjá P2P mönnum hefur komið gríðarlega aukinn hraði hjá þeim sem spila netleiki (eða þ.e.a.s latency). Ég fór úr 500-1000 ms latency í WoW niður í 100-200 og jafnvel minna.
Þeir tapa kannski einhverjum P2P kúnnum núna en voru alveg eins í hættu að tapa MMO leikja kúnnum áður. (Sem eru líklega mun ódýrari kúnnar í rekstri)
Það hefur komið fram. Málið er að það er ekkert hægt að þjóna einum notendahóp meðan hinn situr í kúaskít.
Sent: Lau 04. Mar 2006 23:32
af Veit Ekki
Hugsið þið nú um allt fólkið sem hefur ekki aðgang af Internetinu og þið viljið fá meiri hraða í að dl. ólöglega efninu ykkar.
Ekki taka þessu illa, bara smá sprell.
Sent: Sun 05. Mar 2006 00:14
af MezzUp
Virðist eiga vel við:

Sent: Sun 05. Mar 2006 00:18
af Veit Ekki
Já, þetta er viðeigandi.

Sent: Sun 05. Mar 2006 16:35
af Daz
Rusty skrifaði:Daz skrifaði:Vil bara benda á að með töpuðum niðurhalshraða hjá P2P mönnum hefur komið gríðarlega aukinn hraði hjá þeim sem spila netleiki (eða þ.e.a.s latency). Ég fór úr 500-1000 ms latency í WoW niður í 100-200 og jafnvel minna.
Þeir tapa kannski einhverjum P2P kúnnum núna en voru alveg eins í hættu að tapa MMO leikja kúnnum áður. (Sem eru líklega mun ódýrari kúnnar í rekstri)
Það hefur komið fram. Málið er að það er ekkert hægt að þjóna einum notendahóp meðan hinn situr í kúaskít.
Alveg rétt hjá þér. Svo þeir ákváðu að þjóna þeim kúnnahóp sem tekur minni bandvídd (eða mér svona dettur það í hug, svona þar sem allir borga fast gjald). Online leikjaspilarar voru í þessum "kúaskít" fyrir breytinguna.
Sent: Sun 05. Mar 2006 22:41
af Vilezhout
Sjálfur hef ég tekið eftir auknum svartíma hjá símanum eftir að þeir byrjuðu að stækka tengingarnar og svo er ég stöðugt að fá einhverja laggkippi í nokkrar sekúndur.
Eftir að hafa verið að verið með adsl hjá símanum í nokkur ár og borgað samviskusamlega alla reikninga og er með alla mína þjónustu í gegnum símann þá er ég að hugsa um að skipta og þekki nokkra sem eru á sama máli.
T.d. eru helstu ástæðurnar fyrir því að ég hef verslað við símann er að þeir bjóða uppá besta svartímann erlendis sem skiptir mig miklu máli vegna fps leikja sem ég spila mikið(of mikið sennilega) og svo þar að auki eiga þeir og reka skjálfta og styðja svo gífurlega við fps leikjasamfélagið með leikjaþjónum,huga,efnisveitum og starfi þeirra sem að þessu koma auk svo lanmóts skjálfta sem er gífurlega skemmtilegt.
Ef síminn fer að hætta með þetta þá hætti ég í viðskiptum við þá.
Sent: Mán 06. Mar 2006 02:15
af Blackened
Já.. ég er eins og kom kannski áður fram hjá Skýrr.. og netið hjá mér er bara helvíti gott..
Síðan þegar ég er að vafra heima hjá bróðir mínum og eða vinum mínum (sem eru hjá Símanum) þá verð ég var við þessa "Lagg kippi"
það er eins og netið hætti að responda í nokkrar sek stundum.. sem mér finnst hundlélegt..
Ég mæli allavega með Skýrr á akureyri (fyrrum Skrín)
Þegar að þeir eru búnir að opna fyrir mann portin sem maður þarf að hafa opin (í eldveggnum sem er niðurfrá hjá þeim btw) þá er þetta helvíti gott
6mbit tenging með --Fríu-- niðurhali og engin svona "40gíg" takmörkun eða neitt þannig
Og síðan eru þeir tíkalli ódýrari en síminn á mánuði með samskonar pakka

Sent: Mán 06. Mar 2006 21:08
af appel
Þetta er engin barátta milli p2p-notenda og leikjaspilara, það er ekkert annaðhvort. Sjálfur er ég bæði p2p-notandi og leikjaspilari, og ég er hjá Hive. Ég er var mjög ánægður með að vera fá góðan hraða á BitTorrent, og ég var alveg sáttur við pingið mitt á erlendum serverum (um 100-200).
Núna er hinsvegar pingið mitt komið niður í um 60-70 á aðallega breskum og n-evrópskum serverum, en er nokkurnveginn óbreytt á öðrum, s.s. amerískum.
DL hraði minn hefur hrapað niður í um 20kb/s, frá því að vera (á einum heilsusamlegum torrent) um 100-400 kb/sec. Semsagt, ég er um 4-5 klst að sækja um 350mb af efni, í stað um innan 1 klst.
Ég er ekkert að leitast eftir því að nauðga tengingunni minni, downloada yfir hundrað GB á mánuði eða þvíumlíkt, heldur er notkun mín mjög lág. Samt líði ég fyrir þessar breytingar.
Sent: Fim 09. Mar 2006 10:48
af emmi
Úps, apple. Mér sýnist þú þá vera í vandræðum ef þú sækir yfir 100g á mánuði. Hive var að breyta skilmálunum sínum.
8.1 – Óhóflegt niðurhal á erlendu gagnamagni. Ef erlent gagnamagn fer yfir sem svarar 60 GB á 30 dögum að jafnaði, áskilur IPF sér rétt til að gera viðeigandi ráðstafanir svo slík notkun skerði ekki gæði þjónustu til annarra viðskiptavina.
Sent: Fim 09. Mar 2006 11:45
af DoRi-
Blackened skrifaði:6mbit tenging með --Fríu-- niðurhali og engin svona "40gíg" takmörkun eða neitt þannig
E´g hef dl 118GB utanlands og fékk kvörtun frá Símanum
Bc3 dlaði 150GB utanlands og fékk enga kvörtun
ætla að bæta metið

Sent: Fim 09. Mar 2006 13:22
af CendenZ
porn porn porn porn.
Sent: Fim 09. Mar 2006 14:57
af GuðjónR
emmi skrifaði: Hive var að breyta skilmálunum sínum.

.
Mér finnst það ekki heiðarlegt að breyta skilmálum svon einhliða, því þegar maður tengist þá er gerður 12 mánaðar samingur á örðum forsendum.
Ég hef ekki mikið álit á þessu fyrirtæki, og spái því að þetta verði þeim ekki til framdráttar.