Síða 10 af 12

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 00:47
af intenz
Hvenær munu koma svona "self destruct" takkar á harða diska

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 00:50
af Páll
Gunnniii minn, ég ýtti á takkann sem var aftan á harðadisknum hjá þér....*óvart*

:-({|=

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 00:54
af Gunnar
Páll skrifaði:Gunnniii minn, ég ýtti á takkann sem var aftan á harðadisknum hjá þér....*óvart*

:-({|=
segðu, kannski smá galli við hugmyndina. líka hægt að hafa virkilega lítinn takka sem ýtist til hliðar.
þetta er samt auðveldasta hugmyndin. víra 1 vír í strauminn inn í aflgjafann og í takka og frá takkanum í 12V á sata power.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 00:56
af AntiTrust
Gunnar skrifaði:held að besta hugmyndin væri að víra á takka svo að maður gæti hleypt inn 12V á 5V vírinn eða hærra. 230V á 12V vírinn. þannig steikist prentplatan og diskurinn verður ónothæfur. svo væri 1 takk aftaná sem maður myndi ýta á og BAMM.
Ef prentplatan er það eina sem skemmist þá er einfaldlega hægt að skipta um hana með nákvæmlega eins plötu og 90% líkur á að diskurinn virki eðlilega.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 03:31
af Glazier
Þetta er nú meiri djöfulsins steypan ef þetta er satt.. #-o

http://www.dv.is/frettir/2010/12/12/ott ... hringingu/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 03:48
af TheVikingmen
urban skrifaði:
TheVikingmen skrifaði:
urban skrifaði:
TheVikingmen skrifaði:
rapport skrifaði:Ég leyfi löggunni alltaf að fara í vasann, segi henni að fara dýpra í vasann og svo míg ég á mig og kæri þá fyrir að hafa togað í "peckerinn"... SATT!
Hahaha, en maður á alltaf að segja NEI
afhverju ?
ef að þú ert saklaus og hefur ekkert gert að þér þá afhverju að vera á móti löggunni ?
ef að þú ert sekur, well sucks to be you en þeir sleppa þér líklegast ekkert.
Bara tímaeyðsla, maður nennir ekkert að vera endalaust hjá löggunni.
Þú hefur rétt til að segja NEI svo hví ekki að nota það.
Annars ef þú hefur allann tímann í heiminum og villt fokka í löggunni, vertu þá lengi að svara :P
það sem að ég var semsagt að meina með fyrra svari mínu
afhverju að vera að fokka í löggunni ?
og afhverju ekki bara að segja já ?

furðulegt hversu margir lenda í böggi hjá lögreglunni, vilja meina að þeir hafi verið beittir ofbeldi og annað.
það sem að allir þessir aðilar eiga sameiginlegt er að vera með þetta sama viðhorf og þú.

allt í lagi að fokka aðeins í löggunni.
ég hef allavega 2 sinnum sloppið við sektir vegna þess að ég var bara alminnilegur við lögguna.

aftur á móti félagi minn sem að einmitt getur ekki verið alminnilegur við þá, hefur verið stoppaður fyrir að tala í símann undir stýri og fengið helling af sektum við það.
endaði á því að fá sekt fyrir símann, filmur í rúðum, kastaranotkun og annað eins.

ég var á rúntinum á sama tíma á sama stað með filmaðann bíl og kastara í gangi.
var stoppaður einu sinni og beðinn um að slökkva á kösturunum, engin sekt, bara vegna þess að ég var alminnilegur.

semsagt...
afhverju að vera með bögg við lögregluna ?
Það er nokkuð til í þessu, enn ég er að meina löggur eins og þessar sem "réðust" inn á heimili hjá 16 ára strák án forráðamanns og tóku hann og allt, það er bara bull.
En annars á maður að líta á lögguna "sjálfan sig" (komdu fram við hann eins og þú villt að hann komi fram við þig)
En þetta með húsleitirnar eru fyrir neðan allar hillur, reyna að hræða 16 ára strák og hann fékk ekki Lögfræðing sem á að gera samkvæmt lögum, þetta er bara löggunni til skammar!

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 09:06
af rapport
TheVikingmen skrifaði:allt í lagi að fokka aðeins í löggunni.
ég hef allavega 2 sinnum sloppið við sektir vegna þess að ég var bara alminnilegur við lögguna.!
Aftur, þeir eru ekki dómsvaldið og ættu að einbeita sér að sinni vinnu...

Ég hef aldrei sloppið, þetta er hrein og klár mismunun af hendi lögreglunar, samt er ég alltaf nice.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 09:30
af GullMoli
rapport skrifaði:
TheVikingmen skrifaði:allt í lagi að fokka aðeins í löggunni.
ég hef allavega 2 sinnum sloppið við sektir vegna þess að ég var bara alminnilegur við lögguna.!
Aftur, þeir eru ekki dómsvaldið og ættu að einbeita sér að sinni vinnu...

Ég hef aldrei sloppið, þetta er hrein og klár mismunun af hendi lögreglunar, samt er ég alltaf nice.
Ég held það fari nú að miklu leiti eftir grófleika brotanna.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 12:50
af GuðjónR
Svo virðist sem lögreglan hafi vaðið inn á heimili og tekið tölvu án húsleitarheimildar.
Búið að kæra lögregluna.


http://www.dv.is/frettir/2010/12/10/kae ... on-hennar/" onclick="window.open(this.href);return false;

Rosalega finnst manni þetta skrítin vinnubrögð í ljósi þess að ~300 manns settu þjóðina á hausinn og komast upp með það.
Til hvers að fá nýja stjórnarskrá þegar ekkert er farið eftir þeirri gömlu.
Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögunum?

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 13:51
af intenz
...

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 14:09
af natti
GuðjónR skrifaði:Svo virðist sem lögreglan hafi vaðið inn á heimili og tekið tölvu án húsleitarheimildar.
Búið að kæra lögregluna.


http://www.dv.is/frettir/2010/12/10/kae ... on-hennar/" onclick="window.open(this.href);return false;

Rosalega finnst manni þetta skrítin vinnubrögð í ljósi þess að ~300 manns settu þjóðina á hausinn og komast upp með það.
Til hvers að fá nýja stjórnarskrá þegar ekkert er farið eftir þeirri gömlu.
Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögunum?
Þetta er nú farið að verða pínu þreytt að bera saman rannsókn á öllu fjármáladótinu við allan andskotann.
Hvort að hópur fjárglæframanna og glæpapólitíkusa fái að komast upp með allt kemur vinnubrögðum einstaka lögregluþjóna ekkert við.
Og ég á oft erfitt með að skilja þennan svakalega pirring og óvirðingu í garð lögreglunnar sem að í langflestum tilfellum reynir að vinna vinnuna sína eins vel og þeir geta miðað við aðstæður.
Það er ekki meirihluti lögreglumanna sem fara fram með svona offorsi, þó að DV reyni stundum að halda öðru fram með æsifréttamennsku sinni.
Auðvitað á þessi fjölskylda að kæra þetta. Réttast væri að Ríkislögreglustjóri myndi rannsaka og leggja fram kæru á þessum lögreglumönnum fyrir brot í starfi. (Ríkislögreglustjóri hefur öðru hvoru sýnt mjög gott fordæmi hvað þetta varðar, og kært lögreglumenn sem fara út fyrir sitt valdasvið.)
Lögreglan er alls ekki hafin yfir gagnrýni, og þessvegna ætti að taka hart á svona atvikum til að koma því skýrt til skila til lögreglumanna að svona sé ekki liðið.

En svona viðhorf að það sé "allt í lagi að fokka í löreglunni" er fáránlegt. (Og eflaust ekki skemmtilegt að mæta til vinnu vitandi að stór hópur fólks hugsar svona til þín.)
Sá hópur fólks sem hugsar svona er örugglega sami hópurinn og finnst í fínu lagi að hella sér yfir starfsfólk í verslunum vegna verðlags eða annarra hluta sem að kemur afgreiðslumanninum/konunni ekkert við. Eða sami hópur og hótar stöðumælarvörðum líkamsmeiðingum eða þaðan af verra afþví að viðkomandi gat ekki drullast til að borga í stöðumæli.

Ég fagnaði því þegar lögreglumenn voru kærðir fyrir að nota piparúða þegar þeir þurftu þess ekki.
Ég fagnaði því þegar lögreglumenn voru kærðir fyrir að keyra niður ökumann og farþega á mótorhjóli byggða á 0.5 sec magatilfinningu að þetta væri örugglega sama fólk og hafði stundað hraðakstur fyrr um daginn.
Á sama tíma fagna ég því að fólk sem er með það hugafar að það sé "allt í lagi að fokka í lögreglunni" verði skellt niður í malbikið andlitið fyrst.

Þetta snýst um forgangsröðun stjórnvalda. Lögregluembættin voru fjársvelt fyrir "góðærið". Voru svo áfram mestmegnis fjársvelt í "góðærinu". Og var svo fyrsta stofnunin sem átti að skera niður eftir að "góðærinu" lauk.
Ef það væri nú hægt að borga þessari stétt mannsæmandi laun og ekki keyra þá áfram á 150% álagi, þá væri kannski hægt að velja úr meira af góðu fólki til að vinna þarna í staðinn fyrir þessu fáeinu skemmdu epli sem skyggja á alla hina.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 14:26
af Moldvarpan
Afþví að lögreglan á ekki inni neina kurteisi hjá mér, þeir hafa málað það upp á sig sjálfir. Lögreglumenn ljúga eins og aðrir, þeim er ekki treystandi.
Ef þú talar við lögfræðing þá segir hann þér það sama, lögreglunni er ekki treystandi.

Ég hef reynt báðar leiðirnar, verða kurteis og láta svo þá heyra í mér. Oftar en ekki er betra að láta heyra í sér.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 15:07
af coldcut
Moldvarpan skrifaði:Afþví að lögreglan á ekki inni neina kurteisi hjá mér, þeir hafa málað það upp á sig sjálfir. Lögreglumenn ljúga eins og aðrir, þeim er ekki treystandi.
Ef þú talar við lögfræðing þá segir hann þér það sama, lögreglunni er ekki treystandi.

Ég hef reynt báðar leiðirnar, verða kurteis og láta svo þá heyra í mér. Oftar en ekki er betra að láta heyra í sér.
...og lögfræðingum er alltaf treystandi! [-(

Svona svipað og þegar einhver segir við þig: "Ekki trúa/treysta neinum!" Trúirðu/treystirðu þá einstaklingnum sem sagði þetta við þig? :-k

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 15:10
af icup
Moldvarpan skrifaði:Afþví að lögreglan á ekki inni neina kurteisi hjá mér, þeir hafa málað það upp á sig sjálfir. Lögreglumenn ljúga eins og aðrir, þeim er ekki treystandi.
Ef þú talar við lögfræðing þá segir hann þér það sama, lögreglunni er ekki treystandi.

Ég hef reynt báðar leiðirnar, verða kurteis og láta svo þá heyra í mér. Oftar en ekki er betra að láta heyra í sér.
Rétt er það. Ef þú ert asshole við fólkið sem getur tekið pening af þér löglega og það hefur einga ástæðu til að gera neitt gott fyrir þig þá hjálpar það þér. Ég geri hið sama við sjálfboðaliða sem hjálpa fötluðum frænda mínum.
Þú getur verið asshole við alla sem þú villt en það mun bíta þig í rassinn á endanum.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 16:54
af rapport
GullMoli skrifaði:
rapport skrifaði:
TheVikingmen skrifaði:allt í lagi að fokka aðeins í löggunni.
ég hef allavega 2 sinnum sloppið við sektir vegna þess að ég var bara alminnilegur við lögguna.!
Aftur, þeir eru ekki dómsvaldið og ættu að einbeita sér að sinni vinnu...

Ég hef aldrei sloppið, þetta er hrein og klár mismunun af hendi lögreglunar, samt er ég alltaf nice.
Ég held það fari nú að miklu leiti eftir grófleika brotanna.
lol - lætur mig hljóma eins og einhvern svaka krimma...

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 19:30
af Gunnar
AntiTrust skrifaði:
Gunnar skrifaði:held að besta hugmyndin væri að víra á takka svo að maður gæti hleypt inn 12V á 5V vírinn eða hærra. 230V á 12V vírinn. þannig steikist prentplatan og diskurinn verður ónothæfur. svo væri 1 takk aftaná sem maður myndi ýta á og BAMM.
Ef prentplatan er það eina sem skemmist þá er einfaldlega hægt að skipta um hana með nákvæmlega eins plötu og 90% líkur á að diskurinn virki eðlilega.
og heldurðu að löggan fari úti það vesen? :-"

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 19:32
af Gúrú
Gunnar skrifaði:og heldurðu að löggan fari úti það vesen? :-"
Ætla rétt að vona að tæknideild lögreglu sé að minnsta kosti svo hæf.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 19:47
af AntiTrust
Gunnar skrifaði: og heldurðu að löggan fari úti það vesen? :-"
Voðalega er þetta kjánalegt svar. Afhverju ætti tæknideild ríkislögreglustjóra ekki að fara út í "sama vesen" og flest tölvuverkstæði á landinu?

Ég þekki mann sem tekur að sér verkefni fyrir lögregluna og hann er líklega sé klárasti þegar kemur að gagnabjörgun sem ég hef kynnst, fór m.a. út til þýskalands og lærði gagnabjörgun sérstaklega.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 19:53
af Gunnar
AntiTrust skrifaði:
Gunnar skrifaði: og heldurðu að löggan fari úti það vesen? :-"
Voðalega er þetta kjánalegt svar. Afhverju ætti tæknideild ríkislögreglustjóra ekki að fara út í "sama vesen" og flest tölvuverkstæði á landinu?

Ég þekki mann sem tekur að sér verkefni fyrir lögregluna og hann er líklega sé klárasti þegar kemur að gagnabjörgun sem ég hef kynnst, fór m.a. út til þýskalands og lærði gagnabjörgun sérstaklega.
Fyrirgefðu fáfræði mína. Ekki vissi ég að lögreglan myndi gera þetta útaf t.d. 250GB af kvikmyndum. :-k
Ekkert kjánalegt við svarið. Aðeins fáfræði.
myndi skilja ef þetta væri 500GB af barnaklámi t.d. samt.

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 20:03
af Dazy crazy
Gunnar skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
Gunnar skrifaði: og heldurðu að löggan fari úti það vesen? :-"
Voðalega er þetta kjánalegt svar. Afhverju ætti tæknideild ríkislögreglustjóra ekki að fara út í "sama vesen" og flest tölvuverkstæði á landinu?

Ég þekki mann sem tekur að sér verkefni fyrir lögregluna og hann er líklega sé klárasti þegar kemur að gagnabjörgun sem ég hef kynnst, fór m.a. út til þýskalands og lærði gagnabjörgun sérstaklega.
Fyrirgefðu fáfræði mína. Ekki vissi ég að lögreglan myndi gera þetta útaf t.d. 250GB af kvikmyndum. :-k
Ekkert kjánalegt við svarið. Aðeins fáfræði.
myndi skilja ef þetta væri 500GB af barnaklámi t.d. samt.
en ekki ef það væri 4 megabyte af barnaklámi?
eða kannski 4 megabyte á 500 gígabæta diski, hvernig á lögreglan að vita hvað er mikið af ólöglegu efni á disknum án þess að gera þetta?

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 20:07
af Gúrú
Gunnar skrifaði:Fyrirgefðu fáfræði mína. Ekki vissi ég að lögreglan myndi gera þetta útaf t.d. 250GB af kvikmyndum. :-k
Ekkert kjánalegt við svarið. Aðeins fáfræði.
myndi skilja ef þetta væri 500GB af barnaklámi t.d. samt.
Uuuu allt pointið er að finna út hvað er á disknum vegna þess að þú veist það ekki fyrirfram ;)

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mán 13. Des 2010 20:16
af Gunnar
ok greinilega bara best að encripta diskinn :lol:

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mið 22. Des 2010 14:55
af Ripparinn
Breaking news: Lögfræðingar Smáís eru fávitar.. :)

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mið 22. Des 2010 15:01
af AntiTrust
Ripparinn skrifaði:Breaking news: Lögfræðingar Smáís eru fávitar.. :)
Heihei, ekkert tease. Sharing is caring! Hvað er um að vera?

Re: húsleit vegna "ólöglegs" niðurhals

Sent: Mið 22. Des 2010 15:07
af Ripparinn
Get ekki verið að segja of mikið, hver veit hvort Pressan myndi líkja þessu á við kjarnorkuárás eins og hún gerði nánast seinast.
En allavega er komið á hreint að "aðal" tölvur voru gerðar upptækar og þær verða ekki afhendar.