Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?
Sent: Sun 22. Feb 2009 05:58
Gúrú skrifaði:Og að hátt vaktara bendi ég þér á breyta takkann.
Þakka fyrir ábendinguna.
Vil þá endilega bæta því við að ég á auðvelt með að sanna þetta - hef bara ekki áhyggjur af því að ég þurfi þess.
Annars ef einhver starfsmaður TAL er á borðinu sem tekur þetta nærri sér þá þætti mér fínt að fá að vita hvernig ég get fengið launaseðlana mína senda til mín. Fleira kemur hvorki mér, né öðrum við.
En viljir þú sönnun þá ferðu bara til TAL og spyrð þá, - flóknara virðist það ekki vera, er það?
Varist samt að slíta orð mín úr samhengi, því þrátt fyrir að það sé einn svartur sauður í fyrirtækjum getur hjörðin verið hvít og falleg.
Það eina slæma sem ég get í raun sagt um TAL er það að þeir voru með ungan dreng í vinnu við að selja fólki áskriftir að internetinu og gsm. Sá drengur var ekki starfi sínu vaxinn en komst í gegnum það, þrátt fyrir að viðskiptavinir hefðu kvartað. Ég veit að TAL tók á því máli en ég var líka hættur þegar ég átti að fara að bjóða fólki áskrift að heimasíma líka - því ég þekkti það ekki.
Síðar komst ég að, að fleiri sem voru hættir (einn flutti yfir til Nova) hjá TAL (enda bara leiðinleg úthringivinna, í margra augum) að vinna fyrir lítinn dreng sem stjórnaði úthringiveri (ekki í Reykjavík), sögðu mér að þessi litli drengur hefði ákveðið að segja fólkinu að við hefðum ekki hætt að sjálfsdáðum heldur hefðum við verið agalega slæmir í okkar starfi og mikið kvartað undan okkur.
Hvort hann breytti nöfnunum áður en hann sagði hinu starfsfólkinu söguna (sem mér finnst ekki ólíklegt, þar sem við þekktumst mjög mörg þarna) þannig að þetta leit betur út fyrir hann, get ég ekki fullyrt.
Ég get hinsvegar fullyrt það að ég starfaði við að bjóða fólki netáskrift og símaáskrift, og mér var sagt að minnsta mál væri að fá starfsmann frá TAL til þess að setja upp router fyrir fólk sem taldi skiptinguna of mikið vesen eða átti ekki router fyrir. Það reyndist ekki rétt, því TAL fékk aðstoð frá "Mömmu" og þurfti fólk að greiða fyrir þá þjónustu aukalega.
Fólk var auðvitað ekki ánægt, en þetta eru orð gegn orði svo ekki taka þessu eins og TAL starfi svona almennt.
Margir vinir mínir eru enn í áskrift við TAL (í gegnum síma) og aðrir í gegnum internet, og þeir hafa enga slæma sögu að segja með þau samskipti.
Ef einhver vill fá frekari rökstuðning, getur hann sent mér einkapóst. Annars er mér illa við að búa til úlvalda úr mýflugu - svona eftir á að hyggja.
Þakka fyrir ábendinguna Gúru.