Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum.
Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu.
Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,,En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari??
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann.
Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn , leit kennarinn á gæjann og sagði:
Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni