Smá update! Var að klára fyrsta rúntinn á þessu ári á M365 Pro hjólin.
Ég vill helst aldrei aftur þurfa að skipta um dekk á þessum hjólum því það er glatað verkefni, ég passa því upp á það að það sé alltaf nóg loft í dekkjunum þar sem það virðist vera besta leiðin til að forðast það að slöngurnar springi.
Vandamálið við það er að framlengingin sem fylgir með hjólinu hleypir oft slatta af lofti úr dekkinu þar sem hún einangrar ekki nægilega milli stúts og ventils, en síðan er líka gripið á endanum ekkert spes þannig það getur verið erfitt að losa stútin af ventlinum.
Rétt áður en ég byrjaði að pumpa í dekkið mundi ég eftir því að ég keypti Xiaomi loftpumpu fyrir nokkrum mánuðum sem ég hafði ekki fengið tækifæri til að prufa. [Link]
Þetta er mesta snilld ég hef keypt, ever. Plögga henni á dekkin, hún segir hvað það er mikill þrýstingur á dekkinu og með einum smelli pumpar hún nákvæmlega þeim þrýsting sem ég vill og ekki 1 pund sleppur þegar ég losa hana af. Það tók um 5-10 sekúndur að fara úr 21 PSI í 45 PSI. Engin þörf á framlengingu, millistykki eða neinu slíku. Virkar líka á bíldekk og bolta (stútur fylgir með).
Ég hef ekki hugmynd um hvað rafhlaðan dugar lengi, hvað hún er lengi að pumpa í bíldekk, bolta o.s.frv. en hún gengur fyrir rafhlöðu, lítil og meðferðarleg - 100% snilld.
chaplin skrifaði:Smá update! Var að klára fyrsta rúntinn á þessu ári á M365 Pro hjólin.
Ég vill helst aldrei aftur þurfa að skipta um dekk á þessum hjólum því það er glatað verkefni, ég passa því upp á það að það sé alltaf nóg loft í dekkjunum þar sem það virðist vera besta leiðin til að forðast það að slöngurnar springi.
Vandamálið við það er að framlengingin sem fylgir með hjólinu hleypir oft slatta af lofti úr dekkinu þar sem hún einangrar ekki nægilega milli stúts og ventils, en síðan er líka gripið á endanum ekkert spes þannig það getur verið erfitt að losa stútin af ventlinum.
Rétt áður en ég byrjaði að pumpa í dekkið mundi ég eftir því að ég keypti Xiaomi loftpumpu fyrir nokkrum mánuðum sem ég hafði ekki fengið tækifæri til að prufa. [Link]
Þetta er mesta snilld ég hef keypt, ever. Plögga henni á dekkin, hún segir hvað það er mikill þrýstingur á dekkinu og með einum smelli pumpar hún nákvæmlega þeim þrýsting sem ég vill og ekki 1 pund sleppur þegar ég losa hana af. Það tók um 5-10 sekúndur að fara úr 21 PSI í 45 PSI. Engin þörf á framlengingu, millistykki eða neinu slíku. Virkar líka á bíldekk og bolta (stútur fylgir með).
Ég hef ekki hugmynd um hvað rafhlaðan dugar lengi, hvað hún er lengi að pumpa í bíldekk, bolta o.s.frv. en hún gengur fyrir rafhlöðu, lítil og meðferðarleg - 100% snilld.
ColdIce skrifaði:Ef einhverjum vantar varahluti utan opnunartíma verslana, þá má alveg senda á mig línu. Hugsa að ég eigi alla varahluti í þetta hjól fyrir utan skjá
Höfðingjalegt af þér! Ég á annars til skjá og heila ef einhver vill reyna að breyta mælaborðinu á non-Pro í Pro.
GuðjónR skrifaði:Fjórar spurningar varðandi þessi hlaupahjól ef þið vitið svörin:
Eru hlaupahjólin skráningaskyld?
Mega yngri en 13 ára ekki nota þau?
Er skylda að nota hjálm?
Eru sektarákvæði við brotum af einhverju ofantöldu?
Létt bifhjól greinast í létt bifhjól í flokki I sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. og létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. Ákvæði laganna um bifhjól eiga einnig við um létt bifhjól nema annað sé tekið fram.
29. Óvarinn vegfarandi: Vegfarandi sem ekki er varinn af yfirbyggingu ökutækis í umferð, svo sem gangandi og hjólandi vegfarandi, þ.m.t. ökumaður og farþegi bifhjóls og torfærutækis.
30. Reiðhjól:
a. Ökutæki sem er knúið áfram með stig- eða sveifarbúnaði.
b. Hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem samfellt hámarksafl er allt að 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.
c. Annað lítið vélknúið ökutæki sem ekki telst til létts bifhjóls og er hannað til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól og tvíhjóla ökutæki á einum öxli. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.
Það virðist vera að ýmis lög hafi verið samþykkt sl. mánuði án þess að mikil hugsun hafi farið í þá vinnu. Besta dæmið er t.d. um sölu á hjólum.
Í dag er ekki greiddur vsk. af rafmagnshjólum sem kosta allt að 400.000 en greiddur er vsk. af upphæð umfram 400.000 kr, (200.000 kr á rafmagnshlaupahjólum) þannig ef hjól er selt á 500.000 kr er greiddur 24% vsk af 100.000 kr. Mjög jákvætt fyrir alla sem vilja rafmagnshjól/hlaupahjól en hefur verið algjör hausverkur fyrir allar verslanir sem eru að selja hjólin þar sem
Skatturinn getur ekki leiðbeint söluaðilum hvernig á að bóka slíka reikninga því ekki skrifaði Skatturinn þessi lög og þeir sem skrifuðu lögin vísa söluaðilum á að tala við Skattinn. Á að búa til 2 vörunúmer fyrir eina vöru? Á að skrifa út tvo reikninga, einn með vsk og hinn án? O.s.frv.
Eina sem ég get sagt þér er að ég myndi aldrei fara á hjól nema að vera með hjálm.
GuðjónR skrifaði:Hefur VSK niðurfellingin í ársbyrjun skilað sér í lægri verðum?
Já. Pro kostaði 99.990 kr fyrir áramót og non-Pro kostaði um 69.990 kr. Nokkrar verslanir voru með tilboð rétt fyrir áramót en almennt þá voru Xiaomu hjólin frá 70-100. Í dag er hægt að fá non-Pro hjólið á 49.990 kr og Pro hjólið á 78.000 kr, verðið á Pro hjólinu fór lægst niður í 69.990 kr en hefur hækkað vegna gjaldeyris.
kunglao skrifaði:hvað kostar svona græja ?
Non-Pro: 49.9-59.990 kr
Pro: 78.-89.990 kr
Hjólavagn: 45.-200.000 kr.
GuðjónR skrifaði:Hefur VSK niðurfellingin í ársbyrjun skilað sér í lægri verðum?
Já. Pro kostaði 99.990 kr fyrir áramót og non-Pro kostaði um 69.990 kr. Nokkrar verslanir voru með tilboð rétt fyrir áramót en almennt þá voru Xiaomu hjólin frá 70-100. Í dag er hægt að fá non-Pro hjólið á 49.990 kr og Pro hjólið á 78.000 kr, verðið á Pro hjólinu fór lægst niður í 69.990 kr en hefur hækkað vegna gjaldeyris.
kunglao skrifaði:hvað kostar svona græja ?
Non-Pro: 49.9-59.990 kr
Pro: 78.-89.990 kr
Hjólavagn: 45.-200.000 kr.
Takk fyrir infóið, hika er sama og tapa.
Var að spá í þessu um helgina en Síminn var að selja PRO týpuna á 64.990.-
chaplin skrifaði:Smá update! Var að klára fyrsta rúntinn á þessu ári á M365 Pro hjólin.
Ég vill helst aldrei aftur þurfa að skipta um dekk á þessum hjólum því það er glatað verkefni, ég passa því upp á það að það sé alltaf nóg loft í dekkjunum þar sem það virðist vera besta leiðin til að forðast það að slöngurnar springi.
Vandamálið við það er að framlengingin sem fylgir með hjólinu hleypir oft slatta af lofti úr dekkinu þar sem hún einangrar ekki nægilega milli stúts og ventils, en síðan er líka gripið á endanum ekkert spes þannig það getur verið erfitt að losa stútin af ventlinum.
Rétt áður en ég byrjaði að pumpa í dekkið mundi ég eftir því að ég keypti Xiaomi loftpumpu fyrir nokkrum mánuðum sem ég hafði ekki fengið tækifæri til að prufa. [Link]
Þetta er mesta snilld ég hef keypt, ever. Plögga henni á dekkin, hún segir hvað það er mikill þrýstingur á dekkinu og með einum smelli pumpar hún nákvæmlega þeim þrýsting sem ég vill og ekki 1 pund sleppur þegar ég losa hana af. Það tók um 5-10 sekúndur að fara úr 21 PSI í 45 PSI. Engin þörf á framlengingu, millistykki eða neinu slíku. Virkar líka á bíldekk og bolta (stútur fylgir með).
Ég hef ekki hugmynd um hvað rafhlaðan dugar lengi, hvað hún er lengi að pumpa í bíldekk, bolta o.s.frv. en hún gengur fyrir rafhlöðu, lítil og meðferðarleg - 100% snilld.
Mii.is eru held ég að vinna í því að flytja inn pumpuna.
GuðjónR skrifaði:
Ekki til, en fer ekki að koma ný týpa nú á nýju ári?
Ah, fannst eins og hún hefði verið til. En það er spurning, mér finnst ekki líklegast það væri þá eitthvað annað en incremental bæting, stærstu ókostirnir við non-Pro hjólið voru ekki á Pro hjólinu mínu en það gæti verið að nýjustu útgáfurnar af non-Pro séu ekki lengur með þá galla.
Besta ráð sem ég get gefið varðandi að skipta um dekk er að setja högg á sexkantana og lyklana sem þið notið til að losa skrúfu, bolta og rær.
T.d. rærnar sem halda dekkjunum, setja lykil utan um rærnar og nota hamar til að berja á lykilinn til að losa rærnar.
Til að losa skrúfna á myndinni er hægt að nota hamar og slá létt á sexkantinn eða gera "snöggan" rykk, annars endur þú líklegast með að strípa hausinn. Þú getur þó reynt að ná henni úr með því að hamra 1mm stærri sexkant í hausinn, ef þú nærð smá gripi þá áttu að geta að losað hana. Ef það gengur ekki þá get ég lánað þér bolt extractor.