Síða 7 af 20

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 19:23
af rapport
@urban

Þakka virkilega flott svar sem er alveg óþolandi að svara því að quote í quote í quote er alveg skelfilegt að lesa.

En, þessari umræðu fylgir engin reiði af minni hálfu eða pirringur, mér finnst enginn hér vera hálfviti.

Ég hef reynt að passa mig á að kalla aðra ekki ómálefnalega í þessari umræðu því að ég veit að ég hef ekki verið það sjálfur.


Þennan frasa elska ég "þegar fíflunum er farið að fjölga í kringum þig er kominn tími til að líta í eigin barm".


Þú virðist upplifa mig æstari eða reiðari eða e-h en ég er.


Ég tók þessar háu tölur 10-50þ. sem dæmi um hvað hefur gengið upp hlutfallslega hjá öðrum þjóðum og kallaði það svo áttunda undur veraldra og setti broskarl með...

En það er eitt í þessu svari sem mér fannst vanta og langar að forvitnast um.


Ef Íslendingar mundu gera allt sem þeir gætu, hvað er þitt kalda mat á að við gætum tekið við mörgum flóttamönnum?



@JohhnyMatrix

Ég var að skrifa mitt svar á sama tíma og urban... ég ætlaði ekki að hundsa það.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 19:31
af urban
rapport skrifaði: Ég skal játa að ég hef ekki rætt þetta mál við geðlækni en ég hef rætt það við fólk sem er starfandi í þessum geira, nokkra lækna, þónokkra hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðing og doktor í sálfræði o.f.l.

Það er svona þegar maður vinnur á LSH, að maður rekst á fólk og ræðir hvað er að gerast í heiminum.

Sumir hafa jafnvel rætt að þetta gæti hleypt lífi í fyrirkomulag farandlækninga á landsbyggðinni sem hefur nánast lagst af.
Þetta kemur ekki til með að gerast og er bara bull, ástæðuna segi ég hérna að neðan.
rapport skrifaði:Ef við færum í hlutfallið 1/250 bara til málamynda þá gætum við bætt við okkur 900 flóttamönnum en ef við förum niður í 1/100 þá eru það 2.900 flóttamenn og ef við gerum eins og Svíar og Þjóðverjar eru að gera, þá getum við bætt við okkur um 7.800.
Ok segjum að við bætum við okkur 7.800 manns.
nú ætla ég ekkert að spá í því hvort að húsnæði sé til staðar eða ekki.
Dreifum þessu jafnt öll byggðarfélög á landinu.

1. janúar bjuggu á íslandi samkvæmt hagstofunni 329.100
1. janúar bjuggu í vestmannaeyjum samkvæmt hagstofunni 4.272
Við eyjamenn erum semsagt rétt tæp 1,3 prósent af íslendingum, sem að þýðir að við fengjum semsagt 100 flóttamenn.


Vilja menn á landsspítalanum virkilega meina að þetta komi til með að hleypa lífi í farandlækningar ?
nei bara svona vegna þess að okkur eyjamönnum hefur fjölgað um 150 á síðustu 5 árum en sjáum engar breytingar samt sem áður í því.
Okkur hefur reyndar fjölgað það hratt að það er mjög erfitt að fá leiguhúsnæði hérna og húsnæðisverð hefur tvöfaldast síðan 2008.
Þannig að ég sé ekki alveg hvar ætti að koma fyrir 100 manns svona upp úr þurru.

En hey, þú segir að það vanti ekki húsnæði, svo þú hlýtur að vita betur.

Hey... eigum við að taka annað svona dæmi.
1. janúar bjuggu á Djúpavogi samkvæmt hagstofunni 422 aðilar sem er þá akkurat 0,13% og fengju þá 10 flóttamenn.

Eru þessi 10 að fara glæða lífi í farandslækningar á íslandi ?
það er nefnilega svolítið furðulegt, þar sem að það bjuggu þarna 477 aðilar í fyrra.
rapport skrifaði:Vil svo ítreka spurninguna, hvaða flöskuhálsar eru það sem valda því að við getum ekki tekið á móti fleiri en 200 til viðbótar?
....
M.v. svör sem t.d. hafa dottið inn öðru hvoru í þessa umræðu þá er það ótti við útlendinga og fordómar sem sem virðst vera hrjá fólk í landinu.
Lestu nú síðasta svarið mitt og þetta, ég tel mig koma þokkalega inn á flöskuhálsana.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 19:39
af urban
rapport skrifaði:@urban

Þakka virkilega flott svar sem er alveg óþolandi að svara því að quote í quote í quote er alveg skelfilegt að lesa.

En, þessari umræðu fylgir engin reiði af minni hálfu eða pirringur, mér finnst enginn hér vera hálfviti.

Ég hef reynt að passa mig á að kalla aðra ekki ómálefnalega í þessari umræðu því að ég veit að ég hef ekki verið það sjálfur.


Þennan frasa elska ég "þegar fíflunum er farið að fjölga í kringum þig er kominn tími til að líta í eigin barm".


Þú virðist upplifa mig æstari eða reiðari eða e-h en ég er.
Nei reyndar alls ekki, ég var að meina þetta að grunn hugsunarhættinum.

Þetta með fjöldann, ég hreinlega veit það ekki, er ekki í aðstöðu til þess að meta það.
En miðað við stöðuna núna þá væri glapræði að mínu mati að taka við meira en 500 manns og ættu þeir að vera töluvert færri að mínu mati einfaldlega vegna þess að grunnviðina vantar fyrir fleiri aðila.
Það er verið að taka við fólki frá stríðshrjáðu svæði, þetta fólk þarf þjónustu t.d. sálfræðinga og bara túlkaþjónusta ein og sér væri á gríðarlega stórum mælikvarða og myndi kosta alveg óhemju fé.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 21:02
af rapport
Þegar það er talað um að það vanti innviði þá þarf að skoða hvaða innviði og hvert umfang vandans er.

Það yrði lítið um akút vandamál, fólk er ekki að koma stórslasað.

Fyrir vikið þá er þetta ekki álag á LSH.

Þær stofnanir / innviðir sem mundi mæða á eru:

- Skólar, að taka á móti öllum börnunum (líklega um helmingur allra sem koma) og allri sérkennslu o.þ.h. sem þarf.
- Félagsþjónusta, atvinnuleyfi, húsnæði, bætur, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónusta.
- Heilsugæsla a.k.a. göngudeildarþjónusta
- Sjúkrahús, bráð veikindi og langvinnir sjúkdómar

Þetta eru þessi grunn innviðir sem þyrfti til.

Ég veit ekki hvað þú þekkir marga flóttamenn eða innflytjendur, ég veit ekki hvaða þjónustu þú heldur að þeir þurfi en mín reynsla er að þeir þurfi ekki mikið, þeir þurfa fyrst og fremst tækifæri.

Það kannski fyldi því smá reynsla að hafa verið 10 ár í Austurbæjarskóla "fjölmenningarskólanum", hver veit. Þetta var þá meiri skóli en maður hélt.

En gamlir bekkjarfélagar, flóttamenn og múslimar hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og mér þykir ofboðslega vænt um hvað þeim gengur vel í lífinu, að Íslenskt samfélag hafi skapað þeim tækifæri til að lifa og vaxa.


En þú fellur í þá gryfju að stilla dæminu upp "þau eða við"... en ekki að það sé hægt að gera bæði.

Allt sem kostar óhemju fé eru tekjur/laun einhvers.

Það er ekkert að því að ríkið eyði gríðarlegum peningum í þetta því að þeir munu koma til baka.



Rétt eins og með fyrra orðatiltæki þá er annað sem er í uppáhaldi, " if there's will, there's a way ".

En það virðist bara ekki vera vilji...

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 22:34
af urban
rapport skrifaði: En þú fellur í þá gryfju að stilla dæminu upp "þau eða við"... en ekki að það sé hægt að gera bæði.
Já þetta kallast einmitt raunsæi
Ef að ekki er hægt að gera A núna, hvernig á að vera hægt að gera A og B á morgun ?


En já, í þessu svari kemuru inná örlítinn hluta af því sem að ég svaraði þér.

En þetta með skólana.
líklega um 50% börn, sem að þýðir einmitt 50 börn hingað til vestmannaeyja, þú verður að afsaka en ég sé ekki hvernig á að taka við 50 nemendum með arabísku að móðurmáli á öllum aldri og tryggja það að menntun þeirra verði í lagi.
Hvernig hyggjast fólk tryggja það að þessi börn fengju þá menntun við sitt hæfi, menntun og aðstoð á tungumáli sem að þau skilja ?

Til þess að vera öruggur á þvi þyrfti túlkaþjónustu fyrstu vikurnar, það gæti verið svolítið erfitt með ca 30 - 40 nemendur dreifða um 10 bekki.

Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmt og getur verið gríðarlega mannfrekt og kosnaðarsamt og endað ill af að þetta er gert vitlaust.
það er engin tilgangur í að bjarga flóttafólki ef að líf þeirra er ekki bætt almennilega, það að hrúga þeim til landsins og vona það besta er ekki rétta leiðin.

Þar að auki er enþá spurningin með atvinnu og húsnæði.
þar sem að annað fæst, þar fæst hitt ekki.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 23:00
af Klara
rapport skrifaði:@Klara

Þetta álit eins læknis sem er að mér sýnist í fljótu bragði ekki vera starfandi lengur.

Ég skal játa að ég hef ekki rætt þetta mál við geðlækni en ég hef rætt það við fólk sem er starfandi í þessum geira, nokkra lækna, þónokkra hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðing og doktor í sálfræði o.f.l.

Það er svona þegar maður vinnur á LSH, að maður rekst á fólk og ræðir hvað er að gerast í heiminum.
Já ok, þessi þaulreyndi geðlæknir er mögulega hættur að sinna lækningum þannig að það borgar sig að taka því sem hann segir með miklum fyrirvara.
rapport skrifaði:Ég veit ekki hvað þú þekkir marga flóttamenn eða innflytjendur, ég veit ekki hvaða þjónustu þú heldur að þeir þurfi en mín reynsla er að þeir þurfi ekki mikið, þeir þurfa fyrst og fremst tækifæri.
Endilega fræddu okkur um aðkomu þína af starfi við flóttamannahjálp eða flóttamannamóttöku á Íslandi eða annarsstaðar í heiminum. Þú ert vonandi viðloðandi bransann enn í dag, ólíkt þessum þaulreynda geðlækni sem er mögulega hættur og þar af leiðandi ekki með puttann á púlsinum lengur.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 23:27
af dori
Klara skrifaði:
rapport skrifaði:@Klara

Þetta álit eins læknis sem er að mér sýnist í fljótu bragði ekki vera starfandi lengur.

Ég skal játa að ég hef ekki rætt þetta mál við geðlækni en ég hef rætt það við fólk sem er starfandi í þessum geira, nokkra lækna, þónokkra hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðing og doktor í sálfræði o.f.l.

Það er svona þegar maður vinnur á LSH, að maður rekst á fólk og ræðir hvað er að gerast í heiminum.
Já ok, þessi þaulreyndi geðlæknir er mögulega hættur að sinna lækningum þannig að það borgar sig að taka því sem hann segir með miklum fyrirvara.
Manstu eftir sítrónulækninum? Það að einhver sé læknir er ekki tromp á öll rök og umræðu. Sérstaklega ef aðilinn er ekki starfandi á því sviði. Var gaurinn ekki í þessu tilfelli að gera athugasemdir við málflutning einhvers hjá Rauða krossinum sem ætti að hafa nokkuð góða (og væntanlega mun meiri) þekkingu á þessu?

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Mán 14. Sep 2015 23:54
af Klara
dori skrifaði:
Klara skrifaði:
rapport skrifaði:@Klara

Þetta álit eins læknis sem er að mér sýnist í fljótu bragði ekki vera starfandi lengur.

Ég skal játa að ég hef ekki rætt þetta mál við geðlækni en ég hef rætt það við fólk sem er starfandi í þessum geira, nokkra lækna, þónokkra hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðing og doktor í sálfræði o.f.l.

Það er svona þegar maður vinnur á LSH, að maður rekst á fólk og ræðir hvað er að gerast í heiminum.
Já ok, þessi þaulreyndi geðlæknir er mögulega hættur að sinna lækningum þannig að það borgar sig að taka því sem hann segir með miklum fyrirvara.
Manstu eftir sítrónulækninum? Það að einhver sé læknir er ekki tromp á öll rök og umræðu. Sérstaklega ef aðilinn er ekki starfandi á því sviði. Var gaurinn ekki í þessu tilfelli að gera athugasemdir við málflutning einhvers hjá Rauða krossinum sem ætti að hafa nokkuð góða (og væntanlega mun meiri) þekkingu á þessu?
Það að einhver sé verkfræðingur er heldur ekki trygging á að viðkomandi hefði rétt fyrir sér. En ef við værum að ræða brúarsmíð þá hefðu orð þaulreynds verkfræðings meira vægi en orð einhvers sem hefur keyrt yfir brú (m.ö.o. hinn almenni einstaklingur)

Lastu greinina? Þetta er geðlæknir sem starfaði sem ráðgjafi í flóttamannabúðum. Heldurðu að hann viti minna um hvaða sálrænu vandamál hrjá flóttafólk en deildarstjóri hjá Rauða Krossinum sem ég get mér til að hafi enga menntun á sviði sálfræði eða geðlækninga.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 00:17
af rapport
urban skrifaði: Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmt og getur verið gríðarlega mannfrekt og kosnaðarsamt og endað ill af að þetta er gert vitlaust.
það er engin tilgangur í að bjarga flóttafólki ef að líf þeirra er ekki bætt almennilega, það að hrúga þeim til landsins og vona það besta er ekki rétta leiðin.
Er í alvöru enginn tilgangur að bjarga fólki ef við getum ekki bætt líf þeirra almennilega?

Ég held að þú sért ekki að átta þig á aðstæðunum sem þetta fólk er að flýja.

Mér er minnistætt atvik mamma lenti í í Búdapest í sumar.

Hún er að tala við eldri konu sem var svo yfir sig hrifin af Íslandi og mamma bjóst við að það væru fjöllin, landslagið, jarðhitinn, jöklarnir, hreina vatnið eða eitthvað af því sem við státum okkur af frá degi til dags.

Mamma varð svo orðlaus þegar sú gamla sagði "Þið hafið engin landamæri".

Við erum nefnilega viðbjóðslega heppin að hafa engin landamæri.

Aðrar þjóðir þekkja stríð og erjur og hafa undanfarin 50-100 ár barist um landsvæði og á milli þeirra ríkir oft hatur og fordómar sem rista miklu dýpra en á milli okkar og annarra, það hefur aldrei verið ráðist á Ísland og Íslendinga (fyrir utan að sökkva fragtskipunum okkar).


p.s.
Það er hárrétt hjá Klöru, ég er ekki að tala af eigin reynslu og hef ekki lausnir við öllu en ég er tilbúinn að vera hluti af samfélagi sem reynir að gera heiminn betri.

Það er allt og sumt.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 00:50
af GönguHrólfur
rapport skrifaði:það hefur aldrei verið ráðist á Ísland og Íslendinga (fyrir utan að sökkva fragtskipunum okkar).
https://is.wikipedia.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 01:05
af rapport
GönguHrólfur skrifaði:
rapport skrifaði:það hefur aldrei verið ráðist á Ísland og Íslendinga (fyrir utan að sökkva fragtskipunum okkar).
https://is.wikipedia.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0
Reyndar er þetta einstakur atburður í sögu Íslands sem hræddi úr okkur líftóruna og Tyrkir voru réttdræpir hérna frameftir öldum ef gróusagan um langlífi þeirra laga er rétt.

Þetta var reyndar ekki her, þetta voru sjóræningjar en þú getur rétt ímyndað þér hversu miklu meiri óttinn væri ef þetta væri her nágrannaríkis, sem væri bara einhverja tugi eða hundruð kílómetra frá þeim stað sem þú býrð.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 01:06
af rapport

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 10:33
af dori
Klara skrifaði:Það að einhver sé verkfræðingur er heldur ekki trygging á að viðkomandi hefði rétt fyrir sér. En ef við værum að ræða brúarsmíð þá hefðu orð þaulreynds verkfræðings meira vægi en orð einhvers sem hefur keyrt yfir brú (m.ö.o. hinn almenni einstaklingur)

Lastu greinina? Þetta er geðlæknir sem starfaði sem ráðgjafi í flóttamannabúðum. Heldurðu að hann viti minna um hvaða sálrænu vandamál hrjá flóttafólk en deildarstjóri hjá Rauða Krossinum sem ég get mér til að hafi enga menntun á sviði sálfræði eða geðlækninga.
Ég las greinina, ég leitaði líka að því hver þessi maður sem læknirinn var að svara er (sem þú virðist ekki hafa gert).

Það að hafa starfað sem ráðgjafi gefur þér vissulega reynslu varðandi meðferð flóttamanna. En gefur það þér innsýn í allt ferlið? Deildarstjórinn hjá Rauða Krossinum gæti alveg haft eitthvað vit á því sem hann er að segja og í rauninni er ekkert kjöt á beinunum í svari geðlæknisins.
Fréttatilkynning þegar gaurinn var ráðinn skrifaði:Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík. Hann hefur undanfarin ár stýrt alþjóðastarfi Rauða krossins hér á landi og aðstoð við hælisleitendur og flóttamenn, en mun nú leiða starf félagsins í höfuðborginni.
Það sem ég á við er að það eru alls konar áskoranir fólgnar í því að hjálpa þessu fólki. Þó svo að allt sé ekki 100% þá er þetta fólk í neyð og vel hægt að gera eitthvað.

Innlegg geðlæknisins þarna var mjög fínt í umræðuna en til að það sé hægt að taka því sem meiru en bara skoðun manns með einhverja reynslu þyrfti hann að vísa í eitthvað. Núna hefur hann unnið í flóttamannabúðum, hversu marga geðlækna/sálfræðinga þarf á hverja 1000 flóttamenn? Hversu mörgum gæti Ísland tekið við (fyrst 300 er of mikið m.v. dæmið hans)?

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 10:56
af urban
rapport skrifaði:
urban skrifaði: Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmt og getur verið gríðarlega mannfrekt og kosnaðarsamt og endað ill af að þetta er gert vitlaust.
það er engin tilgangur í að bjarga flóttafólki ef að líf þeirra er ekki bætt almennilega, það að hrúga þeim til landsins og vona það besta er ekki rétta leiðin.
Er í alvöru enginn tilgangur að bjarga fólki ef við getum ekki bætt líf þeirra almennilega?
Fyrirgefðu, þetta er rangt orðið hjá mér.
Ég vil ekki að það sé fluttir hingað inn þúsundir eða tugþúsundir flóttamanna ef að það verður ekki hægt að gefa þeim alvöru séns á að taka þátt í íslensku þjóðfélagi.
ég vil ekki flytja hingað þúsundir eða tugi þúsunda flóttamanna bara til þess að flytja þá hingað inn án þess að geta hjálpað þessu fólki einsog þarf að hjálpa þeim, þú vilt meina að það þurfi voðalega litla hjálp aðra en tækifærið, ég vil meina að fólk sem að hefur upplifað svona hörmungar einsog margt af þessu fólki hefur gert, þá þarf það einmitt aðstoð við að lifa eðlilegu lífi hér eftir.
Hérna á íslandi þá má ekki koma hár hvellur þá þurfa allir nærkomandi á áfallahjálp að halda, ef að einhverjir þurfa á henni að halda þá eru það stríðshrjáðir flóttamenn.

ég hef ekki áhuga á því að flytja hingað inn þúsundir eða tugþúsundir sýrlenskra flóttamanna til þess að útbúa hérna á íslandi little syria, ég vil að þetta fólk verði íslendingar sem að tali íslensku og læri á íslensku og álíka (sama vil ég um aðra sem að flytja til landsins)
Ég sé ekki að það verði hægt með því að flytja hingað inn þúsundir eða tugþúsundir flóttamanna sem að ekki verður hægt að aðstoða einsog þarf, bara vegna þess að menn vildu fara í typpamælingakeppni og halda í það að vera bestir í öllu (miðað við höfðatölu allavegana)

það að við séum með 1/771 og þýskaland 1/177 í flóttamannaaðstoð, þá má ekki gleymast að við erum svolítið mikið færri að reyna að halda uppi byggð á frekar stórulandi miðað við fólksfjölda.
það fer væntanlega svipuð prósenta af mínum launum í 1/771 einsog fyrir þjóðverjann með 1/177 (athugið að núna er ég bara á alykta)

það er smá munur á 300 þúsund manna þjóð og 80 milljón manna þjóð.
það eru aðeins fleiri um allt hitt sem að þarf að sjá um að borga.

Sjálfsagt "getum" við alveg tekið á móti 30.000 manns, ef að menn vilja endilega vera mestir og besti ´æi öllu og sleppa því að hugsa um bæði íslenska hagkerfið og vera drullusama um þessa flóttamenn.
já og tapa síðan niður íslenskunni og útbúa little syria á íslandi.
Þetta er eitthvað sem að ég vill ekki.

Ég vil taka hingað inn fólk til þess að aðstoða það og hjálpa því að verða fullgildir þjóðfélagsþegnar hérna á íalsni, það gerir maður ekki með því að hrúga hingað inn 1/6 af þjónni í viðbót.


En já..
úr því að það talar víst engin um annmarkana á þessum hugmyndum þínum rapport, og ég skrifa svo langa pósta sem að erfitt er að fylgjast með og þess vegna þarf víst ekkert að svara gagnrýninni sem að kemur.
þá ætla ég að pósta öðrum pósti á eftir þessum, þú ræður alfarið hvort að þú svarar einhverju í þessum, en endilega reyndu nú að commenta eitthvað á gagnrýnina mína á þessar hugmyndir, ekki sleppa þeim vegna þess að ég nenni að setja upp pósta.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 11:05
af urban
1.Hvernig og hvar ætlar þú að hýsa 10 - 50 þúsund flóttamenn ?
þú varst kominn með 2.800 manns með því að kaupa allar íbúðir sem að eru á söluskrá hjá ÍLS, semsagt 941 íbúð þrátt fyir að það sé ekki nema 51 auð.
1,1 Hvað ætlaru að gera við fólkið sem að bjó í þessum íbúðum fyrir.
1,3 það að það séu 1800 íbúðir á airbnb, hvaða máli breytir það ? það er þörf fyrir þær þarna, eða á kannski að þjóðnýta þær og hótelin hérna og sleppa því að fá hingað ferðamenn ?

2. Hvernig á að þjónusta þetta fólk EF að það þyrfti nú á t.d. geðlækna eða sálfræðiþjónustu á að halda, t.d. fólk sem að býr á stöðvarfirði eða tálknafirði.

3. Hvernig ætti þetta að blása lífi í deyjandi þorp þar sem að engin er atvinna ?

4. Hvernig ætti að tryggja það að 5 - 25 þúsund börn fengju kennslu sem að henntar þeim hér á landi, 5 - 25 þúsund börn með arabísku að móðurmáli.

5. EDIT, ég ætlaði ekkert að koma inná fjárhagshliðina.


sjá nánar í t.d. þessum pósti frá mér
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?p=606479#p606479

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 12:27
af rapport
urban skrifaði:1.Hvernig og hvar ætlar þú að hýsa 10 - 50 þúsund flóttamenn ?
þú varst kominn með 2.800 manns með því að kaupa allar íbúðir sem að eru á söluskrá hjá ÍLS, semsagt 941 íbúð þrátt fyir að það sé ekki nema 51 auð.
1,1 Hvað ætlaru að gera við fólkið sem að bjó í þessum íbúðum fyrir.
1,3 það að það séu 1800 íbúðir á airbnb, hvaða máli breytir það ? það er þörf fyrir þær þarna, eða á kannski að þjóðnýta þær og hótelin hérna og sleppa því að fá hingað ferðamenn ?

2. Hvernig á að þjónusta þetta fólk EF að það þyrfti nú á t.d. geðlækna eða sálfræðiþjónustu á að halda, t.d. fólk sem að býr á stöðvarfirði eða tálknafirði.

3. Hvernig ætti þetta að blása lífi í deyjandi þorp þar sem að engin er atvinna ?

4. Hvernig ætti að tryggja það að 5 - 25 þúsund börn fengju kennslu sem að henntar þeim hér á landi, 5 - 25 þúsund börn með arabísku að móðurmáli.

5. EDIT, ég ætlaði ekkert að koma inná fjárhagshliðina.


sjá nánar í t.d. þessum pósti frá mér
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?p=606479#p606479

Já, þú virðist hafa skautað framhjá hluta svarsins hérna...

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?p=606563#p606488
Ég tók þessar háu tölur 10-50þ. sem dæmi um hvað hefur gengið upp hlutfallslega hjá öðrum þjóðum og kallaði það svo áttunda undur veraldra og setti broskarl með...

Hvað varðar Þjóðverjana þá eru þeir þarna með um 450þ. flóttamenn ig með hlutfallið 1/177 en eru að taka á móti 800.000 til viðbótar.

Þannig að það kílir töluna þeirra svolítið niður.

Svíar fara svo líklega enn neðar með sína tölu.


Þannig að svörin mín eru í fljótu bragði (verð líklega með styttri svör núna fyrst að ég er ekki lengur lasinn heima):

1) Þó að minn draumur væri að gera Ísland að "áttunda undri veraldar" og aðstoða tugi þúsunda þá er markmiðið nú raunhæfara, segjum þessi 2.800.

1.1) Eins og ég sagði áður, þá er það lenska ÍLS að segja leigjendum upp áður en íbúð er sett í sölu og fyrir vikið geri ég ráð fyrir að þessar íbúðir séu tómar.

1.2) ...

1.3) 1800 íbúðir á Airbnb tilvitnunin var kannski úr lausu lofti gripin en segir a.m.k. eitthvað um húsnæði sem ekki er í notkun, a.m.k. yfir sumartímann.

2) Ég sæi fyrir mér að fólk fengi stuðningsfjölskyldu á staðnum og svo reglulegar heimsóknir frá sérfræðingum eftir þörfum. Stuðningsfjölskyldan hefði það hlutverk að hafa milligöngu um lausn vandamála símleiðis, samskipti við yfirvöld o.þ.h. fyrst um sinn ásamt því að fyrst um sinn kæmi sérfræðingur/sérfræðingar reglulega í heimsókn eftir þörfum.

3) Fólk skapar sér tækifæri, innflytjendur eru miklu gjarnari á að stofna til atvinnurekstrar og nýsköpunar en innfæddir. En þar fyrir utan þá sæi ég fyrir mér að flóttafólk gæti fengið kennslu í íslenskum starfsháttum t.d. prjónaskap, smíðum o.þ.h. Einstaklingar sem gætu túlkað t.d. yfir á ensku fengu það hlutverk að starfa sem túlkar fyrir annað flóttafólk og flóttafólk sem treysti sér til mundi vinna að því að styðja við aðra með því að taka þátt í farandþjónustunni/sérfræðiþjónustunni. Sumir yrðu líklega á bótum og mundu ekki gera neitt nema eyða þeim í verlsun og þjónustu í bæjarfélaginu en það er líka kannski smá uppbygging í því að örva verslun á staðnum og koma peningum út á land.

4) Sjá svar 1, m.v. 2800 (þá 1400 börn) þá rúmast það innan þeirra sveifla sem hafa verið í krökkum í skólakerfinu undanfarin ár, jafnvel bara milli ára.

5) OK...

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 13:24
af Hamsurd
1.3) 1800 íbúðir á Airbnb tilvitnunin var kannski úr lausu lofti gripin en segir a.m.k. eitthvað um húsnæði sem ekki er í notkun, a.m.k. yfir sumartímann.
Kill Whitey.


https://youtu.be/Qz3oWmDUW1Q

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 13:57
af Klara
Hamsurd skrifaði:
1.3) 1800 íbúðir á Airbnb tilvitnunin var kannski úr lausu lofti gripin en segir a.m.k. eitthvað um húsnæði sem ekki er í notkun, a.m.k. yfir sumartímann.
Kill Whitey.


https://youtu.be/Qz3oWmDUW1Q
Vilt þú ekki bara taka þér hlé frá þessari umræðu, varanlega.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 15:46
af Tbot
Dæmigerður samfylkingarliði að slá sér á brjóst og heimta innflutning á 500 manns
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... _vandamal/

Hver á að borga reikninginn? Alveg örugglega ekki hún, heldur hinn almenni borgari með aukinni skattpíningu.

rapport ekki reyna að bulla um að það sé enginn kostnaður, þegar Norðmenn gefa út að kostnaður á flóttamann sé 60+ milljónir og þeir taka inn slatta af fólki á hverju ári.
Nema þú getir komið með opinberar tölur ekki einhvað þvaður um að þú haldir einhvað.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 16:40
af rapport
Tbot skrifaði:Dæmigerður samfylkingarliði að slá sér á brjóst og heimta innflutning á 500 manns
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... _vandamal/

Hver á að borga reikninginn? Alveg örugglega ekki hún, heldur hinn almenni borgari með aukinni skattpíningu.

rapport ekki reyna að bulla um að það sé enginn kostnaður, þegar Norðmenn gefa út að kostnaður á flóttamann sé 60+ milljónir og þeir taka inn slatta af fólki á hverju ári.
Nema þú getir komið með opinberar tölur ekki einhvað þvaður um að þú haldir einhvað.
Þegar fólki er ekki hleypt inn í landið til að vinna þá ér sjálfgefið að ekkert fylgi því nema kostnaður.

Flóttamenn og innflytjendur eru góðir fyrir efnahag þeirra landa sem þeir flytja til:

http://www.cityam.com/1413900278/uk-vs- ... itish-jobs

https://www.newscientist.com/article/dn ... e-economy/

https://www.ucl.ac.uk/news/news-article ... mmigration

http://triec.ca/hiring-skilled-immigrants/

https://www.newscientist.com/article/mg ... or-europe/

http://globalnews.ca/news/2220068/econo ... psos-poll/

http://www.stuff.co.nz/business/industr ... economists

http://www.abc.net.au/news/2015-09-09/d ... se/6761770

http://www.spiegel.de/international/ger ... 50102.html


Ég hélt að þessi punktur væri útræddur, það er engin spurning að það er góð fjárfesting að taka á móti flóttafólki og innflytjendum.

Það er bara spurning um hversu mörgum við gætum tekið á móti með góðu móti.

Að stækka okkar hagkerfi og nýta okkar framleiðslu og auðlindir meira innanlands s.s. stækka innleda markaði með því að fjölga fólki er strax gríðarlegur efnahagslegur plús.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 17:01
af Tbot
rapport skrifaði:
Tbot skrifaði:Dæmigerður samfylkingarliði að slá sér á brjóst og heimta innflutning á 500 manns
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... _vandamal/

Hver á að borga reikninginn? Alveg örugglega ekki hún, heldur hinn almenni borgari með aukinni skattpíningu.

rapport ekki reyna að bulla um að það sé enginn kostnaður, þegar Norðmenn gefa út að kostnaður á flóttamann sé 60+ milljónir og þeir taka inn slatta af fólki á hverju ári.
Nema þú getir komið með opinberar tölur ekki einhvað þvaður um að þú haldir einhvað.
Þegar fólki er ekki hleypt inn í landið til að vinna þá ér sjálfgefið að ekkert fylgi því nema kostnaður.

Flóttamenn og innflytjendur eru góðir fyrir efnahag þeirra landa sem þeir flytja til:

http://www.cityam.com/1413900278/uk-vs- ... itish-jobs

https://www.newscientist.com/article/dn ... e-economy/

https://www.ucl.ac.uk/news/news-article ... mmigration

http://triec.ca/hiring-skilled-immigrants/

https://www.newscientist.com/article/mg ... or-europe/

http://globalnews.ca/news/2220068/econo ... psos-poll/

http://www.stuff.co.nz/business/industr ... economists

http://www.abc.net.au/news/2015-09-09/d ... se/6761770

http://www.spiegel.de/international/ger ... 50102.html


Ég hélt að þessi punktur væri útræddur, það er engin spurning að það er góð fjárfesting að taka á móti flóttafólki og innflytjendum.

Það er bara spurning um hversu mörgum við gætum tekið á móti með góðu móti.

Að stækka okkar hagkerfi og nýta okkar framleiðslu og auðlindir meira innanlands s.s. stækka innleda markaði með því að fjölga fólki er strax gríðarlegur efnahagslegur plús.
Því miður eru þó nokkrar af þessum tilvitnunum ekki tölur heldur óskhyggja sem viðkomandi setja fram sem "hagfræðimódel". Þar sem allt er svo flott.
Aðrar tala um EU workforce, sem eru Evrópubúar að flytja sig milli landa ekki hið svokallaða flóttafólk.

Þannig að ég held mig enn við þær rauntölur sem Norðmenn hafa gefið út um kostnað vegna flóttamanna.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 17:10
af rapport
Gætir þú vitnað í þessar rauntölur sem Norðmenn haf gefið út?

Það væri fróðlegt að rýna í þær.

Fann frétt um að þetta væri 1 milljón NOK (15 milljónir ISK) fyrir fimm ár = c.a. 3 milljónir á ári.

http://norwaytoday.info/home_view.php?id=127768


En ef einn flóttamaður kostar ríkið 3 milljónir með öllu þá er það 3 milljarðar fyrir 1.000 á ári, fyrir allt sem því fylgir.

Hvað kosta aðrir Norðmenn ríkið á ári að meðaltali?

Þetta er ekki svakalega há tala.

Þetta sýnir í raun að kostnaður pr. flóttamann er miklu hærri en strax innan fimm ára er hann farinn að skapa tekjur á móti.

Það er enginn að fara lifa á ríkinu í Noregi með 3 milljónir ISK á ári, hvað þá ef hann er að valda ríkinu kostnaði í heilbrigðiskerfi, skólakerfi o.s.frv.

Og þá verður að taka tillit til þess að helmingurinn er líklega börn sem ekki skapa tekjur innan fimm ára, SAMT er þessi tala ekki hærri.


Ég sagði aldrei að þetta ætti að skila gróða á morgun eða á næsta ári en þessar tölur skjóta rótum undir þá fullyrðingu að þetta sé ekki mikil fjárfesting og að hún muni skila arði.

Ertu ósammála því?

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 18:45
af Hamsurd

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 19:02
af Tbot
Það skiptir máli hvaðan innflytjendur koma. Þeir sem koma utan evrópu eru kosta margfalt meira en aðrir.

http://islamversuseurope.blogspot.is/20 ... costs.html

efri vísar í þessa:
http://www.hegnar.no/okonomi/artikkel325140.ece
og þeir vísa í finansavisen sem fær frá
Statistisk Sentralbyrå (SSB)

Og þetta eru tölur eftir því sem ég sé best miðaðar við líftíma fólk.

Þú ert fastur í bullinu sem pólitíkurs þvaðra um að það sé eintóm hamingja sem fylgir þessum flóttamönnum. En ég horfi á hver á að borga reikninginn sem þetta kostar í raun og veru.

Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?

Sent: Þri 15. Sep 2015 20:07
af nidur
Ef þið viljið vita um kostað í Finnlandi þá er hægt að sjá það hérna.
http://10news.dk/?p=1675

Annars eru tvær greinar hérna um Noregur.
http://www.frontpagemag.com/point/18947 ... greenfield
http://gatesofvienna.net/2013/05/how-mu ... st-norway/

Ætla ekki að taka þetta saman fyrir ykkur, en þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér þetta.