Síða 7 af 8

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 13:52
af coldcut
GuðjónR skrifaði:Hættum að blanda þessu við fisk og sjálfstæðið, horfum á þetta eins og þetta er.
Förum að ráðum Evu Joly og Michael Hudson og segjum nei.
Hættum að vera bessevissers og hlustum á varnaðarorð sérfræðinga, einu sinni til tilbreytingar.

Hvort er meira mark takandi á Steingrími J. eða Michael Hudson?
Og hvort er meira mark takandi á Jóhönnu eða Evu Joly?

Finnst ykkur ríkisstjórnin hafa verið trúverðug hingað til?

Málið er bara það að það eru líka fjöldinn allur af sérfræðingum (lögfræðingum, hagfræðingum, viðskiptafræðingum og hvað sem þetta allt heitir) sem mælir með að við segjum "Já"! Eftir því sem ég les meira að þá finnst mér meira vera af sérfræðingum sem segir já og nú hefur íslenska lögfræðingafélagið gefið út yfirlýsingu þar sem það gagnrýnir þann lögfræðing (man ekkert hvað hann heitir en held að hann sé formaður félagsins) sem hefur verið hvað háværastur í andstöðu við samninginn og í yfirlýsingunni leiðrétta félagsmenn þær röngu staðhæfingar sem formaðurinn hefur farið með!!!

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 14:26
af urban
FriðrikH skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
FriðrikH skrifaði:... Svarið við öllum þessum spurningum var JÁ, ekki nei.
Hvað áttu við ? Hvað ertu að bulla ?

Íslendingar voru ekki spurðir:
Viljið þið vera fullvalda ríki ?
Viljið þið Íslendingar vera lýðræðisríki ?
Viljið þið fá 4 sjólmílur ?
Viljið þið fá 50 sjólmílur ?
Viljið þið fá 200 sjólmílur ?
Það var spurt:
1918: Hvort að sambandslögin ættu að taka gildi
1944: Hvort afnema ætti sambandslögin og samþykkja ætti nýja stjórnarskrá
Svo var ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort það ætti að færa út landhelgina

Þannig að pointið er eiginlega bara að Íslendingar fengu sjálfstæði og fullveldi með því að segja "Já"

AKKURAT !!
það var ekki spurt að neinu 1976
þannig að það var ekki neitt til þess að segja NEI við

í hin skiptin sögðum við íslendingar JÁ

djöfulli leiðist mér þegar að fólk notar svona andskotans steypu og kjaftæði í "kosningarbaráttu" svona andskotans steypa sem að það hefur séð einhver staðar, og trúir bara í eigin heimsku eða vitleysu.
og blaðrar síðan þessari vitleysu út á meðal fólks þar sem að enn fleiri trúa því.

ótrúlega margir þarna úti sem að virðast ekki hafa hugmynd um hvað er verið að fara að kjósa.
hafa ekki svo mikið sem litið á samninginn
hafa jafnvel ekki einu sinni kynnt sér málin örlítið.

heldur trúir bara svona steypu og vitleysu einsog hefur verið í gangi (á báða bóga) og kýs eftir því.

fjölmargir t.d. sem að halda að það sé ekki hægt að fá að skoða samninginn.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 14:38
af rapport
Nú er maður búinn að lesa meira um málið, samninginn og allt þessu helvíti tengdu...

Já - skilgreinir eingöngu ábyrgð Íslands en ekki upphæðina sem við munu skulda og vextina sem þessi óþekkta upphæð mun bera, annars má ekkert klikka í samningnum.

Aftur virðist vera sem leikið hafi verið á íslensku samninganefndina. Hún tryggði Íslandi enga vernd gegn dómsmálum og afleiðingum þeirra, eingöngu að Ísland gengist við að bera ábyrgð sama hver niðurstaða þeirra verður.


Það er slæmur samningur sem lofar öllu fögru ef allt gengur upp...

Ef allt gengur upp eftir að við segjum NEI þá er niðurstaðan líklega betri.

Ég mun segja NEI.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 15:02
af Pandemic
rapport skrifaði:Nú er maður búinn að lesa meira um málið, samninginn og allt þessu helvíti tengdu...

Já - skilgreinir eingöngu ábyrgð Íslands en ekki upphæðina sem við munu skulda og vextina sem þessi óþekkta upphæð mun bera, annars má ekkert klikka í samningnum.

Aftur virðist vera sem leikið hafi verið á íslensku samninganefndina. Hún tryggði Íslandi enga vernd gegn dómsmálum og afleiðingum þeirra, eingöngu að Ísland gengist við að bera ábyrgð sama hver niðurstaða þeirra verður.


Það er slæmur samningur sem lofar öllu fögru ef allt gengur upp...

Ef allt gengur upp eftir að við segjum NEI þá er niðurstaðan líklega betri.

Ég mun segja NEI.
Þú hefur alveg greinilega ekki lesið samninginn og ef ég væri kennarinn þinn þá myndi ég segja Do it again

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 16:25
af Icarus
Eiiki skrifaði:*Edit*
Einnig vil ég benda á þessa grein http://www.dv.is/frettir/2011/4/8/eva-j ... a-icesave/" onclick="window.open(this.href);return false;
Hún veit hvað hún syngur. Ég skal hundur heita ef að Íslendingar hafna ekki icesave.
Hún heldur því fram að skuldin sé 3,5milljarðar punda þegar hún er nær 243 milljónum punda... munar smá þar á milli.

En hún greinilega veit hvað hún syngur, enda fékk hún helling af pening fyrir að koma í fjölmiðla með sleggjudóma!

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 16:29
af dori
Icarus skrifaði:
Eiiki skrifaði:*Edit*
Einnig vil ég benda á þessa grein http://www.dv.is/frettir/2011/4/8/eva-j ... a-icesave/" onclick="window.open(this.href);return false;
Hún veit hvað hún syngur. Ég skal hundur heita ef að Íslendingar hafna ekki icesave.
Hún heldur því fram að skuldin sé 3,5milljarðar punda þegar hún er nær 243 milljónum punda... munar smá þar á milli.

En hún greinilega veit hvað hún syngur, enda fékk hún helling af pening fyrir að koma í fjölmiðla með sleggjudóma!
Skuldin er náttúrulega ~3,5 ma punda. Þó svo að það séu allar líkur á því að það séu til eignir fyrir ~95% af skuldunum þá lækkar það ekki raunverulega upphæð skuldarinnar.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 17:19
af Icarus
dori skrifaði:
Icarus skrifaði:
Eiiki skrifaði:*Edit*
Einnig vil ég benda á þessa grein http://www.dv.is/frettir/2011/4/8/eva-j ... a-icesave/" onclick="window.open(this.href);return false;
Hún veit hvað hún syngur. Ég skal hundur heita ef að Íslendingar hafna ekki icesave.
Hún heldur því fram að skuldin sé 3,5milljarðar punda þegar hún er nær 243 milljónum punda... munar smá þar á milli.

En hún greinilega veit hvað hún syngur, enda fékk hún helling af pening fyrir að koma í fjölmiðla með sleggjudóma!
Skuldin er náttúrulega ~3,5 ma punda. Þó svo að það séu allar líkur á því að það séu til eignir fyrir ~95% af skuldunum þá lækkar það ekki raunverulega upphæð skuldarinnar.
Hún hendir samt fram tölu sem að mun aldrei vera greidd, velur það sem hentar henni og hennar málstað. Enda er það greinilegt að þessi kona er á móti því fjármálakerfi sem er núna við lýði, það má vel vera að það sé rétt skoðun hjá henni og má margt við það athuga. En af því má líka draga að hún nýtir öll þau tækifæri sem hún hefur til þess að valda tjóni eða draga það í efa, sama á við Michael Hudson.

Það þýðir samt ekki að maður eigi ekki að hlusta á það sem þau segja, enda vita þau alveg sínu máli. Maður þarf bara að skoða það með fyrirvara.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 17:40
af Gúrú
Icarus skrifaði:er á móti því fjármálakerfi sem er núna við lýði,
Ehh, ert þú með því?

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 17:52
af Icarus
Gúrú skrifaði:
Icarus skrifaði:er á móti því fjármálakerfi sem er núna við lýði,
Ehh, ert þú með því?
það má vel vera að það sé rétt skoðun hjá henni og má margt við það athuga.
Margt er nú að þessu kerfi, en það sem orsakar svo Icesave samningin er neytendavernd en ekki verið að vernda fjármagnseiganda. Það hafa mun verri ákvarðanir verið teknar, bæði hérlendis og erlendis til að verja eigur fjármagnseiganda á kostnað skattgreiðanda heldur en þessi.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 18:00
af Gúrú
* velur það sem hentar henni/honum og hennar/hans málstað. Enda er það greinilegt að þessi kona/karl er með því fjármálakerfi sem er núna við lýði. En af því má líka draga að hann/hún nýtir öll þau tækifæri sem hann/hún hefur til þess að hampa því eða viðhalda trú á það, sama á við um Tryggva Þór Herbertsson.
Ég er bara að benda á það hversu öllu óviðeigandi þetta er og finnst mjög spes að þú gerir þér ekki grein fyrir
því hversu ótengt það er að segja að Tryggvi Þór Herbertsson (og minnumst ekki á alla sem að geta uppfyllt * hlutverkið)
sé með IceSave vegna þess að hann er fylgjandi núverandi fjármálakerfi. ;)

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 18:19
af Icarus
Gúrú skrifaði:
* velur það sem hentar henni/honum og hennar/hans málstað. Enda er það greinilegt að þessi kona/karl er með því fjármálakerfi sem er núna við lýði. En af því má líka draga að hann/hún nýtir öll þau tækifæri sem hann/hún hefur til þess að hampa því eða viðhalda trú á það, sama á við um Tryggva Þór Herbertsson.
Ég er bara að benda á það hversu öllu óviðeigandi þetta er og finnst mjög spes að þú gerir þér ekki grein fyrir
því hversu ótengt það er að segja að Tryggvi Þór Herbertsson (og minnumst ekki á alla sem að geta uppfyllt * hlutverkið)
sé með IceSave vegna þess að hann er fylgjandi núverandi fjármálakerfi. ;)
Og á ekki líka að lesa það sem hann segir með fyrirvara? Alveg eins og maður les orð SUS með fyrirvara og hlustar á Davíð Oddsson með fyrirvara. Er kannski ákveðið vit í því sem allir þessir aðilar hafa að segja en maður veit hvar þeir liggja í öðrum skoðunum og þar afleiðandi er skoðun á þessu afleiðing af því. Maður þarf að skoða þetta allt með þeim fyrirvara.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 18:27
af Gúrú
Maður getur alveg gleymt því að taka hlutum með fyrirvara en jú flestir (vonandi) taka öllu með fyrirvara
um eiginhagsmuni fólks sem heldur hlutum fram, finnst þetta 'Nei vegna þess að þau eru á móti peningakerfinu' bara ekki tengjast það vel. ;)

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 19:26
af Icarus
Gúrú skrifaði:Maður getur alveg gleymt því að taka hlutum með fyrirvara en jú flestir (vonandi) taka öllu með fyrirvara
um eiginhagsmuni fólks sem heldur hlutum fram, finnst þetta 'Nei vegna þess að þau eru á móti peningakerfinu' bara ekki tengjast það vel. ;)
Það er ákveðin skoðun sem ég virði, ég tel að flest nei séu ekki vegna þess. Þvert á móti hef ég lært að taka öllu sem Eva Joly segir með miklum fyrirvara, ég hafði mikla trú á henni þegar hún var fyrst ráðin inn sem ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara en síðan hef ég séð hvernig hún hegðar sér í fjölmiðlum og ítrekað í viðtölum hjá honum Agli í Silfri-Egils. Virðing mín fyrir henni er allaveganna ekki mikil. En ég ber heldur ekki mikla virðingu fyrir mörgum þeim sem vilja að maður segi já. T.d. hef ég lítið nennt að hlusta á Steingrím og Jóhönnu og þeirra rök fyrir að segja já.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 22:40
af vesley
Fyrstu niðurstöður líklegast um 11 leytið. :crazy

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 22:42
af g0tlife
sagði nei áðan og er bara stolltur af því

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 23:38
af Eiiki
Eru menn ekkert að fylgjast með niðurstöðum... Hvernig lýst mönnum á fyrstu tölur?

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 23:44
af zdndz
er stoltur eftir fyrstu niðurstöður

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 23:47
af Zethic
Djöfull hló ég þegar Skattgrímur sagði "..á meðan þessi forseti.." ...

Hann er brjálaður ! :)

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Lau 09. Apr 2011 23:48
af FriðrikH
Ég er bara dapur yfir því að meirihluti íslendinga sé ekki með háskólamenntun :(

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:31
af Prowler
FriðrikH skrifaði:Ég er bara dapur yfir því að meirihluti íslendinga sé ekki með háskólamenntun :(
Sammála.

Ótrúlegt hvað það einkennir færslur á facebook að fólk sem hefur menntun velur skynsömu leiðina - Já.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:36
af kemiztry
Ekki gleyma því að háskólamenntað fólk kom okkur í þessa stöðu sem við erum í dag. Get ekki sagt að menntasnobbið sé ykkur í hag núna.

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:42
af lukkuláki
kemiztry skrifaði:Ekki gleyma því að háskólamenntað fólk kom okkur í þessa stöðu sem við erum í dag. Get ekki sagt að menntasnobbið sé ykkur í hag núna.
Ha ha ha góður :happy

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:43
af GuðjónR
kemiztry skrifaði:Ekki gleyma því að háskólamenntað fólk kom okkur í þessa stöðu sem við erum í dag. Get ekki sagt að menntasnobbið sé ykkur í hag núna.
Það kýs líka flest já...sýnir bara hæfið á öllum sviðum :)

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:11
af teitan
GuðjónR skrifaði:
kemiztry skrifaði:Ekki gleyma því að háskólamenntað fólk kom okkur í þessa stöðu sem við erum í dag. Get ekki sagt að menntasnobbið sé ykkur í hag núna.
Það kýs líka flest já...sýnir bara hæfið á öllum sviðum :)
Sýnir best hvað þetta fólk lærir ekkert af reynslunni... fylgir bara bókinni í blindni... ](*,)

Re: Hver á að borga? (teiknimynd)

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:11
af Holy Smoke
Heh, ég held reyndar að Jón Ásgeir sé ekki einu sinni með stúdentspróf. Og Sigurjón Árnason og Bjarni Ármanns eru vélaverkfræðingur og tölvunarfræðingur.