Síða 7 af 11

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 09:51
af Jon1
vesley skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.

Það er engann veginn verið að tala um að cannabis sé skaðlaust, það er það alls ekki. Fólk er einfaldlega að segja að þú getur ekki borið saman áfengi og cannabis þar sem áhrif og skaðsemi er ekki næstum því eins.

mhm bæði valda heila skaða þó lítill sé en með endurtekinni notkun ( alkahólisti eða pothead ) það er sambærilegt, ofmikil notkun þessara efna útskúfa þig úr samfélaginu, bæði sjúga peningana úr veskinu þínu.
þetta eru sambærilegir hlutir við þessi vímuefni

vissulega er víman ekki sú sama

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 10:20
af angelic0-
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.
Mér finnst að það ætti að banna áfengi, ég sé samt engan gera það :!:

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 10:23
af AntiTrust
angelic0- skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.
Mér finnst að það ætti að banna áfengi, ég sé samt engan gera það :!:
Það er tvennt ólíkt að banna eitt efni eða lögleiða annað. Ein mistök réttlæta ekki fleiri.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 10:28
af angelic0-
Jon1 skrifaði:
vesley skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.

Það er engann veginn verið að tala um að cannabis sé skaðlaust, það er það alls ekki. Fólk er einfaldlega að segja að þú getur ekki borið saman áfengi og cannabis þar sem áhrif og skaðsemi er ekki næstum því eins.

mhm bæði valda heila skaða þó lítill sé en með endurtekinni notkun ( alkahólisti eða pothead ) það er sambærilegt, ofmikil notkun þessara efna útskúfa þig úr samfélaginu, bæði sjúga peningana úr veskinu þínu.
þetta eru sambærilegir hlutir við þessi vímuefni

vissulega er víman ekki sú sama
Dagleg ofneysla áfengis hefu MUN skaðlegri áhrif á heilann og starfsemi hans heldur en dagleg ofnotkun cannabisefna, áhrif cannabisefna eru afturkvæm en ekki áfengis :!:

EInnig þykir mér ágætt að benda á að ég lenti í háorkubílslysi 8.Mars 2007, þar sem að ég var farþegi í bifreið sem að valt á Reykjanesbraut á "ógnarhraða."

Síðan þá hef ég verið háður notkun lyfsins Tramól 50mg & Tramól-L 150mg, ekki kannski daglega en svona þegar að verkirnir eru á því stigi að ég get ekki stigið fram úr rúminu.

Lyfið Tramól sem að er Opioid base, er ekki bannað samkvæmt lögum, en það er að vísu lyfseðilskylt. En um leið verð ég mun vímaðari af því en af reykingum Cannabis, ekki alltaf reyndar en það kemur fyrir ef að ég hef t.d. gleymt því að borða vel fyrir inntöku lyfsins.

Ég hef ekki verið uppvís að því að misnota lyfið Tramól, en ég get vel séð að það sé mjög auðvelt og því er þetta lyf í rauninni "skaðlegra" sem slíkt en Cannabis, SAMT ER ÞAÐ LÖGLEGT ?

Kannski ágætt að taka fram að ég hef prófað að reykja Cannabis til að sjá hvort að það virkaði sem verkjalyf og það virkaði, en ekki eins vel og lyfið Tramól, enda eru áverkarnir eftir þetta bílslys slíkir að það er nú kannski ekki hægt að gera tilraunir á mér varðandi slíkt.

Just my .02$

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 10:56
af 322
Kaffidrykkja getur verið skaðleg heilsu, m.a. valdið götum eða dauðum svæðum í heilanum sbr. kókaínneyslu. Of mikil neysla af vatni getur drepið fólk og annað slagið fellur fólk í valinn vegna vatnsdrykkju.

Bannið veldur meiri skaða fyrir samfélagið heldur en að líta framhjá neyslunni.
Drykkja á almannafæri er ólögleg hér heima en lögreglan kýs að horfa framhjá því um helgar. Af hverju getur hún ekki horft fram hjá því að einhverjir strákar séu heima hjá félaga sínum í PlayStation að borða snakk og reykja maríjúana?
Hvað ætli ein djammhelgi kosti samfélagið í skattpeningum vegna alkohólneyslu?

Það að kannabis sé ólöglegt gerir erifaða fyrir vísindamenn að rannsaka það í læknisfræðilegum skylningi og gera tilraunir.
Það að efnið sé ólöglegt auðveldar það ólögráða einstaklingum að komast yfir efnið. Það er mjög óæskilegt að börn undir aldri prófi efni sem hefur áhrif á hugarástand, sbr. áfengi, kannabis, ofskynjunarlyf eða örfandi lyf.
Kannabis er komið til þess að vera, af hverju ætti ríkið ekki að ná sér í aukakrónur af sölunni? Hluti að skattpeningum gæti verið eyrnamerktur meðferðarúrræðum.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 10:59
af angelic0-
Skulum ekki gleyma því hvað það kostar að fæða og hýsa fanga sem að hefur verið dæmdur fyrir cannabis tengd mál, það er nú e'h ;)

Þetta kostar allt peninga, en ég get alveg séð fyrir mér að væri áfengi bannað.. færi mun minni skattpeningur í löggæslu :!:

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 11:17
af AntiTrust
322 skrifaði:Kaffidrykkja getur verið skaðleg heilsu, m.a. valdið götum eða dauðum svæðum í heilanum sbr. kókaínneyslu. Of mikil neysla af vatni getur drepið fólk og annað slagið fellur fólk í valinn vegna vatnsdrykkju.
Svona setningar finnst mér einmitt bráðfyndnar. Það má vel vera að það sé e-ð til í þessu hjá þér, en að bera saman kaffi og vatnsneyslu og kókaínneyslu? Í alvöru?
322 skrifaði: Bannið veldur meiri skaða fyrir samfélagið heldur en að líta framhjá neyslunni.
Er hægt að fullyrða svona, þegar við höfum aðeins helminginn af jöfnunni til samanburðar?
322 skrifaði: Það að efnið sé ólöglegt auðveldar það ólögráða einstaklingum að komast yfir efnið. Það er mjög óæskilegt að börn undir aldri prófi efni sem hefur áhrif á hugarástand, sbr. áfengi, kannabis, ofskynjunarlyf eða örfandi lyf.
Það hefur ekki hingað til verið erfitt fyrir ólögráða einstaklinga að nálgast áfengi, afhverju ætti þetta að verða e-ð öðruvísi?

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 11:40
af 322
AntiTrust skrifaði:
322 skrifaði:Kaffidrykkja getur verið skaðleg heilsu, m.a. valdið götum eða dauðum svæðum í heilanum sbr. kókaínneyslu. Of mikil neysla af vatni getur drepið fólk og annað slagið fellur fólk í valinn vegna vatnsdrykkju.
Svona setningar finnst mér einmitt bráðfyndnar. Það má vel vera að það sé e-ð til í þessu hjá þér, en að bera saman kaffi og vatnsneyslu og kókaínneyslu? Í alvöru?
322 skrifaði: Bannið veldur meiri skaða fyrir samfélagið heldur en að líta framhjá neyslunni.
Er hægt að fullyrða svona, þegar við höfum aðeins helminginn af jöfnunni til samanburðar?
322 skrifaði: Það að efnið sé ólöglegt auðveldar það ólögráða einstaklingum að komast yfir efnið. Það er mjög óæskilegt að börn undir aldri prófi efni sem hefur áhrif á hugarástand, sbr. áfengi, kannabis, ofskynjunarlyf eða örfandi lyf.
Það hefur ekki hingað til verið erfitt fyrir ólögráða einstaklinga að nálgast áfengi, afhverju ætti þetta að verða e-ð öðruvísi?
1) Það var Daniel G. Amen, prófessor í taugalækningum sem stýrði rannsóknum þar sem skaðsemi ýmissa efna á heilann var könnuð. Það sem þótti sláandi í niðurstöðum var að neysla á kaffi og kókaíni þótti sambærileg. Ég bætti svo við vökva sem er okkur lífsnauðsynlegur til gamans. Vatn er holt og gott og okkur lífsnauðsynlegt. Það mundi ekki hvarla að okkur að banna það, er það nokkuð?

2) Við höfum svo hina hliðina á nokkrum stöðum í heiminum, m.a. í Hollandi og í Portúgal. Þar hefur þetta sýnt gífurlega jákvæð áhrif, að undanskyldu starfsöryggi fangavarða, en í Hollandi er verið að vinna að samningum við nágrannaþjóðir um að fá að hýsa fanga þar sem fangelsi eru yfirfull í nágrannalöndum. Ef þessir samningar nást (ef það hefur ekki nú þegar gerst) þarf einungis að loka 7 fangelsum í Hollandi.

3) Það hefur reynst töluvert erfiðara fyrir ólögráða einstaklinga að komast yfir áfengi en gras og önnur ólögleg vímuefni. Sá sem ætlar sér að nálgast eitthvað gerir það með góðu eða illu. Löggjöf breytir því ekki en lögleiðing getur gert þeim erfiðara fyrir.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:10
af AntiTrust
1. Þú ert hérna að vísa prófessor sem er vægast sagt umdeildur, þó ekki eins umdeildur og rannsóknirnar hans eða bókin hans, þar sem þessi samanburður kemur fram. Hann er víða gagnrýndur af stórum nöfnum í heilsugeiranum og margar greinar verið skrifaðar um hann og hans verk og bent á að hann hafi lítið sem ekkert sem ýtir undir rannsóknirnar hans nema SPECT myndatökur - Sem einar og sér eru gagnrýndar helling fyrir. Það eru til heilu síðurnar um þennan mann, hans stofnun og rannsóknir með yfirtitlinn "Health Fraud?". Hljómar ekki beint sannfærandi.

Finnst líka ótrúlegt að þú hafir haldið áfram með vatns-samlíkinguna, til gamans eða ekki. Gerir lítið nema grafa undan þeim skoðunum sem þú ert að reyna að koma á framfæri.

2. Holland þekki ég lítið en menninguna hér á Íslandi og í Portúgal er varla hægt að bera saman, og þá til dæmis sérstaklega ekki vínmenningu. Þú getur ekki tekið lönd með annarri menningu og öðruvísi viðhorfum (Holland?) og yfirfært líkleg áhrif yfir á land eins og Ísland.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:12
af Nördaklessa
plís læsið þessum þræði

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:14
af Gúrú
AntiTrust skrifaði:
angelic0- skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.
Mér finnst að það ætti að banna áfengi, ég sé samt engan gera það :!:
Það er tvennt ólíkt að banna eitt efni eða lögleiða annað. Ein mistök réttlæta ekki fleiri.
Bannið er nefnilega að virka og veldur samfélaginu engum skaða, right?

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:17
af AntiTrust
Gúrú skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
angelic0- skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.
Mér finnst að það ætti að banna áfengi, ég sé samt engan gera það :!:
Það er tvennt ólíkt að banna eitt efni eða lögleiða annað. Ein mistök réttlæta ekki fleiri.
Bannið er nefnilega að virka og veldur samfélaginu engum skaða, right?
Er það að virka? Já og nei, líkt og önnur lög. Meirihluti fer eftir þeim, sumir brjóta þau. Hefur alveg bókað slæm áhrif á samfélagið, en verri áhrif en ef við myndum lögleiða? Ég held ekki, en veit það auðvitað ekki frekar en neinn annar.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:32
af rapport
Oftar en ekki þa er nokkuð augljós munur á þeim sem reykja kannabis að staðaldri og þeim sem gera það ekki.

Það sama gildir um áfengi og kallast þá fólkið rónar eða a.m.k. alkar og sem slíkir fara þeir í meðferð þar sem grunnurinn að meðferðinni er að viðurkenna að þeir eigi við vandamál að stríða.

Það gildir því nokkuð samfélagslegt bann við áfengisnotkun og litið á hana sem óeðlilegan og óæskilegan (en löglegan) fylgifisk samfélagsins fyrir þa sem vilja kasta lifi sinu og heilsu á glæ.

Hver vil búa til annan slíkan afkima innan samfélagsins þar sem kannabis kæmi við sögu?

Afhverju má það ekki bara vera ólöglegt áfram?

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 13:01
af kizi86
talandi af reynslu, þá gerir þetta efni ekkert nema slæma hluti fyrir mann til lengdar.. guðslifandi feginn að hafa náð að sleppa úr klóm þessa djöflaefnis
og ég er að tala um 10+ ára neyslu þessa efnis, fyrsta árið eða svo var gaman, svo er þetta bara búið að vera helvíti...

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 13:25
af 322
AntiTrust skrifaði:1. Þú ert hérna að vísa prófessor sem er vægast sagt umdeildur, þó ekki eins umdeildur og rannsóknirnar hans eða bókin hans, þar sem þessi samanburður kemur fram. Hann er víða gagnrýndur af stórum nöfnum í heilsugeiranum og margar greinar verið skrifaðar um hann og hans verk og bent á að hann hafi lítið sem ekkert sem ýtir undir rannsóknirnar hans nema SPECT myndatökur - Sem einar og sér eru gagnrýndar helling fyrir. Það eru til heilu síðurnar um þennan mann, hans stofnun og rannsóknir með yfirtitlinn "Health Fraud?". Hljómar ekki beint sannfærandi.

Finnst líka ótrúlegt að þú hafir haldið áfram með vatns-samlíkinguna, til gamans eða ekki. Gerir lítið nema grafa undan þeim skoðunum sem þú ert að reyna að koma á framfæri.

2. Holland þekki ég lítið en menninguna hér á Íslandi og í Portúgal er varla hægt að bera saman, og þá til dæmis sérstaklega ekki vínmenningu. Þú getur ekki tekið lönd með annarri menningu og öðruvísi viðhorfum (Holland?) og yfirfært líkleg áhrif yfir á land eins og Ísland.
1. Hann er vissulega umdeildur og finnst mér lítið varið í megrunarschemeið hans (það sem hann er umdeildur fyrir), þá er ekki þar með sagt að allt sem hann snertir eða gerir sé algjörlega marklaust. Mér þótti þessi rannsókn áhugaverð og benti á hana. Skal samt fúslega viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hver þessi maður var fyrr en ég las fréttagrein um skaðsemi kaffidrykkju þar sem var bent á þessa rannsókn.

Mér þykir miður að þessi saklausa ábending grafi undan skoðunum mínum, ég er hreinlega ekki að skilja hvers vegna hún gerir það. Þú kannski útskýrir það? Ég skil heldur ekki af hverju þú segir að það sé samlíking. Ég var hvergi að bera vatn saman við kannabis og ef þú hefur lesið það út úr færslu minni getur það útskýrt af hverju þú sért ringlaður. Það sem ég meinti með þeirri ábendingu var einfaldlega nákvæmlega það sem ég skrifaði. Ekkert sem á að lesa út úr því annað.

2. Eina leiðin til að sjá hvað mundi gerast nákvæmlega væri að láta reyna á það. Eða eigum við að sleppa því af því að við erum svo ólík öllum öðrum? Það hafa ólíkar þjóðir reynt á þetta með jákvæðum árangri. Eigum við bara að loka augunum fyrir því af því að það er pólitískt rangt?
Af hverju get ég ekki tekið Portúgal inn í myndina? Veistu hvernig ástandið var þar fyrir og svo eftir breytingar? En Holland?

Ég hvet þig til þess að skoða LEAP.

Eða er ég ómarktækur því ég benti á að óhófleg neysla af vatni getur valdið dauða?

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 13:56
af AntiTrust
Nei, hann er ekki bara umdeildur fyrir megrunarkúrinn sinn, hann er einnig gagnrýndur mikið fyrir notkun sýna á SPECT, og ég get ekki betur séð en að SPECT myndatökurnar séu grunnurinn að samanburðinum hans.
Vatn er holt og gott og okkur lífsnauðsynlegt. Það mundi ekki hvarla að okkur að banna það, er það nokkuð?
Með þessari setningu fannst mér þú vera að setja vatn og kannabis á sama stall að því leytinu til að það væri holt og gott og okkur lífsnauðsynlegt. Afþví að vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt getur í MJÖG sjaldgæfum tilfellum og aðeins undir ákveðnum aðstæðum valdið dauða er ekki ólöglegt, þá ætti kannabis ekki að vera ólöglegt? Ég sé ekki rökin sem eiga að liggja í þessu.

Mín skoðun er (augljóslega) sú að við eigum að sleppa því að láta reyna á það. Mér finnst við ekki getað tekið land eins og Portúgal þar sem áfengi sem dæmi er drukkið með allt öðrum stíl heldur en hér á Íslandi, og þar með öðruvísi viðhorf gagnvart því. En nei, ég þekki ekki breytinguna á ástandinu þar né í Hollandi fyrir og eftir.

Hvað varðar LEAP þarf ég lítið að skoða, langt síðan ég rakst á þetta samfélag. Berjast fyrir því að x mikið magn af efninu verði lögleitt til einkanotkunar og lögleiða það til lyfjanotkunar.

Hvað varðar efnið sem lyf er ég sammála. Það er talsvert meira af skaðlegri efnum sem eru notuð til lækninga löglega, afhverju marijuana er ekki eitt af þeim skil ég ekki.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 14:00
af chaplin
Ég á vini sem reykja mjög svo reglulega, maður tekur vel eftir því það sem þeir virka oft pínu sljórir en einnig eru þeir allir "Know-it-All", ss. reykja, horfa á samsærismyndir og vita svörin við öllu. Óþolandi.

Síðan á ég einnig nokkra vini sem reykja í hófi, flestir þeirra eru dúxar í skólnum, einn þeirra í þriðja skipti núna á forsetalistanum, annar er núna í fyrsta skipti að fara á forsetalistann og sá þriðji er að læra 6-ta tungumálið.

Ég styð það ekki að lögleiða Cannabis útaf "stoner" félögum mínum, að sjá hversu ónýtir menn geta verið er fáranlegt, en ég myndi samt styðja Cannabis frekar en áfengi enda segja allir sérfræðingar í dag að ef það væri verið að finna upp á áfengi í dag, að þá væri það bannað.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 14:37
af SolidFeather
Mynd

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 14:45
af angelic0-
kizi86 skrifaði:talandi af reynslu, þá gerir þetta efni ekkert nema slæma hluti fyrir mann til lengdar.. guðslifandi feginn að hafa náð að sleppa úr klóm þessa djöflaefnis
og ég er að tala um 10+ ára neyslu þessa efnis, fyrsta árið eða svo var gaman, svo er þetta bara búið að vera helvíti...
Þú ert þá væntanlega að tala um 10+ára óhóflega og óreglubundna neyslu á efninu. Ég á einmitt félaga sem að eru fastir í þeim gír að reykja þetta daglega og þurfa að vera búnir að reykja sig alveg beyglaða til þess að dagurinn hjá þeim gangi upp.
daanielin skrifaði:Ég á vini sem reykja mjög svo reglulega, maður tekur vel eftir því það sem þeir virka oft pínu sljórir en einnig eru þeir allir "Know-it-All", ss. reykja, horfa á samsærismyndir og vita svörin við öllu. Óþolandi.
Vá, akkurat hópurinn sem að ég vitnaði í hérna fyrir ofan. Varla talað um annað en Chem-Trails og hvað BNA og þeirra ríkisstjórn er verkfæri djöfulsins.
daanielin skrifaði:Síðan á ég einnig nokkra vini sem reykja í hófi, flestir þeirra eru dúxar í skólnum, einn þeirra í þriðja skipti núna á forsetalistanum, annar er núna í fyrsta skipti að fara á forsetalistann og sá þriðji er að læra 6-ta tungumálið.

Ég styð það ekki að lögleiða Cannabis útaf "stoner" félögum mínum, að sjá hversu ónýtir menn geta verið er fáranlegt, en ég myndi samt styðja Cannabis frekar en áfengi enda segja allir sérfræðingar í dag að ef það væri verið að finna upp á áfengi í dag, að þá væri það bannað.
Ég er vissulega sammála því að Cannabis getur haft verulega slæm áhrif á menn sé notkun efnisins ekki höfð í hófi, en það er alveg eins með cannabis eins og áfengi, sumir ánetjast því og aðrir ekki.

Ég er í þeim hópi heppna einstaklinga sem að festist ekki í því að nota efnið, hef aldrei fundið fyrir raunverulegri fíkn í Cannabis, þau skipti sem að ég hef reykt það hefur það verið einskonar "Commune" thing þar sem að félagar og vinir hafa komið saman og þetta datt upp á borðið og horft var á Bíómynd í góðum gír etc.

Vissulega e'h sem að hefur verið endurtekið og mun verða endurtekið, en þess gætt að allt sé í hófi.

Skil ekki lið sem að nennir að reykja þetta upp á dag svo mánuðum nemur.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 15:24
af 322
AntiTrust skrifaði:Nei, hann er ekki bara umdeildur fyrir megrunarkúrinn sinn, hann er einnig gagnrýndur mikið fyrir notkun sýna á SPECT, og ég get ekki betur séð en að SPECT myndatökurnar séu grunnurinn að samanburðinum hans.
Vatn er holt og gott og okkur lífsnauðsynlegt. Það mundi ekki hvarla að okkur að banna það, er það nokkuð?
Með þessari setningu fannst mér þú vera að setja vatn og kannabis á sama stall að því leytinu til að það væri holt og gott og okkur lífsnauðsynlegt. Afþví að vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt getur í MJÖG sjaldgæfum tilfellum og aðeins undir ákveðnum aðstæðum valdið dauða er ekki ólöglegt, þá ætti kannabis ekki að vera ólöglegt? Ég sé ekki rökin sem eiga að liggja í þessu.

Mín skoðun er (augljóslega) sú að við eigum að sleppa því að láta reyna á það. Mér finnst við ekki getað tekið land eins og Portúgal þar sem áfengi sem dæmi er drukkið með allt öðrum stíl heldur en hér á Íslandi, og þar með öðruvísi viðhorf gagnvart því. En nei, ég þekki ekki breytinguna á ástandinu þar né í Hollandi fyrir og eftir.

Hvað varðar LEAP þarf ég lítið að skoða, langt síðan ég rakst á þetta samfélag. Berjast fyrir því að x mikið magn af efninu verði lögleitt til einkanotkunar og lögleiða það til lyfjanotkunar.

Hvað varðar efnið sem lyf er ég sammála. Það er talsvert meira af skaðlegri efnum sem eru notuð til lækninga löglega, afhverju marijuana er ekki eitt af þeim skil ég ekki.
Vill þá hér með leiðrétta það og ítreka að ég var ekki að setja kannabis á sama stall og vatn. Bara svo það sé alveg á hreinu. Var einungis að benda á að það mundi engum detta það til hugar að banna neyslu vatns þótt svo að fólk hafi látið lífið vegna ofneyslu.

Sjálfur reyki ég ekki gras og ég drekk ekki áfengi. Mitt val. Mér þykir breitt hugarástand óþægilegt. En ég er enginn engill, ég reyki tóbak og er því nikotín neytandi og viðurkenni fúslega að ég sé fíkill. Einnig drekk ég gos í meiri mæli en hóflegt getur talist. Þar kemur inn koffín og ég get einnig fúslega viðurkennt að ég sé koffínfíkill.
Ég er alls ekki þeirra skoðunnar að það eigi að banna áfengi, og set mig á móti þeirri hugmynd, bæði vegna persónufrelsis og til þess að koma í veg fyrir að peningagróðinn af því færu í undirheimana. Ég er þó þeirra skoðunnar að áfengi er meiri böl fyrir samfélagið heldur en kannabis ef það yrði gert löglegt eða afglæpað.

Hvenær hefur maður lesið í fréttum hér heima að maður undir áhrifum kannabis hafi ráðist á einstaklinga, haft í hótunum við lögregluþjóna og jafnvel slasað þá þegar þeir hafi reynt að sinna skyldum sínum, gengið bersersgang, valdið skemmdum á eignum eða eitthvað í þá áttina? Þegar að maður les svona fréttir er áfengi algengur fylgifiskur, þ.e. ölvaður maður eða maður undir áhrifum áfengis og annarra örvandi efna.

Þrátt fyrir þessa staðreynd, og það að sá sem lætur áfengi í sinn líkama á að hafa rétt á því hvað hann gerir við sinn líkama svo lengi sem hann skaðar ekki aðra - og þrátt fyrir að eftir að hafa meðhöndlað áfengi eru líkurnar meiri að sá verði ofbeldishneigður og komi til með að skaða aðra, set ég mig gegn því að banna ætti áfengi. Það er algjör minnihluti sem er með leiðindi og vesen eftir áfengisneyslu.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 15:56
af AntiTrust
322 skrifaði:Hvenær hefur maður lesið í fréttum hér heima að maður undir áhrifum kannabis hafi ráðist á einstaklinga, haft í hótunum við lögregluþjóna og jafnvel slasað þá þegar þeir hafi reynt að sinna skyldum sínum, gengið bersersgang, valdið skemmdum á eignum eða eitthvað í þá áttina? Þegar að maður les svona fréttir er áfengi algengur fylgifiskur, þ.e. ölvaður maður eða maður undir áhrifum áfengis og annarra örvandi efna.
Las grein fyrir ekki svo löngu, finn reyndar ekki linkinn á hana akkúrat núna. Þar voru læknar og líkskoðarar að tala um að kannabis væri í raun að valda mikið fleiri dauðsföllum heldur en efninu væri gefið credit fyrir. Þá var aðallega verið að tala um dauðsföll vegna slysfara, bílslysa og jafnvel sjálfsmorða.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 16:48
af Sallarólegur
AntiTrust skrifaði:
Gúrú skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
angelic0- skrifaði:
bulldog skrifaði:Ég er á móti lögleiðingu Cannabis. Þetta er bara bjánalegt að halda því fram að það sé skaðlaust.
Mér finnst að það ætti að banna áfengi, ég sé samt engan gera það :!:
Það er tvennt ólíkt að banna eitt efni eða lögleiða annað. Ein mistök réttlæta ekki fleiri.
Bannið er nefnilega að virka og veldur samfélaginu engum skaða, right?
Er það að virka? Já og nei, líkt og önnur lög. Meirihluti fer eftir þeim, sumir brjóta þau. Hefur alveg bókað slæm áhrif á samfélagið, en verri áhrif en ef við myndum lögleiða? Ég held ekki, en veit það auðvitað ekki frekar en neinn annar.
Spurðu Portúgal.

http://www.activistpost.com/2011/07/ten ... d-all.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 16:51
af Sallarólegur
AntiTrust skrifaði:Þar voru læknar og líkskoðarar að tala um að kannabis væri í raun að valda mikið fleiri dauðsföllum heldur en efninu væri gefið credit fyrir. Þá var aðallega verið að tala um dauðsföll vegna slysfara, bílslysa og jafnvel sjálfsmorða.
Náttúrulega bara fáránlegt. Þá ætti aldeilis að bæta við dauðsföllum af völdum áfengis, því kannabis hefur þveröfug áhrif, örvar skynvit í stað þess að deyfa þau. Það að kannabis leiði til sjálfsmorða er náttúrulega bara ekkert nema uppspuni, gætir alveg eins sagt þetta um sígarettur eða kanilsnúða.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 16:58
af worghal
ég get sagt ykkur það strax að ef þetta verði löglegt þá minkar notkun um allveg svakalegar tölur.
þegar þetta er lögleitt þá er þetta tekið með opnum örmum og þá er þetta ekkert spennandi lengur, það eru svakalega margir sem eru í svona dóti bara af því að þetta er bannað og þar af leiðandi spennandi og eru í raun bara að sækjast eftir spennunni

svo til þeirra sem segja að glæpatíðni lækki, þá er það bara af því að þetta er tekið úr heildar samreikningum á glæpum, og þar sem cannabis er svo rosalega stór sneið af kökunni, þá er það ekkert skrítið að rauntalan lækki. þetta minkar ekkert hlutfall inbrota, nauðgana eða líkamsárása.

í sambandi við dánartíðni með cannabis, þá hafa efnin sjálf ekki leitt til dauða, og því miður eru þær tölur sem eru notaðar í herferðum og það gleymist allveg að taka með viðburði sem gerast í kringum cannabis og fólks sem deyr "af völdum þess".

cannabis er ekki örvandi efni, heldur deyfilyf.

ég er hlinntur lögleiðingu en er svo sem allveg sama hvort það gerist eða ekki, en ef það færi í gegn þá mundi ég vilja sjá þetta höndlað á sama hátt og áfengi.

Re: Maríjúana

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:02
af kallikukur
daanielin skrifaði:Ég á vini sem reykja mjög svo reglulega, maður tekur vel eftir því það sem þeir virka oft pínu sljórir en einnig eru þeir allir "Know-it-All", ss. reykja, horfa á samsærismyndir og vita svörin við öllu. Óþolandi.

Síðan á ég einnig nokkra vini sem reykja í hófi, flestir þeirra eru dúxar í skólnum, einn þeirra í þriðja skipti núna á forsetalistanum, annar er núna í fyrsta skipti að fara á forsetalistann og sá þriðji er að læra 6-ta tungumálið.

Ég styð það ekki að lögleiða Cannabis útaf "stoner" félögum mínum, að sjá hversu ónýtir menn geta verið er fáranlegt, en ég myndi samt styðja Cannabis frekar en áfengi enda segja allir sérfræðingar í dag að ef það væri verið að finna upp á áfengi í dag, að þá væri það bannað.
Ha ha alveg óþolandi þegar vinirnir detta í samsærismynda gírinn og gera mann brjálaðann.
Annast lít ég þetta sömu augum , ef maður horfir á þetta eins og áfengi er þetta mun "hollara" og minna ávanabindandi.