Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?
Sent: Sun 07. Des 2008 22:27
Hvernig er það með utanlands gagnamagn á metronetinu, hverjar eru reglur vodafone varðandi þær?
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://gamma.vaktin.is/
Skomm, þú ert væntanlega að tala um Internet aðgang á MetroNetinu ( MetroNetið er í raun og veru MPLS netið hjá Vodafone ), en á MetroNetinu ( eins og hjá NETsamböndum Símans ) þá kaupir þú fyrirfram ákveðið gagnamagn sem þú færð á verði X ( yfirleitt hærra en á einstaklingsmarkaði ) og svo greiðir þú fyrir umframgagnamagn. Þeir voru nú með MBið á 2,49 en ég giska að þeir hafi lækkað það um leið og þeir lækkuðuð það á einstaklingsmarkaði, annað væri nú óeðliegt....gardar skrifaði:Hvernig er það með utanlands gagnamagn á metronetinu, hverjar eru reglur vodafone varðandi þær?
Held að þeir skildu betur hversu reiður þú værir, ef að þú caps lockaðir ekki, en notaðir orð til að hljóma reiður (sbr. andskotans, helvítis, rugl er þetta, etc.)VIV skrifaði:Sælir Vaktarar..
Kveðjur..VIV.
Kreppa, hann tefst. Jafnvel óljóst hvort að hann verði lýstur, þar sem að stærsti kaupandinn að bandvídd á honum ( Verne Holding ) eru orðnir eithvað shaky á að standa við sinn part af dílnumgardar skrifaði:Hvað er annars að frétta af danice... Á/átti hann ekki að koma í janúar 2009?
Kom fram í einhverju af sjónvarpsviðtölunum við Iðnaðarráðherra að honum myndi seinka lítillega ( hann á að vera kominn og í virkjun ) og Verne Holding er búin að vera væla eins og mother fuckers að það sé allt í uppnámi hjá þeim vegna gjaldeyrishafta, sem gæti verið eða þá bara að Bjöggi á ekki alveg jafn miklar peninga og hann á.gardar skrifaði:Var að fletta í gegnum fréttir og ég hef ekki séð neinar fréttir um að danice hafi verið frestað.... Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar depill?
Annars er það nú spurning hvort verðlagningin á honum verði eitthvað heppilegri en á farice.... Þessir strengir geta jú borið heilmikinn hraða... En það er ekki samasem merki um að þeir muni gera það...
Síðustu athugasemdina set ég fram vegna þess að flest mælikerfi á Íslandi er tekin út til þess að það sé hægt að fullvissa það um þau séu að mæla rétt og séu ennfremur stöðluð þannig að ekki sé munur frá aðila A og B. Þetta er gert með vissa ára fresti, það er mjög óeðlilegt að þetta skuli ekki vera gert með gagnamagn, sérstaklega fyrirtækjagagnamagn þar sem það er magnmælt alveg uppí topp ( án þaks ).Ég til Neytendastofu skrifaði: Mig langar að senda ábendingu vegna ógagnsæis í þjónustumerkingu hjá Símanum vegna niðurhals á gögnum. Síminn auglýsir 40 GB niðurhal með tveimur stærstu þjónustuleiðunum sínum, hins vegar er það gagnamagn bundið við 10 GB á viku, sem þýðir að maður þarf að tímasetja gagnamagnið sitt eftir vikum ef ná skal uppí auglýst þak.
Ef maður bíður með það til dæmis til síðustu viku þá getur maður ekki náð þessu þaki og er maður fyrst takmarkaður í 1 Mb/s þegar náð hefur verið 10 GB gagnamagni og svo 0.256 Mb/s þegar 20 GB gagnamagni hefur náð ( sem er ekki skilgreint í skilmálum símans ).
Þess vegna finnst mér að Síminn ætti að vera tilneyddur að annað hvort að leggjast frá því að setja vikuleg takmörk eða vera tilneyddur til þess að auglýsa tengingar sínar með 10 GB gagnamagnsþaki á viku, en ekki 40 GB gagnamagnsþaki á mánuði til þess að neytandinn geti séð hvað hann er að kaupa án þess að þurfa að rýna ítarlega í skilmála Símans.
Ennfremur set ég athugasemdir við það að bæði Síminn, Tal og Vodafone séu með mælieiningakerfi ( þar sem ég kaupi líka tengingar fyrir fyrirtæki sem eru gagnamagnsmældar án þaks ) sem ekki þurfa vottun og eru ekki með reglulegar úttektir né neinar reglugerðir um uppbyggingu þeirra sem gæti hugsanlega skekkt niðurhalsverð til þeirra sem þurfa að greiða fyrir fullt gagnamagnsverð. Þetta þykir mér óeðlilegt.
Síminn hefur sem sagt 10 daga frest ( giska 10 virka daga frest frá því deginum í dag til þess að svara fyrir ásakanir um ógagnasæi í auglýsingum og verðlagningu og vona ég að það eigi eftir að rætast eithvað úr því, ég ætla allavega að fylgja því eftir sem best ég get.Neytendastofa skrifaði: Sæll Davíð Fannar.
Meðfylgjandi er niðurstaða Neytendastofu í tilefni athugasemda þinna við breytingu á skilmálum Símans á Internetþjónustu. Þá vil ég geta þess að Símanum hefur verið send athugasemd vegna kynningar þeirra á Internetþjónustu sem birtist á heimasíðu þeirra. Hefur Síminn 10 daga frest til að koma að athugasemdum.
Með kveðju,
Skiptir ekki málison
Neytendastofa
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Sími 5101100
Fax 5101101
http://www.neytendastofa.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Neytendastofa skrifaði: Með bréfi Neytendastofu til Símans, dags. 21. nóvember sl., var með vísan til 5. og 8. gr. laga nr. 57/2005, um eftirleit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, óskað skýringa á skilmálabreytingum Símans á áskriftaleiðum fyrirtækisins sem bera nöfnin Bestur og Langbestur. Breytingin, sem stofnuninni virtist verulega íþyngjandi fyrir áskrifendur, fólst m.a. í því að á stuttum tíma hefði 80 GB gagnamagni í erlendu niðurhali á mánuði, sem innifalið var í þessum áskriftarleiðum, verið minnkað einhliða af hálfu Símans, niður í 40 GB. Verð á þjónustunni breyttist ekki.
Í bréfi lögmanns Símans til Neytendastofu, dags. 5. desember sl., segir að öllum viðskiptavinum sem skráðir voru í framangreindar þjónustuleiðir hafi verið tilkynnt um breytingarnar átta dögum áður en þær tóku gildi. Af því tilefni vill Neytendastofa vekja athygli á 3. mgr. g. liðar 37. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Þá sé þeim hluta viðskiptavina Símans sem bundið hafa sig í viðskipti til 6 mánaða frjálst að segja upp samningnum sætti þeir sig ekki við skilmálabreytinguna. Það sé undir Símanum komið líkt og öðrum fyrirtækjum sem bjóði vörur og þjónustu hvaða þjónustu hann bjóði viðskiptavinum sínum. Síminn hafi fulla heimild til þess að breyta þjónustuframboði sínu hvort sem þær leiði til aukningar eða skerðingar á framboðinu fari það ekki með afturvirkum hætti viðskiptavinum í óhag.
Þegar gerður er þjónustusamningur við Símann um áskriftarleiðirnar Bestur og Langbestur er vísað í skilmála Símans um þjónustuna, „Skilmálar internetþjónustu“ en þá má finna á heimasíðu fyrirtækisins. Í 30. gr. þeirra segir að Síminn áskilji sér rétt til að endurskoða skilmálana án fyrirvara ef þörf krefji. Að mati Neytendastofu verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en áskrifendur þurfi að gangast undir skilmálana til þess að fá þjónustuna og þ.a.l. m.a. að samþykkja rétt Símans til að endurskoða einhliða skilmála Internetþjónustunnar. Verður því ekki séð að einhliða ákvörðun Símans um minnkun á heimiluðu erlendu niðurhali gagnamagns í áskriftarleiðunum Bestur og Langbestur sé brot á ákvæðum laga nr. 57/2005. Mun Neytendastofa því að svo komnu ekki hafa frekari afskipti af máli þessu.
Afrit: Póst- og fjarskiptastofnun
Andriante skrifaði:ég hringdi í farice um daginn og þeir sögðu að danice kæmi í júní
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/ ... gjast_med/" onclick="window.open(this.href);return false;Mbl.is skrifaði: Færeyska símafyrirtækið Føroya Tele fylgist grannt með þróun mála hér á landi, en verði íslenska félagið E-Farice gjaldþrota gæti það haft alvarleg áhrif á samband Færeyja við umheiminn.
Føroya Tele á 20% í E-Farice á móti Íslendingum, en Í frétt Dimmalætting segir að lagning nýs sæstrengs milli Íslands og Danmerkur hafi verið frestað. Ætlunin sé að hefja lagningu að nýju í maí, en það sé háð því að bankar gangi frá nýju samkomulagi við fyrirtækið í febrúar.
Hmm varðandi smá letrið, þá í tilfelli mínu voru skilmálarnir öðruvísi þegar ég skráði mig í Internetþjónustu hjá Símanum. En allavega ....Hamrammur skrifaði:
Ég hringdi í Vodafone í gær til að athuga hvort þeir gerðu slíkt hið sama og hvort þeir gætu boðið eitthvað betur en Síminn.
Mér til mikillar ánægju þá buðu þeir mér 80GB erlent niðurhal per mánuð óháð því hvenar í mánuðinum ég hala því niður, á aðein 1800 kr.
meira en ég er að greiða símanum fyrir 40GB og með þessum skíta reglum þeirra. Þeir reyndar rukka fyrir umfram magn en þar sem mánaðarnotkun
mín fer sjaldan yfir 60GB per mán að þá ætti ég að vera í fínum málum.
Jamm ætla að senda Dr. Gunna póst. Neimm, og 10 dagarnir eru liðnir og á 11 degi ( virka degi ) sendi ég póst og hef hringt upptir til þess að reyna ná í kauðann sem er með málið mitt, en hann er alltaf upptekinn víst og svarar ekki pósti. Það virðist vera með þessa gæja ásamt öðrum embættisgæjum að þegar erfið mál koma upp sem þeir hafa ekki bein svör við þá ákveða þeir bara að setja sig a ignore og svara engu. Ætla samt að senda á hann núna aftur og reyna aftur í fyrramálið.GuðjónR skrifaði:Þannig að þeir sem eru að horfa á frírásirnar borga 7200kr á ári, eða 36000 kr á fimm árum fyrir "afnot" af einhverju crap tæki sem kostar örugglega ekki nema 3-5 þúsund krónur í magn-innkaupum símans.
Laglegt okur þar á ferð! látið Dr.Gunna vita!
Gallinn við svona stór fyrirtæki eins og símann er sá að það á það enginn og öllum starfsmönnunum er nákvæmlega sama.
Þó 500 manns tækju sig saman og myndi segja upp símum og neti á einu bretti þá myndi engin spyrja neins, þjónustufulltrúarnir eru áskrifendur launa sinna og þeim gæti ekki verið meira sama.
Svo er bara eitthvað gjaldþrota *.group út í bæ sem á þetta, heitir það ekki Exista grúp? og er 99.9% minna virði núna en fyrir 4 mánuðum?
p.s. depill.is ertu búinn að fá endanlegan úrskurð?
jamm, ég get notað minn eigin búnað ( og geri það ), en mér var hins vegar neitað þegar ég vildi gera það og þeir sögðu að ég yrði að taka við búnaðinum. Ég er allavega að fara niðrí Síma á morgun, kemst þá að því réttaemmi skrifaði:Eftir því sem ég best veit þá getur þú alveg notað eigin router hjá Símanum. Þeir neita bara að hjálpa þér ef þú ert ekki með þeirra búnað ef eitthvað kemur uppá. :p