Síða 6 af 7
Sent: Þri 31. Jan 2006 03:14
af ICM
jaðarbúnaðúr endist líka betur, þarft ekki að kaupa þér nýtt lyklaborð á hverju ári ef þú ætlar að geta spilað leiki.

Sent: Þri 31. Jan 2006 14:26
af Veit Ekki
IceCaveman skrifaði:jaðarbúnaðúr endist líka betur, þarft ekki að kaupa þér nýtt lyklaborð á hverju ári ef þú ætlar að geta spilað leiki.

Nema að þú sért að spila leiki þar sem þú getur verið frekar pirraður og lemur soldið í lyklaborðið.

Sent: Fim 02. Feb 2006 20:28
af corflame
IceCaveman skrifaði:jaðarbúnaðúr endist líka betur, þarft ekki að kaupa þér nýtt lyklaborð á hverju ári ef þú ætlar að geta spilað leiki.

Sama með skjái. Ég fjárfesti í skjá fyrir 114þús 1997/1998. Sé ekki eftir því, er tvímælalaust eina fjárfestingin í tölvubúnaði sem hefur haldið gildi sínu allan tímann (þá er ég ekki að tala um verðgildi).
Er ennþá að nota þennan skjá og er bara hæstánægður með hann. Reikna með að nota hann þangað til hann deyr og þá má reikna með að peningurinn sem ég hef sett í þetta sé innan við 1000kr á mánuði (verðbólga ekki tekin með í dæmið...)
Sent: Fim 02. Feb 2006 21:34
af ICM
Skjáir endast því miður ekki eins lengi og halda mætti, jafnvel þessir nýju LCD skjáir!
Ef þið eruð að fara að fjárfesta í nýjum skjá þá er lágmark að hann styðji HDCP þar sem HighDefinition video (HD-DVD/Blu-Ray) verður ekki hægt að spila án þess.
Sent: Fim 02. Feb 2006 21:56
af urban
corflame skrifaði:IceCaveman skrifaði:jaðarbúnaðúr endist líka betur, þarft ekki að kaupa þér nýtt lyklaborð á hverju ári ef þú ætlar að geta spilað leiki.

Sama með skjái. Ég fjárfesti í skjá fyrir 114þús 1997/1998. Sé ekki eftir því, er tvímælalaust eina fjárfestingin í tölvubúnaði sem hefur haldið gildi sínu allan tímann (þá er ég ekki að tala um verðgildi).
Er ennþá að nota þennan skjá og er bara hæstánægður með hann. Reikna með að nota hann þangað til hann deyr og þá má reikna með að peningurinn sem ég hef sett í þetta sé innan við 1000kr á mánuði (verðbólga ekki tekin með í dæmið...)
ekki veit ég hvernig þú færð út innan við þúsund kall á mánuði...
ég reikna með að ef þú segir 97/98 þá sé það ca um ára mót og síðan eru liðnir 97 mánuðir...

Sent: Fim 02. Feb 2006 22:57
af Birkir
Hann er líklega ekki viss og reiknar bara með því að hann hafi keypt hann snemma 1997.
Sent: Fim 02. Feb 2006 23:38
af Pandemic
Ég keypti minn skjá á 90þúsund og það var alls ekki slæm fjárfesting mun endast mér lengi.
Sent: Fös 03. Feb 2006 02:55
af gumol
IceCaveman skrifaði:Ef þið eruð að fara að fjárfesta í nýjum skjá þá er lágmark að hann styðji HDCP þar sem HighDefinition video (HD-DVD/Blu-Ray) verður ekki hægt að spila án þess.
Það sem framleiðandi vill/reynir að þvinga fram og það sem er hægt eru tveir mismunandi hlutir. Vonum það besta.
Sent: Mið 01. Mar 2006 17:43
af wICE_man
Bara til að endurvekja gamlan þráð og til að standa við orð mín, þá tilkynnist það hér með að G15 lykklaborðin koma í kísildalinn þann 3/3/06, þ.e. á föstudaginn.
Verðið verður 7.500kr og geri aðrir betur.
Ég biðst afsökunar á því að þetta skuli vera mánuði seinna en ég hafði upphaflega gert mér vonir um en betra er seint....
Sent: Mið 01. Mar 2006 17:51
af Blackened
Já.. hverslensk eru þessi lyklaborð segiru?
hvernig er stafauppröðunin.. ég kann ágætlega við dönsk lyklaborð tildæmis..
bara að forvitnast
Sent: Mán 06. Mar 2006 15:17
af wICE_man
Ég panta þau frá Danmörk en þau eru með U.S-layout, ég veit, það er hræðilegt en ég fann þau ekki einu sinni með þýskri stafasettningu. Enn sem komið er virðast þau vera eingöngu með Enskri uppsettningu.
Sent: Mán 06. Mar 2006 16:48
af Rusty
eru þó engar framtíðarspáir um íslenska uppröðun á tökkum?
Sent: Mán 06. Mar 2006 17:00
af wICE_man
Hvorki Logitech né microsoft hafa nokkru sinni að mér vitandi framleitt Íslensk lyklaborð, allar líkur eru á því að þeir muni ekki gera það á næstu árum og alls ekki í takmörkuðu upplagi eins og með G15

Sent: Mán 06. Mar 2006 17:04
af Rusty
hafa logitech né microsoft aldrei? finnst eins og ég sé að sjá þessi lyklaborð allsstaðar.
Sent: Mán 06. Mar 2006 18:00
af gnarr
bara með límmiðum.
Sent: Mán 06. Mar 2006 19:44
af DoRi-
urr, á akkurat engann pening núna
þarf víst að fara að vinna í saltfiski .....
að vinna í saltfiski er eitthvað það leiðinlegast sem ég hef gert
Sent: Þri 07. Mar 2006 11:05
af wICE_man
Rusty skrifaði:hafa logitech né microsoft aldrei? finnst eins og ég sé að sjá þessi lyklaborð allsstaðar.
Hef spurt flesta heildsala á Íslandi að þessu, Start og Tölvudreifing buðu að mér skilst einu sinni í 10.000 lyklaborð frá öðrum hvorum þessara aðila, öll af sömu tegund og fengu þvert nei! Þið getið nú rétt séð að það er enginn markaður fyrir 10.000 G15 lyklaborð á landinu.
Sent: Mið 12. Apr 2006 02:32
af zedro
Fyrir þá sem vilja þá er BT að selja þessi lyklaborð á 12.900kr (eða 15.900kr) tók eftir þeim í smáralindinni í dag

Sent: Mið 12. Apr 2006 03:31
af gumol
Ég held ég bíði frekar eftir að kísildalur fái þetta aftur og spari 5000 kr. (eða 8000 kr.?)Svakalegur verðmunur er þetta.
Sent: Mið 12. Apr 2006 10:47
af DoRi-
vinnuveitandi minn fær svona borð bráðlega á 7500kall, (mínus einhver starfsmanna afsláttur fyrir mig

)
Sent: Mið 12. Apr 2006 12:24
af hahallur
Pabbi minn var staddur í danmörku og ég bað hann um að kaupa eitt í SHG, kostaði 5500 kr isl.
Sent: Mið 12. Apr 2006 14:04
af zream
Pff, búinn að nota mitt í marga mánuði

Sent: Mið 12. Apr 2006 17:48
af hahallur
Þá er mitt hreinna.... FACE !!!
Sent: Mið 12. Apr 2006 18:12
af zream
Never, tek það í sundur eftir hvern klukkutíma sem ég nota það og tek loftbrúsa og ryksugu.
Eða, það tæki klukkutíma að taka það í sundur.
Edti: woohoo 200póstar
Sent: Mið 12. Apr 2006 21:51
af zedro
hahallur skrifaði:Pabbi minn var staddur í danmörku og ég bað hann um að kaupa eitt í SHG, kostaði 5500 kr isl.
Eru þá ekki danskir stafir á því
