Ég veit ekki hversu mikið fólk hefur kynnt sér þennan málaflokk en bara svo það komi fram.
Fólk innan ESB getur komið hingað any time, unnið og notið þjónustu samfélagsins hérna, fengið lyfin sín afgreidd þegar það er í fríi hérna og pantað tíma hjá tannlækni eða farið á slysó með sjúkratryggingakortið sitt.
Og það er hellingur af fólki sem gerir það og LSH rukkar sjúkratryggingar sem rukka tryggingakerfi viðkomandi lands.
Aðili frá landi sbr. Serbíu sem er ekki í ESB fær ekki þessa þjónustu, þá gildir ferðatryggingin hans, hann greiðir allt út í hönd og fær endurgreitt þegar hann getur heima hjá sér, ekki nema kostnaðurinn hafi verið of mikill, þá þarf að virkja einhverjar greiðslur strax í gegnum tryggingafélag viðkomandi.
Serbi gæti ekki hafið störf á Íslandi nema vera kominn með ráðningasamning áður en hann kemur til landsins + sjúkratryggingu frá innlendu tryggingafélagi á ábyrgð vinnuveitanda, og svo náttúrulega húsnæði.
Ef hann kemur sem ferðamaður og fær óvart vinnu, þá verður hann að fara úr landi og sækj aum atvinnuleyfi og koma aftur inn í landið eftir að hann fær það.
Ég er t.d. búinn að vera í marga mánuði með vinnu fyrir serbneskan félaga minn sem ég er búinn að þekkja í sex ár í gegnum leikjaspilun á netinu.
Það virðist ekki skipta neinu máli hvað ég geri hérna heima, það er alltaf eitthvað sem klikkar og ég þarf að byrja dæmið upp á nýtt.
Að komast til Íslands til að vinna á vinnumarkaði sem nær ekki að manna grunnstoðir samfélagsins... er ómögulegt fyrir mikið af fólki sem vill bara fá vinnu.
Hvað er flóttamaður og hvað er hælisleitandi?
Svarið er hér:
http://www.flotti.org/againstallodds/fa ... ee_IS.html
Og hvað er algengt að fólk sé að misskilja um flóttamenn?
Svarið er hér:
http://www.flotti.org/againstallodds/fa ... ns_IS.html
Ég er svo sjálfur viðskiptafræðingur og þegar ég útskrifaðist þá var svar mitt við öllum samfélagslegum vandamálum frjáls markaður, að draga úr afskiptum ríkisins og leyfa fólkinu að ráða.
Ég hef oftar á ævinni kosið xD og xB í gegnum tíðina en xÞ, xS eða xV.
Það er örugglega hægt að sjá mínar skoðanir taka þessa U beygju hérna á vaktinni í þráðunum sem maður hefur kommentað á yfir tíðina.
En það sem fór alveg með frjálshyggjuna var að vinna á LSH í 10 ár og upplifa það ár eftir ár eftir ár eftir ár að fjárheimildir væru skornar niður, að það væri talað niður til sjúklinga, talað niður til opinbera kerfisins á meðan einkaðilar voru hylltir fyrir að hafa sjúklinga að féþúfu.
Ef það væri hægt að græða beint á komu flóttafólks, þá væri mannúðin miklu meiri hjá hægri vængnum, svo mikið er víst.
https://stundin.is/grein/5311/kari-um-b ... diskerfis/