Mér finnst ég vera með góða lógík þegar kemur að því að keyra á vinstri akrein. Ef ég er að fara hraðar en umferðin á hægri akreinum held ég mig bara á henni. Ef einhver kemur fyrir aftan mig á meiri hraða þá færi ég mig frá jafnvel þótt ég þurfi að hægja á mér.
Það er ekkert hlutverk mitt að sjá til þess að fólk framfylgi umferðarreglum og hindra hann. Hann er að keyra hraðar en ég og þessvegna á ég að víkja af vinstri akreininni til að hleypa honum framhjá.
Geri þetta alveg sama hvort ég er á hámarkshraða eða langt undir eða hvað sem er.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 16:56
af Gúrú
Klemmi skrifaði:Ég nota vinstri akreinina óspart þegar ég ek á meiri hraða heldur en umferðarhraða hægri akreinar. Ég tel það stofna mínu og annara öryggi í hættu að færa mig alltaf beint yfir á hægri akreinina þegar það er ekki bíll þar, þar sem ég mun eftir nokkrar sekúndur þurfa að taka fram úr næsta bíl.
Ekkert að því.
Klemmi skrifaði:Það er svaka nett að koma inn í þráð og leggja mönnum orð til munns í tilraun til að láta þá líta illa út.
Ég var að lýsa því hvernig þú kæmir út - gera gys að þér. Á sama máta og þú varst að hæðast að þeim sem taka umferðarmálum alvarlega.
Það er ekki eins og að orðin þín hafi staðið orðrétt í innlegginu mínu eins og þú sagðir þau, er það? Úps jú. Svo hvernig gæti ég verið að blekkja nokkurn?
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:37
af Frantic
More to come...
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:41
af Dúlli
Frantic skrifaði:More to come...
Klessa bara á hana og fá bílinn bættan ef þú ert á eithverjum bíl sem er að detta í sundur
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:44
af biturk
capteinninn skrifaði:Mér finnst ég vera með góða lógík þegar kemur að því að keyra á vinstri akrein. Ef ég er að fara hraðar en umferðin á hægri akreinum held ég mig bara á henni. Ef einhver kemur fyrir aftan mig á meiri hraða þá færi ég mig frá jafnvel þótt ég þurfi að hægja á mér.
Það er ekkert hlutverk mitt að sjá til þess að fólk framfylgi umferðarreglum og hindra hann. Hann er að keyra hraðar en ég og þessvegna á ég að víkja af vinstri akreininni til að hleypa honum framhjá.
Geri þetta alveg sama hvort ég er á hámarkshraða eða langt undir eða hvað sem er.
Nei, það áttu ekki að gera ef þú ert á hámarkshraða, það er að sviga og er bannað og hættulegt, það að einhvet sé óþolinmóður og þarf að vera að keira of hratt á ekki að hafa áhrif á þinn akstur og þú átt ekki að skipta um akgrein (ef ert á hámarkshraða) fyrit hraðafíkn annara, allar frammúrtökur og akgreinaskipti skapa hættu í umferðinni og á að reina að takmarka eins og unnt er eins og var kennt í bílprófi
EN þú átt heldur ekki að negla niður eða reina að hindra framúrakstur, þú átt bara að halda þínu striki ( enn og aftut allt miðað við að þú sért ekki að keira undir hámarkshraða enda á ekki að keira undir hámarkshraða á vinstri)
Klemmi í raun sagði hlutina ótrúlega vel það sem ég er búin að vera að reina að koma frá mér
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:11
af Frantic
Dúlli skrifaði:
Frantic skrifaði:More to come...
Klessa bara á hana og fá bílinn bættan ef þú ert á eithverjum bíl sem er að detta í sundur
Þykir ágætlega vænt um bílinn minn
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:15
af KermitTheFrog
biturk skrifaði:
capteinninn skrifaði:Mér finnst ég vera með góða lógík þegar kemur að því að keyra á vinstri akrein. Ef ég er að fara hraðar en umferðin á hægri akreinum held ég mig bara á henni. Ef einhver kemur fyrir aftan mig á meiri hraða þá færi ég mig frá jafnvel þótt ég þurfi að hægja á mér.
Það er ekkert hlutverk mitt að sjá til þess að fólk framfylgi umferðarreglum og hindra hann. Hann er að keyra hraðar en ég og þessvegna á ég að víkja af vinstri akreininni til að hleypa honum framhjá.
Geri þetta alveg sama hvort ég er á hámarkshraða eða langt undir eða hvað sem er.
Nei, það áttu ekki að gera ef þú ert á hámarkshraða, það er að sviga og er bannað og hættulegt, það að einhvet sé óþolinmóður og þarf að vera að keira of hratt á ekki að hafa áhrif á þinn akstur og þú átt ekki að skipta um akgrein (ef ert á hámarkshraða) fyrit hraðafíkn annara, allar frammúrtökur og akgreinaskipti skapa hættu í umferðinni og á að reina að takmarka eins og unnt er eins og var kennt í bílprófi
EN þú átt heldur ekki að negla niður eða reina að hindra framúrakstur, þú átt bara að halda þínu striki ( enn og aftut allt miðað við að þú sért ekki að keira undir hámarkshraða enda á ekki að keira undir hámarkshraða á vinstri)
Klemmi í raun sagði hlutina ótrúlega vel það sem ég er búin að vera að reina að koma frá mér
Þér er líka kennt í ökunámi að halda þig hægra megin.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:18
af biturk
Æiiii kommon drengur, spurðu hvaða kennara sem er hvort þú átt frekar að skipta oft um akgrein eða velja akgrein við hæfi....svarið kemur þér sennilega á óvart því það er mun meiri hætta að vera alltaf að skipta um akgrein
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 19:14
af Orri
biturk skrifaði:það að einhvet sé óþolinmóður og þarf að vera að keira of hratt á ekki að hafa áhrif á þinn akstur og þú átt ekki að skipta um akgrein (ef ert á hámarkshraða)
biturk skrifaði:þú átt bara að halda þínu striki
Ef einhver er ólöglega lagður á götunni sem ég er að keyra á, á ég ekki að leyfa því að hafa áhrif á minn akstur, halda mínu striki og keyra bara á bílinn? Bara því hann er að brjóta lögin?
Útúrsnúningur, ég veit, en sérðu í alvörunni ekki hvað þetta er vitlaus hugsunarháttur hjá þér? Þetta er að mínu mati eitt stærsta vandamál íslenskra bílstjóra.
Maður á að keyra eftir aðstæðum og taka tillit til annarra.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 19:39
af biturk
Það er einmitt það sem ég er að reina að segja en þú hlýtur að sjá að maður fer ekki að sviga milli akgreina bara til að halda fámennum hóp lögbrjóta ánægðum, svig á milli akgreina er hættulegt og á að lágmarka og er mun mikilvægara að minnka heldur að allir eigi að vera á hægri svo örfáir geti keirt of hratt
Umburðarlyndi er lykillinn og þolinmæði þar að auki
Ef þú ætlar að beygja til vinstri eftir að hafa komið inná akbraut með vinstri beygju....haltu þig á hámarkshraða á vinstri þar til þú beygir aftur....ef þú ert á hámarkshraða á engin að þurfa að taka frammúr þér og truflunin er engin
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 19:56
af Glazier
biturk skrifaði:Það er einmitt það sem ég er að reina að segja en þú hlýtur að sjá að maður fer ekki að sviga milli akgreina bara til að halda fámennum hóp lögbrjóta ánægðum, svig á milli akgreina er hættulegt og á að lágmarka og er mun mikilvægara að minnka heldur að allir eigi að vera á hægri svo örfáir geti keirt of hratt
Umburðarlyndi er lykillinn og þolinmæði þar að auki
Ef þú ætlar að beygja til vinstri eftir að hafa komið inná akbraut með vinstri beygju....haltu þig á hámarkshraða á vinstri þar til þú beygir aftur....ef þú ert á hámarkshraða á engin að þurfa að taka frammúr þér og truflunin er engin
Varst þú ekki hættur í þessari umræðu?
Ef þú villt ekki svigandi menn í umferðinni skalt þú færa þig til að fækka þessum svig beygjum.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 20:22
af kizi86
ein spurning, af hverju eigum við að þurfa að bera tillit til þeirra sem eru lögbrjótar en ekki þessir blessuðu lögbrjótar eiga ekki að sýna okkur löghlýðnu einstaklingum tillitssemi ?
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 21:15
af biturk
Glazier skrifaði:
biturk skrifaði:Það er einmitt það sem ég er að reina að segja en þú hlýtur að sjá að maður fer ekki að sviga milli akgreina bara til að halda fámennum hóp lögbrjóta ánægðum, svig á milli akgreina er hættulegt og á að lágmarka og er mun mikilvægara að minnka heldur að allir eigi að vera á hægri svo örfáir geti keirt of hratt
Umburðarlyndi er lykillinn og þolinmæði þar að auki
Ef þú ætlar að beygja til vinstri eftir að hafa komið inná akbraut með vinstri beygju....haltu þig á hámarkshraða á vinstri þar til þú beygir aftur....ef þú ert á hámarkshraða á engin að þurfa að taka frammúr þér og truflunin er engin
Varst þú ekki hættur í þessari umræðu?
Ef þú villt ekki svigandi menn í umferðinni skalt þú færa þig til að fækka þessum svig beygjum.
Nei, þá er ég að sviga til að komast mínar leiðir loglega
Þu þarft ekki að taka frammur mer ef eg er a hamarkshraða og þess vegna þarftu ekki að sviga heldur ef þu keiri loglega og synir þolinmæði
End of story ekki floknara en það nema með undantekningum a forgangsumferð eins og ljos, syrenur eða hvit veifa i neiðartilvikum
Ef þu truir mer ekki, hringdu þa i okukennara og spurðu að þessu
En eg er alveg sammala að þeir sem keira undir hamarkshraða eiga ekki að vera a vinstri nema til að beygja til vinstri
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 22:16
af dori
biturk skrifaði:Nei, það áttu ekki að gera ef þú ert á hámarkshraða, það er að sviga og er bannað og hættulegt, það að einhvet sé óþolinmóður og þarf að vera að keira of hratt á ekki að hafa áhrif á þinn akstur og þú átt ekki að skipta um akgrein (ef ert á hámarkshraða) fyrit hraðafíkn annara, allar frammúrtökur og akgreinaskipti skapa hættu í umferðinni og á að reina að takmarka eins og unnt er eins og var kennt í bílprófi
Þú ert að misskilja hvað það að sviga á milli akreina er. Það að keyra á hægri og taka framúr á vinstri og skipta aftur yfir á hægri er ekki að sviga. Það er eðlilegt flæði umferðar. Ef þú skilur það ekki áttu ekki heima í umferðinni.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 22:38
af biturk
Það er ekki það sem eg er að tala um, lestu betur
Eðlilegt flæði umferðar er að allir fari eftir logum og seu ekki að tefja.....ef eg keiri a hamarkshraða a vinstri þa er eg ekki að tefja og enginn þarf að taka frammur mer og engin vandamal, vandamalið eru þeir sem ekki geta farð eftir logun og keirt a loglegum hraða hvort sem það er of hægt eða hratt
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 22:38
af KermitTheFrog
dori skrifaði:
biturk skrifaði:Nei, það áttu ekki að gera ef þú ert á hámarkshraða, það er að sviga og er bannað og hættulegt, það að einhvet sé óþolinmóður og þarf að vera að keira of hratt á ekki að hafa áhrif á þinn akstur og þú átt ekki að skipta um akgrein (ef ert á hámarkshraða) fyrit hraðafíkn annara, allar frammúrtökur og akgreinaskipti skapa hættu í umferðinni og á að reina að takmarka eins og unnt er eins og var kennt í bílprófi
Þú ert að misskilja hvað það að sviga á milli akreina er. Það að keyra á hægri og taka framúr á vinstri og skipta aftur yfir á hægri er ekki að sviga. Það er eðlilegt flæði umferðar. Ef þú skilur það ekki áttu ekki heima í umferðinni.
Jabb soldið mikið. Ef maður notar stefnuljós Og spegla þá ætti enginn að vera í hættu.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 22:44
af Glazier
biturk skrifaði:Þu þarft ekki að taka frammur mer ef eg er a hamarkshraða og þess vegna þarftu ekki að sviga heldur ef þu keiri loglega og synir þolinmæði
Hvernig veistu hvort að "ökuníðingurinn" fyrir aftan þig sé mögulega að flýta sér með barnið/konuna/manninn/ömmu/afa eða einhvern á spítala?
Og þá ætlar þú að negla niður vegna þess að þú ert á hámarkshraða á vinstri akrein og villt ekki leyfa "níðingnum" fyrir aftan þig að komast leiðar sinnar?
Asni.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 23:02
af biturk
Hættu að leggja mer orð i munn drengur og vertu kurteis, lestu það sem eg skrifa, eg hef ALDREI sagt að ég negli niður heldur þvert á móti hef ég talað um að slikt eigi EKKI að gera
Það er þá einföld lausn við því....hvít veifa, eg hef alltaf þannig í bílunum mínum eins og sjúkrakassa, teppi og fleira fyrir neiðartilvik og ég vorkenni engum að hafa það líka fyrir neiðartilvik....þú ert eingöngu að reina að réttlæta eigin hraðakstur og að þú persónulega eigir forgang í umferðinni sem er eitt mesta kjaftæði sem ég hef nokkru sinnum lesið
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Mið 27. Ágú 2014 23:44
af I-JohnMatrix-I
Klemmi skrifaði:
Gúrú skrifaði:Umferðarmál eru dauðans alvara.
Er enginn í þínum tengslahóp sem hefur lent í lífsgæðaskerðandi bílslysi? Heppinn.
Verður það einhver sem þú þekkir ekki sem deyr vegna hægfara umferðar? Heppinn.
Það er svaka nett að koma inn í þráð sem snýst um umferðina og segjast vera sama um allt og alla.
Það er svaka nett að koma inn í þráð og leggja mönnum orð til munns í tilraun til að láta þá líta illa út.
Ég sagði aldrei að mér væri sama um allt og alla. Hins vegar þegar menn eru farnir að biðja einhvern annan um að fjölga sér ekki vegna þess að hann bregst heimskulega við þegar lögbrjótur fyrir aftan hann fer að ógna hans öryggi, þá erum við ekki lengur að einbeita okkur að staðreyndum eða einu sinni álitamál, heldur láta tilfinningar stjórna, sem er hvorki sniðugt í umræðu á netinu né út í umferðinni.
Það að flauta í umferðinni án þess að hafa góða ástæðu til (svo sem vegna þess að einhver er "einungis" á hámarkshraða á vinstri akrein) er hættulegt. Óheppni ég þekki einstakling sem lenti í alvarlegu slysi því honum brá þegar það var flautað á hann, þannig að hann keyrði í veg fyrir annan bíl.
Ég nota vinstri akreinina óspart þegar ég ek á meiri hraða heldur en umferðarhraða hægri akreinar. Ég tel það stofna mínu og annara öryggi í hættu að færa mig alltaf beint yfir á hægri akreinina þegar það er ekki bíll þar, þar sem ég mun eftir nokkrar sekúndur þurfa að taka fram úr næsta bíl. Það eykur almennt árekstrarhættu að skipta milli akreina, þar sem þá ertu ekki að einbeita þér að því sem er fyrir framan þig, heldur einnig til hliðar og fyrir aftan. Hins vegar lendi ég stundum í því að menn mæta fyrir aftan mig og byrja að blikka ljósunum, því ég er ekki að bruna nægilega hratt fram úr bílunum á hægri akrein fyrir þeirra smekk, sama þó svo ég sé ágætlega yfir hámarkshraða.
Slíkir menn tel ég að séu talsvert hætturlegri heldur en þeir sem hanga á vinstri akreininni á hámarkshraða, enda er að mínu mati ekki hægt að flokka það sem hægfara umferð.
Ef að allir myndu bara einbeita sér að umferðinni í staðin fyrir að vera stanslaust að pirra sig á öðrum, þá er ég handviss um að umferðaslysum myndi fækka.
Þú vilt sem sagt meina það að ef einhver á 95 á 90 götu blikki bílinn fyrir framan hann, að þá sé hann að stofna bílnum fyrir framan sig í meiri hættu heldur en ef fávitinn fyrir framan hann neglir niður?
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Fim 28. Ágú 2014 00:00
af bigggan
Ein spurning afhverju eigum við lögfylgendum að taka tillit til þau sem brjóta lögum? á það ekki að vera öfugt?
PS. það er ólöglegt að keyra frammúr hægramegin við bila sem eru á vinstri akrein svo það er alveg gert ráð fyrir að bila meiga vera á vinstri akrein.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Fim 28. Ágú 2014 00:06
af Klemmi
Klemmi skrifaði:Ég sagði aldrei að mér væri sama um allt og alla. Hins vegar þegar menn eru farnir að biðja einhvern annan um að fjölga sér ekki vegna þess að hann bregst heimskulega við þegar lögbrjótur fyrir aftan hann fer að ógna hans öryggi, þá erum við ekki lengur að einbeita okkur að staðreyndum eða einu sinni álitamál, heldur láta tilfinningar stjórna, sem er hvorki sniðugt í umræðu á netinu né út í umferðinni.
I-JohnMatrix-I skrifaði:
Þú vilt sem sagt meina það að ef einhver á 95 á 90 götu blikki bílinn fyrir framan hann, að þá sé hann að stofna bílnum fyrir framan sig í meiri hættu heldur en ef fávitinn fyrir framan hann neglir niður?
Þið og Gúrú megið skemmta ykkur við að lesa of mikið í og rangtúlka það sem ég segi eins mikið og þið viljið.
Menn eru ekki sammála hér og munu aldrei verða það, ég ætla ekki að taka þátt í umræðu sem endar í svona sandkassaleik.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Fim 28. Ágú 2014 00:59
af Danni V8
bigggan skrifaði:Ein spurning afhverju eigum við lögfylgendum að taka tillit til þau sem brjóta lögum? á það ekki að vera öfugt?
PS. það er ólöglegt að keyra frammúr hægramegin við bila sem eru á vinstri akrein svo það er alveg gert ráð fyrir að bila meiga vera á vinstri akrein.
Þetta snýst ekki um að taka tillit til lögbrjóta vs. löghlýðna. Heldur á þetta að snúast um umferðaröryggi númer 1 2 og 3. Það er neikvætt gagnvart umferðaröryggi að hanga á vinstri akrein á sama hraða og hægri akrein. Þrátt fyrir að umferðarlögin segja að hámarkshraði á 2-3 akreina hraðbraut, með engum kross gatnamótum án þess að það séu ljós í allar áttir eða mislægt gatnamót, sé 80 eða 90, þá ráða þessir vegir við alveg TÖLUVERT meiri hraða án þess að stofna umferðaröryggi í hættu. Um leið og fólk fer að tefja fyrir öðrum ökumönnum sem notfæra sér þessa vegi eins og þeir bjóða uppá, þá fer að myndast neikvæðni, pirringur og óþolinmæði í umferðinni og það eykur hættu töluvert meira en 10-20 km/h umfram hámarkshraða.
Ég er alls ekki að réttlæta hraðakstur, þó að mér finnist það sennilega minnsta vandamálið í umferðinni í Reykjavík. Ef að ég ætti að giska, miðað við að hafa ekið töluvert í umferðinni á Íslandi og erlendis síðustu 10 ár síðan ég fékk bílpróf, þá myndi ég áætla að vel yfir helmingur af Íslendingum myndu kolfalla í ökumati erlendis og vera sviptir ökuréttindum þangað til þeir hafa setið námskeið.
Þegar ég er á vinstri akrein og sé að einhver er að nálgast hraðar en ég er að keyra, þá færi ég mig undantekningarlaust yfir á hægri akrein. Á Íslandi eru menn það vanir fólki sem gerir þetta ekki að það er orðin venja hjá sumum að hreinlega færa sig á hægri til að taka frammúr þeim, ef pláss gefst. Þetta á náttúrulega alls ekki að geta gerst.
Ég væri til í að sjá þessi sérfræðinga sem taka lögin í sínar hendur prófa þetta erlendis, á hraðbrautum þar sem það tíðkast kannski eðlilegt að keyra á 140-160 á hraðbrautum meira að segja þar sem settur hámarkshraði er bara 120.
Í janúar á þessu ári fór ég til Bretlands og keyrði mikið þar á breskum bíl. Á einni hraðbrautinni var 70mph hámarkshraði. Ég keyrði þar á 85-100mph en samt var ekkert fólk að þvælast fyrir á hægri akrein (sem er fastlane þar). Það bara færði sig þegar ég kom. Síðan lenti ég líka í því á sama veg nokkrum sinnum að bílar tóku frammúr mér. Löghlíðnipúkarnir á Íslandi sem eru sjálfsettir lögregluþjónar myndu sennilega fá flogakast í þessum aðstæðum.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Fim 28. Ágú 2014 01:04
af I-JohnMatrix-I
Klemmi skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég sagði aldrei að mér væri sama um allt og alla. Hins vegar þegar menn eru farnir að biðja einhvern annan um að fjölga sér ekki vegna þess að hann bregst heimskulega við þegar lögbrjótur fyrir aftan hann fer að ógna hans öryggi, þá erum við ekki lengur að einbeita okkur að staðreyndum eða einu sinni álitamál, heldur láta tilfinningar stjórna, sem er hvorki sniðugt í umræðu á netinu né út í umferðinni.
I-JohnMatrix-I skrifaði:
Þú vilt sem sagt meina það að ef einhver á 95 á 90 götu blikki bílinn fyrir framan hann, að þá sé hann að stofna bílnum fyrir framan sig í meiri hættu heldur en ef fávitinn fyrir framan hann neglir niður?
Þið og Gúrú megið skemmta ykkur við að lesa of mikið í og rangtúlka það sem ég segi eins mikið og þið viljið.
Menn eru ekki sammála hér og munu aldrei verða það, ég ætla ekki að taka þátt í umræðu sem endar í svona sandkassaleik.
Hvernig væri þá að taka fram hvernig hann er að ógna hans öryggi? Því það gerir hann ekki með því að blikka hann, hinsvegar er aðilinn fyrir framan að stofna sjálfum sér og öllum nálægt í hættu með því að negla niður.
Bílar eru misvel stiltir og er hraði á hraðamæli nánast aldrei nákvæmur og þetta vita þeir sem hafa keyrt með gps tæki í bílnum. Bílinn fyrir framan gæti þersvegna verið á 85 og bílinn fyrir aftan á 90 án þess að fremri bílstjórinn(braudrist) viti af því. Bílinn fyrir aftan blikkar og fremmri bíllinn neglir niður.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Fim 28. Ágú 2014 01:10
af Klemmi
I-JohnMatrix-I skrifaði:Hvernig væri þá að taka fram hvernig hann er að ógna hans öryggi? Því það gerir hann ekki með því að blikka hann, hinsvegar er aðilinn fyrir framan að stofna sjálfum sér og öllum nálægt í hættu með því að negla niður.
braudrist skrifaði:Keyri á hámarkshraða á vinstri ef mér sýnist. Ef einhver fyrir aftan mig byrjar að blikka háu ljósunum eða flautar, þá einfaldlega negli ég bara á bremsuna. Hámarkshraði er hámarkshraði og hann skal alltaf virða.
Klemmi skrifaði:Það að flauta í umferðinni án þess að hafa góða ástæðu til (svo sem vegna þess að einhver er "einungis" á hámarkshraða á vinstri akrein) er hættulegt. Óheppni ég þekki einstakling sem lenti í alvarlegu slysi því honum brá þegar það var flautað á hann, þannig að hann keyrði í veg fyrir annan bíl.
Tók fram hvernig hann var að ógna öryggi, auk þess tók ég fram að mér finndist það heimskuleg viðbrögð að negla niður, en þú lest greinilega bara það sem þú vilt lesa í svörunum.
Re: Ökuníðingar á Íslandi
Sent: Fim 28. Ágú 2014 01:12
af Orri
Danni V8 skrifaði:--Böns af texta--
Amen!
Held að við getum slúttað þessari umræðu hér með og haldið áfram að pósta myndböndum