Síða 6 af 7
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 18:50
af appel
chaplin skrifaði:@Apple: Það sem ég átti við með erfðabreyttur matur, ef það á að banna sígrettur - væri þá ekki mjög eðlilegt að banna erfðabreyttan mat? Þetta er bæði eitur, fólk kaupir sjálfsagt mun meira af erfðabreyttum mat en það gerir sér grein fyrir og hefur því skaðleg áhrif á það án þess að þau viti af því.
Og áfengi, hvað ætli margir týni lífi útaf "drunk driving", þá á ég auðvita við fórnalömb.
Enda er skylda að merkja matvæli sem eru erfðabreytt.
Enda er ólöglegt að aka undir áhrifum áfengis.
Að reykja ofan í lungun á öðrum er ekki ólöglegt. Það hefur með hörku tekist að henda reykingapakkinu út úr húsum, einsog bíóhúsum, íþróttahúsum, vinnustöðum, veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Öll skiptin var mótmælt mikið.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 19:05
af urban
chaplin skrifaði:@Apple: Það sem ég átti við með erfðabreyttur matur, ef það á að banna sígrettur - væri þá ekki mjög eðlilegt að banna erfðabreyttan mat? Þetta er bæði eitur, fólk kaupir sjálfsagt mun meira af erfðabreyttum mat en það gerir sér grein fyrir og hefur því skaðleg áhrif á það án þess að þau viti af því.
Og áfengi, hvað ætli margir týni lífi útaf "drunk driving", þá á ég auðvita við fórnalömb.
Þú getur valið um það hvort að þú kaupir þér erfarbreyttan mat.
og drunk driving
ætlaru í alvörunni að taka það sem dæmi ?
það er ólöglegt að keyra fullur, einmitt út af hættunni á þessu sem að þú vilt nota sem dæmi
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 19:22
af Gúrú
chaplin skrifaði:@Apple: Það sem ég átti við með erfðabreyttur matur, ef það á að banna sígrettur - væri þá ekki mjög eðlilegt að banna erfðabreyttan mat? Þetta er bæði eitur, fólk kaupir sjálfsagt mun meira af erfðabreyttum mat en það gerir sér grein fyrir og hefur því skaðleg áhrif á það án þess að þau viti af því.
Ég á engin orð yfir fáránleikann sem að þú varst að skrifa.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 19:35
af steinarorri
Gúrú skrifaði:chaplin skrifaði:@Apple: Það sem ég átti við með erfðabreyttur matur, ef það á að banna sígrettur - væri þá ekki mjög eðlilegt að banna erfðabreyttan mat? Þetta er bæði eitur, fólk kaupir sjálfsagt mun meira af erfðabreyttum mat en það gerir sér grein fyrir og hefur því skaðleg áhrif á það án þess að þau viti af því.
Ég á engin orð yfir fáránleikann sem að þú varst að skrifa.
x2
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 19:41
af tveirmetrar
Gúrú skrifaði:chaplin skrifaði:@Apple: Það sem ég átti við með erfðabreyttur matur, ef það á að banna sígrettur - væri þá ekki mjög eðlilegt að banna erfðabreyttan mat? Þetta er bæði eitur, fólk kaupir sjálfsagt mun meira af erfðabreyttum mat en það gerir sér grein fyrir og hefur því skaðleg áhrif á það án þess að þau viti af því.
Ég á engin orð yfir fáránleikann sem að þú varst að skrifa.
Held nú að þetta sé skrifað með það í huga að sala og noktun á tóbaki væri alveg bönnuð en ekki það sem umræðan snýst um í þessu tilviki, að banna reykingar í kringum annað fólk.
chaplin skrifaði:Nú hef ég ekki lesið í gegnum þráðinn, langar helst ekki að blanda mér í þetta, en ef það á að banna tóbak .........
En gott að grípa gæsina og snúa útúr en reyna ekki að skilja hvað fólk á við eða er að misskilja í umræðunni

Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 19:52
af Moldvarpan
Þetta er afar skondin umræða, búin að fara langt langt út fyrir topicið.
Ég er reykingamaður, ég blæs aldrei reyknum framan í aðra og reyni að standa í vindátt frá öðrum. En mér er skítsama hvort þeim finnst þetta góð eða vond lykt. Ef fólki finnst þetta virðingarleysi, þá er mér líka skítsama.
Ég verð mjög sjaldan veikur, 1 sinni eða sjaldnar á ári. Flest allir sem ég vinn með eru mikið oftar veikari en ég, og fæstir sem reykja.
Ég hef ekki fengið krónu frá ríkinu vegna minnar fíknar(leita til læknis vegna reykinganna), heldur er ég að borga hundruðir þúsunda á ári í skatt af tóbakinu.
Að ganga frammhjá reykingarmanni sem stendur utandyra, eru ekki óbeinar reykingar í skilningi laganna.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:15
af Gúrú
tveirmetrar skrifaði:Held nú að þetta sé skrifað með það í huga að sala og noktun á tóbaki væri alveg bönnuð en ekki það sem umræðan snýst um í þessu tilviki, að banna reykingar í kringum annað fólk.
Hann kallaði erfðabreyttan mat 'eitur', sem er það flónlegasta sem að ég hef séð í allan dag.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:19
af appel
Moldvarpan skrifaði:Þetta er afar skondin umræða, búin að fara langt langt út fyrir topicið.
Ég er reykingamaður, ég blæs aldrei reyknum framan í aðra og reyni að standa í vindátt frá öðrum. En mér er skítsama hvort þeim finnst þetta góð eða vond lykt. Ef fólki finnst þetta virðingarleysi, þá er mér líka skítsama.
Ég verð mjög sjaldan veikur, 1 sinni eða sjaldnar á ári. Flest allir sem ég vinn með eru mikið oftar veikari en ég, og fæstir sem reykja.
Ég hef ekki fengið krónu frá ríkinu vegna minnar fíknar(leita til læknis vegna reykinganna), heldur er ég að borga hundruðir þúsunda á ári í skatt af tóbakinu.
Að ganga frammhjá reykingarmanni sem stendur utandyra, eru ekki óbeinar reykingar í skilningi laganna.
Sjálfsblekkingar reykingamanna:
1.
ÉG veld engum öðrum skaða með MÍNUM reykingum og hef ALDREI gert, ENGINN hefur andað að sér reyk frá MÍNUM sígarettum.
2.
ÉG er fílhraustur, ALDREI veikur. ÉG er undantekningin!
Svo ljúka þeir alltaf máli sínu með þeim rökum:
MÉR er skítsama um AÐRA.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:20
af rapport
Moldvarpan skrifaði:
Ég hef ekki fengið krónu frá ríkinu vegna minnar fíknar(leita til læknis vegna reykinganna), heldur er ég að borga hundruðir þúsunda á ári í skatt af tóbakinu.
Það ert ekki bara þú, það eru allir hinir reykingamennirnir líka... tölfræðin er á móti ykkur enda staðreynd að reykingar valda sjúkdómum.
Ég minntist á það áður að fólk sem kann sér ekki hóf með , áfengi, dóp, sykur, fitu, reykingar, snyrtimennsku, samskipti o.s.frv. kostar allt ríkið peninga enda er það félagsþjónustan sem veitir þessum einstaklingum mjög víðtæka þjónustu, allt frá því að vekja fólk á morgnana í að svipta það sjálfræði og leggja inn á stofnun þar sem það var orðið hættulegt sjálfum sér og öðrum.
Einstaklingur sem er tekinn oft við að keyra undir áhrifum ætti kannski að hljóta sömu hjálp enda stofnar viðkomandi sjálfum sér og öðrum í lífshættu.
En fólk sem neytir þessara efna og brýtur ekki af sér á annan hátt er látið í friði og fær ekki dóm fyrir eitt eða neitt.
Það er kært fyrir fíkniefnabrot ef verið er að kæra fólk á annað borð fyrir eitthvað annað, en þá til að undirstrika þann vanda sem viðkomandi á við að etja og jafnvel til að tryggja að viðkomandi fái rétta meðferð í fangelsum landsins.
p.s. reykingar = sannað að skaði fólk.
Erfðabreytt stöff = ekki jafn sannað.
Við skulum sjá hvernig það þróast en ef það sannast upp á erfðabreytt matvæli að þau séu skaðleg, þá verða þau bönnuð. Annað væri mjög óeðlilegt.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:25
af dandri
Þá væri réttast að banna áfengi og koffín líka. Lang algengustu eiturlyfin by far. Sérðu það gerast?
Það að banna hluti sem fólk sækist í er rugl.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:41
af tveirmetrar
Gúrú skrifaði:tveirmetrar skrifaði:Held nú að þetta sé skrifað með það í huga að sala og noktun á tóbaki væri alveg bönnuð en ekki það sem umræðan snýst um í þessu tilviki, að banna reykingar í kringum annað fólk.
Hann kallaði erfðabreyttan mat 'eitur', sem er það flónlegasta sem að ég hef séð í allan dag.
My bad, sammála þér þar...
Held samt að hinir sem tóku undir hafi ekki verið að lesa þetta þannig...
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:42
af rapport
dandri skrifaði:Þá væri réttast að banna áfengi og koffín líka. Lang algengustu eiturlyfin by far. Sérðu það gerast?
Það að banna hluti sem fólk sækist í er rugl.
Áfengi er góð spurning, enda ljóst að mun meira böl tengist því en mörgu öðru.
Eitt og eitt djamm/fyllerí og vínglas eða bjó öðru hvoru veldur engum heilsuskaða svo ég viti til, ekki nema neytandi aki bíl eða fari að brjóta önnur lög.
Fólkið í kringum neytandann verður ekki fyrir skaða en t.d. ættu foreldrar ekki að drekka ef þau eiga að vera hafa eftirlit með börnunum sínum ( þó svo þau séu sofandi þá stundina)
Reykingar innan um fólk skaða aðra en neytandann, þessvegna er ekki hægt að hafa "reykingabar" því að þó svo allir komi þangað til að reykja þá er að vinnuverndarmál fyrir starfsfólkið.
Ég þekki ekki skaðsemi koffíns en drekk sjálfur mikið kaffi og hef verið að reyna fara úr svona 10 bollum á dag niður í 2-3, það er ekkert grín.. liggur við erfiðara en að hætta að reykja.
En ég veit ekki til þess að félagsþjónustan eða ríkið púkki upp á kaffidrykkjufólk, átta mig ekki á hver kostnaður samfélagsins vegna þeirra er, ef einhver...
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 20:49
af appel
Reyndar verið talað um að kaffi sé fínt í hófi, séu heilsubót af því.
En sígarettur í hófi? Ekki alveg sama tóbakið

Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 21:02
af GuðjónR
Fyrir nokkrum árum mátti reykja vinstra megin í flugvélum, hægri gangurinn var reyklaus eða þannig...
Enn styttra er síðan það mátti reykja í á veitingastöðum, síðan var reynt að búa til reykingarsvæði með einhverjum skilrúmum...
Þetta er bara þróunin...sem betur fer.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 21:10
af rapport
GuðjónR skrifaði:Fyrir nokkrum árum mátti reykja vinstra megin í flugvélum, hægri gangurinn var reyklaus eða þannig...
Enn styttra er síðan það mátti reykja í á veitingastöðum, síðan var reynt að búa til reykingarsvæði með einhverjum skilrúmum...
Þetta er bara þróunin...sem betur fer.
Loksins hægt að fara með krakkana á kaffihús

Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 21:27
af GuðjónR
rapport skrifaði:GuðjónR skrifaði:Fyrir nokkrum árum mátti reykja vinstra megin í flugvélum, hægri gangurinn var reyklaus eða þannig...
Enn styttra er síðan það mátti reykja í á veitingastöðum, síðan var reynt að búa til reykingarsvæði með einhverjum skilrúmum...
Þetta er bara þróunin...sem betur fer.
Loksins hægt að fara með krakkana á kaffihús

Já og veitingastaði bara án þess að anga af þessari ólykt.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 23:16
af Minuz1
appel skrifaði:Ef að reykingar eru svona "öruggar", einsog sumir halda fram hérna, hvað er þá að því að þú þurfir að borga fyrir alla heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóma sem rekja má til reykinga þinna?
Hvernig er sá reikingur?
Væri til í að þú myndir sína framá einhver rök í máli þínu.
Þú byrjaðir á því að kalla reykingarfólk óhæft til rökræðu en hefur ekki komið með neinn gögn um neinar af þínum "staðreyndum"
Bitch...please!
Hvað er reykingarmaður sem er búinn að reykja í 50 ár 1 pakka á dag + 7% vexti á þeirri upphæð búinn að greiða mikið til ríkissins?
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Þri 12. Feb 2013 23:59
af chaplin
@appel & urban: Góður punktur, leit ekki svona á dæmið. Ég hef þó aldrei tekið eftir merkingum á matvælum ef þær eru erfðabreyttar, hugsanlega bara ótrúlega lítið um það á Íslandi. Hver er samt ykkar skoðun á erfðabreyttum mat? Bara saklaus forvitni.
@Gúrú: Eitur var hugsanlega dálítið öfgafult, gefið. En mér finnst ég alltaf vera að rekast á greinar þar sem fjallað er um að erfðabreyttur matur er líklegast alls ekki án hættu. Ef það mun þó eitthvern tímann vera hægt að tengja erfðabreyttan mat við ótrúlega aukningu á krabbameini þá er skoðun mín kannski ekkert svo "fáranleg".
Og svo það sé á hreinu, að þá væri ég alveg til að sjá bann á sígrettum almennt, myndi hjálpa mér helling að hætta - finnst þó að það mætti þá einnig skoða önnur mál.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 00:00
af tveirmetrar
Minuz1 skrifaði:appel skrifaði:Ef að reykingar eru svona "öruggar", einsog sumir halda fram hérna, hvað er þá að því að þú þurfir að borga fyrir alla heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóma sem rekja má til reykinga þinna?
Hvernig er sá reikingur?
Væri til í að þú myndir sína framá einhver rök í máli þínu.
Þú byrjaðir á því að kalla reykingarfólk óhæft til rökræðu en hefur ekki komið með neinn gögn um neinar af þínum "staðreyndum"
Bitch...please!
Hvað er reykingarmaður sem er búinn að reykja í 50 ár 1 pakka á dag + 7% vexti á þeirri upphæð búinn að greiða mikið til ríkissins?
Í prósentum örugglega svona 0,1- 0,5 % meira en næsti jói sem eyðir peningunum sínum í eitthvað annað sem er líka skattur af, vsk og tollur (eins og er af öllu). Og þar sem láglaunafólk reykir hlutfallslega meira þá er þetta sennilega 0,1% - 0,5% minna en meðalmanneskja á Íslandi sem hann hefur greitt í ríkiskassann...

Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 00:24
af rapport
Afhverju fagna reykingamenn þessu ekki, það er fólkið sem veit hversu mikið böl þessi sjálseyðingarhvöt er?
Vill einhver að fleiri fari að reykja, annar en sá sem græðir á sölu tóbaks?
Vill einhver hér að mamma sín eða börnin sín byrji að reykja?
Ef það er engin ástæða að byrja má ekki hætta að selja þetta, t.d. til að vernda börn og unglinga frá þessu, aðgengið er allt of auðvelt.
M.v. eitrið í þessu o.s.frv. afhverju ekki að selja þetta eingöngu í apótekum?
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 02:01
af Minuz1
rapport skrifaði:Afhverju fagna reykingamenn þessu ekki, það er fólkið sem veit hversu mikið böl þessi sjálseyðingarhvöt er?
Vill einhver að fleiri fari að reykja, annar en sá sem græðir á sölu tóbaks?
Vill einhver hér að mamma sín eða börnin sín byrji að reykja?
Ef það er engin ástæða að byrja má ekki hætta að selja þetta, t.d. til að vernda börn og unglinga frá þessu, aðgengið er allt of auðvelt.
M.v. eitrið í þessu o.s.frv. afhverju ekki að selja þetta eingöngu í apótekum?
Útaf því að það er ekki að vera að spyrja okkur hvort okkur þætti það réttlætanlegt.
Það er verið að banna okkur að gera eitthvað (þótt það sé heimskulegt) með rökum sem eru reist á röngum forsendum.
Ég tel þetta mín verstu misktök í lífinu, ef eitthvað sem ég væri til í að losna við, þá væru það reykingar.
Það eru til leiðir til að losna við þetta, en sú leið verður að koma frá fólki sem glímir við þennan djöful, ekki frá fólki með fordómum gegn efninu, fólkinu og staðreyndum málsins.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 05:45
af danheling92
Nennir einhver plís að breyta titlinum á þessum þráð í rétta stafsetningu? Ég dey smátt og smátt eftir því oftar sem ég les þetta.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 09:01
af appel
Fór í ræktina snemma í morgun. Labba ferskur út úr ræktinni og í ferska kalda loftið til að kæla mig, og dreg djúpt að mér andann.... nema hvað... þarna stendur ung þybbin kona reykjandi sígarettu við hliðina á dyrunum.... og ég fæ reyk ofan í lungun á mér og ógeðistilfinningu.
Óbeinar reykingar eru ógeðslegar.
Hver kannast ekki við óbeinu reykingarnar við útidyrnar hjá Smáralindinni? Bregst aldrei þar.
Við eigum ekki að láta þetta líðast. Einhverntímann á maður eftir að springa og ráðast á þetta lið, einsog það ræðst á mig.

Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 09:14
af GuðjónR
appel skrifaði:Hver kannast ekki við óbeinu reykingarnar við útidyrnar hjá Smáralindinni? Bregst aldrei þar.
Sammála, þú finnur stybbuna langt inn í Hagkaup þegar verst lætur. Sjálfhverfa liðinu er alveg sama, enda er það jú sjálfhverft.
Re: Er maðurinn alveg búin að tapa sér?
Sent: Mið 13. Feb 2013 10:55
af svanur08
Rosalega getiði malað endalaust um þetta, þetta er eins og never ending story
