Síða 5 af 5

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 02:00
af Steini B
Það er rétt, það eru ekki allir sem mundu meika það að eyða frítíma eða vinnutíma í það að hjálpa fólki.
En mér finnst það gaman og því er ég í björgunarsveit :) Mér er alveg sama hvort það var bara pjúra heimska eða óheppni, það skiptir bara ekki máli...

Og þetta með að það séu farnar "skemmtiferðir", vitið þið hvernig leitarhundar eru þjálfaðir?
Þeir eru þjálfaðir þannig að leit er bara leikur og fá verðlaun fyrir. S.s. þeir skemmta sér þegar þeir eru að leita
Mér finnst alveg eðlilegt að ég fái td. sleða lánaðann til að bruna smá til að halda mér við.
(það eru jú samt alltaf til svartir sauðir inná milli, og sumir meira en það)

Flugeldar eru hættulegir og mér finnst að hver sem er eigi ekki að selja þetta.
En fyrst það mega allir selja þetta þá auðvitað skilur maður að á þessum tíma verslar margt fólk frekar þar sem er ódýrast.


Vona bara að allir hafi það gott yfir hátíðirnar og farið ykkur ekki af voða yfir áramótin
Ps. Munið eftir hlífðargleraugunum ;)

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 04:33
af Black
http://visir.is/snjokoma-i-borginni--le ... 1111229121" onclick="window.open(this.href);return false;

allt að gerast :nerd_been_up_allnight

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 04:36
af Tesy
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna 17 ára pilts sem var villtur uppi við Vatnsenda.
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/12/2 ... vatnsenda/" onclick="window.open(this.href);return false;

Áhugavert

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 07:59
af blitz
Ef menn þekkja Björgunarsveitamenn sem vinna á flugeldasölum er hægt að fá c.a. 40% afslátt hjá þeim.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 08:18
af Ulli
Steini B skrifaði:Það er rétt, það eru ekki allir sem mundu meika það að eyða frítíma eða vinnutíma í það að hjálpa fólki.
En mér finnst það gaman og því er ég í björgunarsveit :) Mér er alveg sama hvort það var bara pjúra heimska eða óheppni, það skiptir bara ekki máli...

Og þetta með að það séu farnar "skemmtiferðir", vitið þið hvernig leitarhundar eru þjálfaðir?
Þeir eru þjálfaðir þannig að leit er bara leikur og fá verðlaun fyrir. S.s. þeir skemmta sér þegar þeir eru að leita
Mér finnst alveg eðlilegt að ég fái td. sleða lánaðann til að bruna smá til að halda mér við.
(það eru jú samt alltaf til svartir sauðir inná milli, og sumir meira en það)

Flugeldar eru hættulegir og mér finnst að hver sem er eigi ekki að selja þetta.
En fyrst það mega allir selja þetta þá auðvitað skilur maður að á þessum tíma verslar margt fólk frekar þar sem er ódýrast.


Vona bara að allir hafi það gott yfir hátíðirnar og farið ykkur ekki af voða yfir áramótin
Ps. Munið eftir hlífðargleraugunum ;)

Hérna úti er þeta bara selt í Bónus :sleezyjoe

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 21:42
af Glazier
Hehe.. :lol:

http://sannleikurinn.com/heim/gudi-se-l ... nkaadilana" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 22:50
af UnderArmour
Eins og allir vita þá er mjög dýrt að kaupa flugelda í dag, mikið af fólki á klárlega ekki efni á því. En þeir sem kaupa flugelda ÆTTU að kaupa þá af björgunarsveitum, hafa ekki íþróttafélug eru með fullt af styrktaraðilum og hafa tekið það að sér að safna dósum afhverju eru þeir þá að troða sér inn í flugelda söluna líka ?

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 23:00
af dori
UnderArmour skrifaði:Eins og allir vita þá er mjög dýrt að kaupa flugelda í dag, mikið af fólki á klárlega ekki efni á því. En þeir sem kaupa flugelda ÆTTU að kaupa þá af björgunarsveitum, hafa ekki íþróttafélug eru með fullt af styrktaraðilum og hafa tekið það að sér að safna dósum afhverju eru þeir þá að troða sér inn í flugelda söluna líka ?
Af hverju geta björgunarsveitir ekki tekið að sér að safna dósum og hvað annað sem íþróttafélög gera líka?

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 23:01
af kallikukur
Það sem að mér þætti ásættanlegt er að einkaaðilar myndu þá selja meira af sérhæfðu dóti sem er meira hugsað fyrir virkilegt áhugafólk um flugelda.
Eins og staðan er núna þar sem að meira að segja fjölskyldupakkar og slíkt sem björgunarsveitirnar státa af eru seldar af þessum rasshausum er slæm.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 23:14
af UnderArmour
@ dori, afþví að þeir sela flugelda og eru ekkert í því að taka dósasöluna af íþróttafélugunum, afhverju geta þá íþróttafélug ekki bara haldið sér við sitt og sleppt flugeldunum ?

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fim 29. Des 2011 23:19
af Magneto
UnderArmour skrifaði:@ dori, afþví að þeir sela flugelda og eru ekkert í því að taka dósasöluna af íþróttafélugunum, afhverju geta þá íþróttafélug ekki bara haldið sér við sitt og sleppt flugeldunum ?
enginn að banna björgunarsveitinni að tína dósir og enginn að banna íþróttafélögum að selja flugelda :happy :D

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fös 30. Des 2011 01:00
af natti
Íþróttafélögin safna ekki dósum...
Krakkarnir í íþróttafélögunum safna stundum dósum til þess að niðurgreiða ferðir og annað þess háttar.
Þessi dósasöfnun hefur samt eitthvað minnkað og í staðinn lagt meiri áhersla á sölu klósettpappírs, lakkrís og annað dótarí sem krakkarnir reyna að pranga inn á ættmenni og vinnufélaga foreldranna.
Aðallega vegna þess að margir foreldrar eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að að krakkar séu að banka upp á hjá ókunnugu fólki að spyrja um dósir.
(Og þá í staðinn eru núna yfirleitt fullorðnir sendir með í dósasöfnunina, og ekki nenna fullorðnir að gera það trekk í trekk...)

Svo má alveg gera greinarmun á íþróttarfélögum og öðrum "einkaaðilum"; þ.e.a.s. fyrirtækjum o.þ.h.
Íþróttafélögin vinna líka gott starf.

Ég hvet fólk til að versla hjá Björgunarsveitunum, en það verður svo bara að eiga það við eigin samvisku hvort það gerir það eða ekki.
En það síðasta sem ég myndi vilja er að Björgunarsveitirnar fengju einkaleyfi (eins og sumir vilja) á flugeldasölu.
Mér finnst frábært að fólk hafi val, og ef það væri ekki fyrir þetta val væri verðið eflaust 1500% hærra.

Mér finnst að sumt björgunarsveitarfólk mætti samt aðeins minnka hrokann hjá sér í "við björgum fólki og því erum við betri en aðrir".
Þetta viðhorf er oft áberandi í kringum áramótin en þetta viðhorf er samt viðrað öðru hvoru yfir árið.
Þeir einstaklingar sem eru með þetta viðhorf (og tekst stundum að koma því áfram í fjölmiðla eða missa það út úr sér á blogginu sínu eða í venjulegum samræðum) skemma alveg ótrúlega mikið fyrir öðru björgunarsveitarfólki sem að upp til hópa vinnur mjög gott og óeigingjarnt starf án hrokans.

Edit: Svona til að það komi fram, þegar ég versla flugelda (engir í ár) þá versla ég hluta hjá Björgunarsveit og hluta hjá einkaaðila.
Einfaldlega vegna þess að fyrir sama pening fæ ég uþb 2x meira hjá "einkaaðila".
Í mínu tilfelli snýst þetta bara um að hafa nógu mikið af litlu dóti og svo fer kvöldið í að stilla upp og leiðbeina litla fólkinu við að kveikja á rakettum.
Og svo ein stór terta til að sprengja á slaginu 00:00

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Fös 30. Des 2011 01:06
af HalistaX
UnderArmour skrifaði:Eins og allir vita þá er mjög dýrt að kaupa flugelda í dag, mikið af fólki á klárlega ekki efni á því. En þeir sem kaupa flugelda ÆTTU að kaupa þá af björgunarsveitum, hafa ekki íþróttafélug eru með fullt af styrktaraðilum og hafa tekið það að sér að safna dósum afhverju eru þeir þá að troða sér inn í flugelda söluna líka ?
Sumar björgunarsveitirnar safna dósum, veit ekki hve oft ég hef þurft að ganga í gegnum það helvíti..