Jæja, kominn með CM9 og nýtt lúkk. Get loksins tekið screenshots eftir smá maus
Er að nota Nova Prime Launcher, sem ég fíla í botn. Lúkkar vel og er með sniðuga fídusa sem t.d. Trebuchet vantar. Stilltur á 5x5 grid, eins og sést líklega. Blurraði út allt sem getur talist viðkvæmt. Widget-upptalning í röð frá vinstri til hægri, ofanfrá og niður.
Homescreen #1
MemoWidget, HoneyComb Clock FREE, WidgetZoid, 3G Watchdog, JuicePlotter, JuiceDefender Pro, Simple Calendar Widget.
Homescreen #2
Hér er ég bara með shortcuts á þau öpp sem ég nota mest (og nokkur sem ég nota sjaldnar). Better Battery Stats widgetið þarna er eiginlega bara filler.
Homescreen #3
Stærra Simple Calendar Widget, Google Drive (sem ég nota reyndar sama og ekkert) og Twitter widget.
Homescreen #4
Beautiful Widgets veðurapparat, SoundHound∞, doubleTwist Player widget.
App Drawer
Allt raðað í möppur, þökk sé Nova Prime. Dealbreaker fyrir mig ef launcher er ekki með þann fídus. Nova er reyndar með óhentugri leið til að raða í möppur en TouchWiz, en það skiptir ekki öllu máli þar sem maður þarf bara að gera það einu sinni (plús þegar maður bætir við apps reyndar).
Notification Drawer
Ákvað bara að hafa mynd af þessu með af því að þetta hefur sweet ICS lúkkið. JuiceDefender Pro, Screebl Lite, 3G Watchdog og Badass Battery Monitor í statusbarnum. Faldi default batterí-iconið af því að það sýnir ekki prósentu og er redundant með BBM - fídus sem ég skildi ekki af hverju var ekki boðið uppá í stock ROMinu sem ég var með, gladdist þegar ég fann hann í CM9!
Lock Screen
Ekkert merkilegt hér svosem. Er með WidgetLocker installað en það er ekki í notkun þar sem CM9 gerir einfaldlega allt sem ég vildi að WL gerði beint úr kassanum.