Síða 5 af 6

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 18:10
af Klemmi
Evrópuþjóðirnar pottþétt að hefna sín á okkur ;)

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 18:30
af Heliowin
Það er allt í skralli nánast, fjölsóttir íslenskir vefir liggja meira eða minna niðri hjá mér á landinu með timeout alveg um leið, hanga, eða eru mjög lengi að hlaðast niður.

Það eru engar fréttir um þetta á helstu frétta vefmiðlum landsins nema þá DV, en það kom fyrr í dag og vantar því update.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 18:38
af chaplin
Klemmi skrifaði:Evrópuþjóðirnar pottþétt að hefna sín á okkur ;)
Gæti í alvörunni trúað því.. :lol:

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 18:41
af Saber
:cry:

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 19:00
af bAZik
daanielin skrifaði:
Klemmi skrifaði:Evrópuþjóðirnar pottþétt að hefna sín á okkur ;)
Gæti í alvörunni trúað því.. :lol:
Klárlega, alltaf að bila! :evil:

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 19:12
af Hargo
Tilkynning á forsíðu vodafone.is
vodafone.is skrifaði: Bilun á útlandasambandi hjá Vodafone
Netnotendur finna fyrir truflunum á útlandasambandi þessa stundina vegna bilunar. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem hún veldur.
Íslenskar síður hjá mér eru einnig mjög hægar.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 19:34
af Pandemic
Hvað er svona flókið við að flytja alla trafficina yfir á varasambönd við útlönd? Síðan er stór spurning af hverju íslenskar síður eru líka hægar.
Þetta er óþolandi.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 22:07
af benson
Vááá hvað ég er orðinn þreyttur á þessu.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 22:11
af vesley
virkilega pirrandi að geta ekki notað neina erlenda síðu. kemst ekki inná gmail eða neitt. og þurfti virkilega að komast inná þá síðu í dag.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 22:26
af icup
Ég fæ bara ágæta sendingu frá útlöndum. Örlítið minni en vanalega. Íslenskar síður fínar(er að sækja á max hraða) Youtube er samt voða hægt. Ekki að verða fyrir stórum vanda samt.

PS.
Er hjá símanum.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mán 19. Apr 2010 22:38
af Gúrú
Komið smá í gang hjá Vodafone.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mið 11. Ágú 2010 00:32
af guttalingur
þetta er minn hraði
Mynd

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 13:48
af GuðjónR
Minn hraði:
Mynd

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 16:25
af audiophile
Vodafone 12mbit

Mynd

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 16:29
af urban
París
Mynd
RVK
Mynd

16 mbit hjá símanum

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 18:54
af ponzer
Er með 2 servera á ljósi bæði hjá Voda og Símanum. Gerði test á Paris áðan..

Voda
Mynd

Síminn
Mynd

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 19:09
af Gúrú
Mynd
Sorry að ég sé að hogga allt internetið ykkar :shock:

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 20:47
af Heliowin
Mynd

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Sun 15. Ágú 2010 20:48
af GuðjónR
Gúrú og guttalingur...hvað er eiginlega málið með ykkur?
Hvað eruð þið að borga á mánuði fyrir þessar tengingar?

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Fös 20. Ágú 2010 16:58
af guttalingur
5.590+2.410 fyrir ljós
ssé 8 þús fyrir 50mb tengingu

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Mið 22. Sep 2010 21:38
af Danni V8
Ísland:

Mynd

Frakkland:

Mynd

Þetta er það sem er í boði fyrir Keflvíkinga sem kaupa internet hjá Vodafone! Á kvöldin verður tengingin hjá mér ALLTAF svona, hvert einasta kvöld. Ég var búinn að vera í stöðugu e-mail sambandi við einn þjónustu fulltrúa frá Vodafone frá því í byrjun maí á þessu ári vegna þessa vandamáls. Hann bað endalaust um meira og meira trace route og frekari upplýsingar en hann virtist aldrei ná að fatta hvert vandamálið var.

Síðan þegar ég var búinn að gefast upp eftir að mér var lofað að þetta yrði lagað fyrir lok júlí mánaðar en ekkert gerðist þá hringdi annar þjónustufulltrúi í mig. Sá virtist skilja miklu betur hvað var í gangi og það sem ég var að reyna að segja við hann. Ég sendi honum í kjölfarið trace route sem sýndi fram á það að vandamálið er ekki allir aðrir serverar sem ég reyndi að tengjast heldur tengingin til þeirra servers í Reykjavík. Hann sendi það áfram á tæknimenn.

Í byrjun september (4 mánuðum eftir að ég hafði fyrst samband) þá sendi hann póst til baka og sagði mér að bandreidd til Keflavíkur hafi verið aukin og að sú ályktun að þetta var sambandið til Keflavíkur var rétt. Eina sem að gerðist var að þetta versnaði til muna. Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að þessir tæknimenn hjá Vodafone þekkja ekki muninn á plús og mínus og að þeir hafi í rauninni minnkað bandvíddina hingað.

En þar sem ég er að flytja að heiman núna í næsta mánuði þá hef ég ákveðið að láta þetta eiga sig. Þetta pirrar foreldra mína ekki neitt og þau sjá bara lægra verð svo ég ætla ekki að vera að standa í því að færa allt draslið yfir aftur. En það er ekki séns í helvíti að ég kaupi þjónustu frá Vodafone þegar ég verð fluttur að heiman!

Þetta er nú þegar búið að hrekja tvo aðra vini mína í burt frá þeim og þeir geta ekki verið sáttari með ákvörðunina sína. Núna geta þeir spilað tölvuleiki á netinu hvenar sem er, ekki bara frá miðri nóttu til miðs dags!

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Fim 23. Sep 2010 01:00
af Danni V8
Oooog til samanburðar þá er þetta svona fyrir utan álagstímann:

Mynd

Mynd

Ef að þeir þarna hjá Vodafone gætu bara drattast til að laga þetta og hafa tenginguna eins allan sólarhringinn þá væri ég sáttur maður!

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Fim 23. Sep 2010 01:15
af Hargo
Spurning um að þú flytjir bara í hverfi sem eru ljósleiðaratengd. Ég þarf líklega að selja mína íbúð eftir 1-2 ár, skal láta þig vita :megasmile

Mynd

Mynd

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Fim 23. Sep 2010 01:33
af Danni V8
Ætla nú ekki að fara að kaupa íbúð til að komast í ljósleiðara. ADSL dugar mér nú alveg, svo lengi sem að það helst í lagi allan sólarhringinn.

Re: internetið í rusli á klakanum 2009

Sent: Fim 23. Sep 2010 08:04
af Hargo
Þetta var nú líka meira sagt í gríni en alvöru :-"