G7 eða MX1000

Svara

Höfundur
Fernando
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Mán 17. Okt 2005 19:02
Staða: Ótengdur

G7 eða MX1000

Póstur af Fernando »

Er að spá í að endurnýja músina og stendur valið á milli:

MX1000
og
G7

En þetta er ekki svona einfalt. Ég er að spá í að endurnýja lyklaborðið líka og vantar uppástungur að nýju lyklaborði.

Sem sagt, er réttlætanlegur verðmunur á þessum músum og hvaða lyklaborð ætti ég að fá mér.
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Póstur af MuGGz »

ertu að spá í leikjaspilun ?

ef svo er myndi ég gleyma mx1000

Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Póstur af Vilezhout »

leiðinlegt að stela þræðinum enn ég myndi segja razer copperhead :p
This monkey's gone to heaven
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

MuGGz skrifaði:ertu að spá í leikjaspilun ?

ef svo er myndi ég gleyma mx1000
Hvers vegna þá?

Höfundur
Fernando
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Mán 17. Okt 2005 19:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Fernando »

Razer Copperhead

Afhverju ætti ég að velja hana frekar heldur en t.d G7 ?

Hún er ódýrari, en... ?

Afhverju. Viltu gefa mér einhverjar ástæður fyrir því að fá mér Razer Copperhead ? :wink:


Í sambandi við lyklaborð, hvernig lýst ykkur á þetta hérna?

bluntman
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Fim 03. Nóv 2005 19:51
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af bluntman »

Mér finnst svona split-key lyklaborð alveg ómöguleg, ekki hægt að typa hratt á þeim, reyndar venst maður því örugglega fjótt ^^,
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

hmm

ef að þú ert að pæla í leikja spilun þá skaltu ekki fá þér mx 1000
og vegna þess að það var einhver sem spurði afhverju...

hún er alltof þung og alltof.... eitthvað (tjahh að mér fannst sein)


ég er sjálfur með mx 518 og að mínu mati er þetta með allra bestu músum sem ég hef prufað (hef reyndar ekki prufað G7 EN hef prufað mx1000)

EDIT !!!

ath var reyndar núna að sjá að G7 er þráðlaus einsog mx 1000....

hmm

ef að þú ert að fara í leiki.. þá mæli ég með mx 518 músinni... G5 er eflaust mjög góð en hvort hún er 2000 kr betri (mx 518 á 4.750, G5 á 6.750 hjá @) það get ég ekki sagt... (tjahh ef hún er það þá má húnv era alveg helvíti góð)


EN fyrir ykkur hina sem hafið verið að spila leiki með þráðlausum músum og viljið meina að ég sé bara að rugla með að vera á móti því..... það má vel vera að þið hafið rétt fyriri ykkur... en allavega er mín skoðun sú að .ráðlausar mýs eru bara ekki að virka jafn vel í leiki... (EN í alla aðra almenna tölvu notkun þá mundi ég velja þráðlausa fram yfir "skottið")
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

hilmar_jonsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
Staðsetning: 200 Kóp
Staða: Ótengdur

Póstur af hilmar_jonsson »

Ef þú spilar með lága næmni og lyftir músinni upp þá þekkist það að mx1000 slökkvi á sér í svona hálfa sekondu. Flestum finnst þetta mjög pirrandi í leikjum.
i5-2500K - 16GB vinnsluminni og eitthvað skjákort

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Razer eru að fá editors choice á mörgum stöðum, annars hef ég aldrei testað þær.

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Með lyklaborð þá mæli ég með þessu: Microsoft Comfor Curve

Einfalt þægilegt og ódýrt, 2.200kr....

...í búðinni minni að sjálfsögðu :P

Ég hef persónulega ekki heyrt nógu góða hluti um hvorki MX1000 né G5 eða G7 svo ég er ekki að selja þær í augnablikinu, ef menn eru ekki að leita sér að þráðlausu sérstaklega þá held ég að MX-518 sé bara málið. Ég held að engin hafi verið svikinn með þá músina. Og þar sem hún kostar bara 4.500kr er hún góður díll líka.

Hér geturðu séð verðlista Kísildals: http://www.kisildalur.is/verdlisti.php
Viðhengi
comfortCurve.jpg
comfortCurve.jpg (76.36 KiB) Skoðað 930 sinnum
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Svara