
Og ég er að spá í að uppfæra kvikyndið. Þessi vél er bara 1.4ghz en ég var að lenda í því að tölvan sem systir mín notar, sem er ekki nema 450mhz, bara dó og ég var að spá í að flytja móðurborðið úr mínum kassa yfir í hennar og fá mér einfaldlega bara nýtt móðurborð + gott hljóðkort + gott skjákort + 1gb í minni minnst + 3ghz örgjörva minnst og + góða viftu og kælingu. Er það sniðugt eða er kanski sniðugara að fá sér nýjan kassa líka? Vil ekki eyða neinum rosa pening í þetta, helst í kringum 100þús. kall eða svo, en ég vil samt sem áður að þetta sé nógu gott í alla nýjustu leikina og bara eitthvað sem endist frekar vel. Ég er samt ekki neitt rosalega mikið í leikjaspilun en vil samt helst geta kíkt á einn og einn leik svona við og við án þess að þurfa að stilla á lélegt quality í grafíkinni í leikjunum svo að þeir keyrist nógu vel.
Varðandi örgjörva, þá hef ég hingað til bara verið með tölvur með intel örgjörvum en er alveg tilbúinn að taka vél með amd ef það er þess virði, en ég hef einmitt séð töluvert mikið talað um að amd séu málið í dag.
Einhverjar hugmyndir?