Intel EM64
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 60
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 19:01
- Staðsetning: In the Middle of Nowhere
- Staða: Ótengdur
Intel EM64
Er einhver með góðar sögur af þessum Em64 örgjörvum sem intel eru með á sínu snæri
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1284
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég held að þeir séu ófáanlegir hér á landi enn sem komið er. Þeir einu sem hafa þessar 64-bita viðbætur núna eru 6XX örgjörvarnir, þeir hafa líka 2MB L2 skyndiminni, en það er hægvirkara en það sem er á venjulegu Prescott gjörvunum. Þar af leiðandi eru þeir aðeins örlítið hraðvirkari en samsvarandi 5XX gjörvar. En þeir eru líka með endurbætta hraðastýringu sem dregur örlítið úr orkuþörfinni í lítilli vinnslu og þeir eru líka eitthvað skárri í vinnslu hvað orkunotkunn varðar. Langt því frá jafn orkunýtnir og Athlon64 gjörvarnir en eilítið skárri en venjulegu Prescott gjörvarnir.
Helsti gallin við þá er verðið, en þeir eru u.þ.b. 1/3 dýrari en 5XX gjörvarnir m.v. sömu klukkutíðni.
Helsti gallin við þá er verðið, en þeir eru u.þ.b. 1/3 dýrari en 5XX gjörvarnir m.v. sömu klukkutíðni.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1284
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Já, það er víst, þeir eru loksins komnir með þá. 26.900Kr fyrir 630 vs. 20.900 fyrir 530, já þetta er tæplega 1/3 dýrara. Ég veit ekki hvort það sé þess virði. Ef menn vilja 64-bita gjörva þá er hægt að fá sambærilega Athlon64 gjörva sem eru mun svalari á 16.900 kall (S939), jafnvel ódýrar annars staðar. Leyfa Intel að lækka sig aðeins fyrst samkeppnisaðilinn bíður manni jafn góða eða betri vöru á minni pening.