Tengja tölvu við sjónvarp
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 685
- Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Tengja tölvu við sjónvarp
Ég er að reyna að tengja lappa við sjónvarp með tv-out og það er bara ekki að virka, þegar ég kveiki á tölvunni þá sést windows loading screenið á sjónvarpsskjánum en þegar maður kemst inní windowsið sjálft þá hverfur allt af sjónvarpsskjánum. Það er ekkert hægt að stilla í skjákortstillingunum sambandi við tv-out, en það er einn og "fn-takki" sem togglar lcd/tv en hann hjálpar ekki.
Og í hvað á ég að tengja til að fá svo hljóð frá tölvunni í sjónvarpið? ég er með þessi 3 með 3 litum (gulur,hvítur,rauður)
EDIT: Já btw ég er með alla nýjustu drivera og þetta hefur alltaf virkað áður hjá mér þegar ég geri þetta sem er reyndar ekki oft.
Og í hvað á ég að tengja til að fá svo hljóð frá tölvunni í sjónvarpið? ég er með þessi 3 með 3 litum (gulur,hvítur,rauður)
EDIT: Já btw ég er með alla nýjustu drivera og þetta hefur alltaf virkað áður hjá mér þegar ég geri þetta sem er reyndar ekki oft.
Last edited by zaiLex on Lau 09. Apr 2005 00:55, edited 2 times in total.
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 21:58
- Staðsetning: ísland
- Staða: Ótengdur
Hvernig snúru ertu með á milli tölvunnar og sjónvarpsins?
Ef að þú ert með RCA á sjónvarpinu þá liggur einfaldast við að þú fáir þér 'mini-jack í RCA' snúru.
En þú segir „Það er ekkert hægt að stilla í skjákortstillingunum sambandi við tv-out“, ertu alveg handviss um það? Hvernig skjákort er þetta? Hvaða Windows ertu með?
Ertu búinn að prófa að stilla upplausnina á 800x600?
Ef að ég væri þú myndi ég aðeins leita á Google, finnur líklega margt þar.
Ef að þú ert með RCA á sjónvarpinu þá liggur einfaldast við að þú fáir þér 'mini-jack í RCA' snúru.
En þú segir „Það er ekkert hægt að stilla í skjákortstillingunum sambandi við tv-out“, ertu alveg handviss um það? Hvernig skjákort er þetta? Hvaða Windows ertu með?
Ertu búinn að prófa að stilla upplausnina á 800x600?
Ef að ég væri þú myndi ég aðeins leita á Google, finnur líklega margt þar.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 685
- Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Jamm 800x600 upplausn virkar ekki, þetta er SiS 650 skjákort, ég er með windows xp pro, google er ekki að hjálpa mér, ég er ekki með rca tengi á sjónvarpinu. Hvernig tengi er mini-jack ?
Ég kaupi mér líklegast tv-out í rca og svo rca í scart og tengi það svoleiðis, mér var sagt að það væri best.
Ég kaupi mér líklegast tv-out í rca og svo rca í scart og tengi það svoleiðis, mér var sagt að það væri best.
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Hmm, ekki til neitt sem heitir „TV-Out“ tengi held ég, þótt að t.d. sum Nvidia kort séu með sérstöku tengi fyrir TV-In/Out millistykki sem skiptist síðan í 2xRCA og 2xS-Video tengi.zaiLex skrifaði:Ég er bara með tv-out tengt í sjónvarpið,
tv-out myndi vera tengi tengt frá tv-out tenginu í tölvunni sem breytist í rca á hinum endanum, er það ekki til eða ?
En hérna, ertu 100% viss um að það sé ekkert í stillingum um þetta?
Þú segir að þetta hafi virkað hjá þér áður, ýttirðu þá bara á Fn takkan og hinn sem að toggluðu LCD/TV?
Hvenær/afhverju hætti þetta að virka?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 685
- Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þetta virkaði alltaf áður, þá var ekkert vesen með þetta, ég var bara að uppgötva þennan lcd/tv toggle takka útaf það er vesen núna. Með tv-out snúru meina ég s-vhs snúru. Ég hef enga hugmynd afhverju þetta hætti að virka. Já það er ekkert í stillingunum sambandi við þetta, tengist hardware acceleration eða write combining eitthvað þessu?
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid