Shuttle

Svara

Höfundur
Tyler
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Staða: Ótengdur

Shuttle

Póstur af Tyler »

Komið þið sælir

Vinur minn er að fara að kaupa sér tölvu og mig langar endilega að heyra álit ykkar á henni. Þessi tölva verður eiginlega bara notuð til að fara á netið og svoleiðis.

Hérna koma specarnir:

Shuttle XPC - AMD - Socket 939 - SN95G5V2
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... AMD_SN95G5

Örgjörvi - AMD64 - 939 - CPU AMD Athlon 64Bit 3000+
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... D_939_3000

Skjákort - AGP8X - ATI - Sapphire ATI Radeon9550Se 128MB DDR TV Út
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... app_9550SE

Geisladrif - DVD±RW - NEC DVD Skrifari 16x Svartur
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... %2016x%20B

Lyklaborð/Mús - Þráðlaust - Logitech® LX 500
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... iconyB-PS2

Síðan er hann að hugsa um að kaupa sér þennan skjá hjá Elko
Samsung (http://www.elko.is/item.php?idcat=25&id ... Item=1848)

Minni - DDR - HyperX 512MB DDR 400MHz 2-3-2-6
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... YPER512400

og að lokum ætlar hann bara að nota 80GB disk úr eldri tölvu.


Látið endilega í ljós álit ykkar og ekki verra ef einhver hefur einhverja reynslu af einhverjum af þessum hlutum.


Kv. Tyler
Last edited by Tyler on Fim 07. Apr 2005 14:13, edited 1 time in total.
Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég er akkúrat í þessum töluðu orðum með þetta rigg:

Shuttle XPC SNG95G
AMD64 3000+ 90nm
2x MDT DDR400 512MB
Abit Radeon 9550 128bita með 128MB minni
Seagate SATA 200GB
combo DVD/CDR

þetta er bara fínasta tölva :) Ég er að keyra örgjörfann á 2.520MHz með kælingunni í kassanum, og með viftuna stillta á low. hún er alveg geðsjúklega snögg, og ég er mjög ánægður með hana.
"Give what you can, take what you need."

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ef þú ætlar bara að nota vélina í almenna vinnslu eins og að fara á netið og slíkt, ættirðu frekar að taka Intel P4. Þeir hafa Hyper-Threading sem gerir þá mjög þægilega þegar verið er að opna mörg forrit í einu o.fl.

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Shuttle er málið ef maður vill hljóðláta litla vél, sem virkar á par við stærri. Á 2 shuttle xpc vélar og önnur 95G. Ekkert nema gott um þær að segja.

Vantar reyndar minni þarna myndi mæla með einhverju OCZ PC3200 2x256 mb fæst á fínu verði bæði í Start og Task. Mér finnst alltaf hálf kjánalegt að setja nýja vél upp á gömum HD. Þeir lifa ekki endalaust og leiðinlegt að tapa gögnum í nýrri vél settri upp á gömlum og þá jafnvel hægum HD. Þó 80Gb diskur geti ekki verið svo gamall.

Höfundur
Tyler
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Staða: Ótengdur

Póstur af Tyler »

Diskurinn er ekkert svo gamall hann keypti hann í gömlu vélina nýlega en svo gaf hún upp öndina.

En hafið þið heyrt eitthvað um þennan Samsung skjá?
Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Póstur af MuGGz »

ef hann ætlar í 512mb minni myndi ég taka 2x256mb uppá dual channel fítusinn :8)
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

kristjanm skrifaði:Ef þú ætlar bara að nota vélina í almenna vinnslu eins og að fara á netið og slíkt, ættirðu frekar að taka Intel P4. Þeir hafa Hyper-Threading sem gerir þá mjög þægilega þegar verið er að opna mörg forrit í einu o.fl.
Hefurðu einhverja persónulega reynslu af muninum á Pentium og AMD örgjörvum í almennri vinnslu (og þá meina ég nýlegum örgjörvum)? Almenn vinnsla reynir venjulega lítið á vélbúnaðinn í tölvunni, þar á meðal örgjörvann. Ég myndi veðja á að þú sæir meir hraðaaukningu í almennri vinnslu (með mörg forrit opin) ef þú eykur minnið, frekar en að skipta úr AMD í sambærilegan Hyperthreading Pentium örgjörva.

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Daz skrifaði:
kristjanm skrifaði:Ef þú ætlar bara að nota vélina í almenna vinnslu eins og að fara á netið og slíkt, ættirðu frekar að taka Intel P4. Þeir hafa Hyper-Threading sem gerir þá mjög þægilega þegar verið er að opna mörg forrit í einu o.fl.
Hefurðu einhverja persónulega reynslu af muninum á Pentium og AMD örgjörvum í almennri vinnslu (og þá meina ég nýlegum örgjörvum)? Almenn vinnsla reynir venjulega lítið á vélbúnaðinn í tölvunni, þar á meðal örgjörvann. Ég myndi veðja á að þú sæir meir hraðaaukningu í almennri vinnslu (með mörg forrit opin) ef þú eykur minnið, frekar en að skipta úr AMD í sambærilegan Hyperthreading Pentium örgjörva.
Pentium 4 eru betri í almennri vinnslu og það er út af Hyper-Threading. AMD hafa ekki Hyper-Threading sem gerir það að verkum að oft þarf Windowsið eða forritin að bíða eftir örgjörvanum, sem getur valdið leiðindabið. Pentium 4 gera reynsluna mikið mýkri.

AMD64 eru langbestu örgjörvarnir í leiki, en hann ætlar ekki að spila leiki, og þar með tel ég AMD64 ekki vera besta kostinn lengur.

Ég hef reyndar ekki prófað AMD64 sjálfur, en ég hef lesið þetta frá nógu mörgum áreiðanlegum heimildum til að taka mark á því.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Hvort er pípan lengri á Amd 64 939 3200 eða P4 Prescott 3.2
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

kristjanm skrifaði: Pentium 4 eru betri í almennri vinnslu og það er út af Hyper-Threading. AMD hafa ekki Hyper-Threading sem gerir það að verkum að oft þarf Windowsið eða forritin að bíða eftir örgjörvanum, sem getur valdið leiðindabið. Pentium 4 gera reynsluna mikið mýkri.

AMD64 eru langbestu örgjörvarnir í leiki, en hann ætlar ekki að spila leiki, og þar með tel ég AMD64 ekki vera besta kostinn lengur.

Ég hef reyndar ekki prófað AMD64 sjálfur, en ég hef lesið þetta frá nógu mörgum áreiðanlegum heimildum til að taka mark á því.
Ef þú hefur ekki prófað það sjálfur væri fínt ef þú værir til í að vísa í þínar heimildir, ég er ekki að kaupa það að Firefox (svona sem dæmi) sé (sjáanlega) hægvirkari á AMD 3200 frekar en Pentium 3200. Hyperthreading hjálpar kannski ef maður er að rendera í 3D studio Max og compila í Visual studio um leið, en ég efa að munurinn sé mjög sjáanlegur í almennri vinnslu.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

Presscot er 31 stig en AMD64 12 stig.
"Give what you can, take what you need."

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Daz skrifaði:
kristjanm skrifaði: Pentium 4 eru betri í almennri vinnslu og það er út af Hyper-Threading. AMD hafa ekki Hyper-Threading sem gerir það að verkum að oft þarf Windowsið eða forritin að bíða eftir örgjörvanum, sem getur valdið leiðindabið. Pentium 4 gera reynsluna mikið mýkri.

AMD64 eru langbestu örgjörvarnir í leiki, en hann ætlar ekki að spila leiki, og þar með tel ég AMD64 ekki vera besta kostinn lengur.

Ég hef reyndar ekki prófað AMD64 sjálfur, en ég hef lesið þetta frá nógu mörgum áreiðanlegum heimildum til að taka mark á því.
Ef þú hefur ekki prófað það sjálfur væri fínt ef þú værir til í að vísa í þínar heimildir, ég er ekki að kaupa það að Firefox (svona sem dæmi) sé (sjáanlega) hægvirkari á AMD 3200 frekar en Pentium 3200. Hyperthreading hjálpar kannski ef maður er að rendera í 3D studio Max og compila í Visual studio um leið, en ég efa að munurinn sé mjög sjáanlegur í almennri vinnslu.
Ég sagði aldrei að Firefox væri hægvirkari, enda er það forrit sem er mjög létt í vinnslu og ætti að keyra mjög vel á enn hægari örgjörva.

Hyper-Threading lætur örgjörvann geta gert tvo hluti í einu. Windows XP styður Hyper-Threading og deilir verkefnum niður á örgjörvann ef það er verið að gera tvo hluti í einu.
Svara