Kveldið, ég er í eilitlum vandræðum. Ég er með þetta móðurborð og P3 1GHz, og þegar ég kveiki á vélinni þá telur hún minnið og restatar sér svo, svona gengur þetta endalaust. Veit einhver hvað gæti verið að? Ég er búinn að prófa nokkra minnis kubba en það breytir engu.
búinn að prófa að taka diskana úr sambandi og fjarlægja öll pci kort?
þegar hún er búin að skoða minnið athugar hún með pci kort og svo hörðudiskana. ef það er eitthvað að pci kortunum (eða kanski AGP), þá gæti það verið ástæðan fyrir restartinu.
Djö grunaði mig að eftir að ég setti inn póst þá myndi þetta lagast. Það var að keyra alltof aggressívar stillingar á minninu, með því að resetta bios þá lagaðist þetta. Takk fyrir.
damn.........lenti í þessu sama um daginn með gamla vél frá tengdo þegar ég ætlaði að setja ánnan minnis kubb í hana tómt restart og ekkert virkaði fyrr en ég tók kubbinn aftur úr ætli það hefði virkað að reset bios?
ég var að giska að móbóið hans styddi bara ekki 133hz kubbinn
Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt