Það er búið að sanna sig að það var ágætis hugmynd að lengja uppfærslurnar um eina viku, því annars hefðum við nákvæmlega ekkert að segja! Mestar breytingar voru sjáanlegar á AMD 2500XP (snilldarkaup þar á ferð) - Vinnsluminnið hefur hækkað örlítið (hlaut að koma að því).
Nú fer brátt að líða að 1. árs afmæli Vaktarinnar, á þessum 11 starfandi mánuðum höfum við fengið rúmlega yfir 70.000 heimsóknir, heimsóknartíðnin er búin að hækka jafnt og þétt í hverjum mánuði og er nú í fyrsta skipti komin yfir 10.000 heimsóknir á mánuði, 4000 einstakir gestir í hvert sinn. Ekki slakur árangur það fyrir áhugamannavef, smíðaður fyrir áhugamenn. Ég segi bara, til hamingju vaktin.is og dyggu notendur þess!
Í tilefni afmælisins munum við sjá breytingar, segi ekki meir í bili.
Við erum nokkrir sem uppfærum, og það uppfærist ekki allt í einu, þið verðið að gefa okkur sjens svona nokkra klukkutíma í kring um miðnættið Er fólk virkilega að bíða eftir að klukkan slái 00:00 til að sjá breytingar??
Má ég minna á að Verðvaktin er ekki uppfærð realtime í samræmi við verslanir? Það getur alveg gerst að einhver breyti verðum eða bæti við vörum á milli uppfærsla sko