Gallar við timburhús?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Gallar við timburhús?

Póstur af GullMoli »

Góðan daginn,

Nú erum við að skoða það að stækka við okkur húsnæðið og hef ég rekist á nokkur timburhús. Ég þekki þau ekkert, alltaf búið í steyptum húsum, og því að spá hvort þið þekkið til galla/kosti þess?

Þetta er sérbýli á einni hæð svo ég er ekkert að spá í hávaða á milli hæða, steypt botnplata og byggt rúmlega 1980.

Gallar:
Aukið viðhald að utan, mála/fúaverja á 3-5 ára fresti.
Hljóðbært á milli herbergja en hugsaði að ég gæti klætt veggina með auka gifsplötum.
Eldhætta.

Kostir:
Andar betur.
Hlýlegra.
Pottþétt betra þráðlaust net um alla íbúðina.
Þolir mögulega betur jarðskjálfta/myndast ekki þessar spurngur eins og í steypu.

Hvað segið þið?
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 371
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af kunglao »

Varðandi viðhald þá er ekkert mál að álkæða hús að utan þó það sé reist úr timbri. Allavegana er það möguleiki
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af TheAdder »

Eru Amerísku hjallarnar sem hrynja í hvert skipti sem keyrir þungur flutningabíll framhjá eða bærir vind umfram 4m/s ekki álíka timburhús? :)
Last edited by TheAdder on Fös 19. Nóv 2021 20:16, edited 1 time in total.

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af netkaffi »

hjallarnar?
Skjámynd

oliuntitled
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af oliuntitled »

Kostur: Mikið ódýrara og auðveldara að breyta að innan, stækka/minnka herbergi.
Galli: líður einsog þú sért alltaf í sumarbústað (hljóðið þegar þú ert labbandi um)

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af Hausinn »

Myndi gera ráð fyrir því að timbur sé mun viðkvæmara gegn myglu og rýrnun. Ætti ekki að vera vandamál ef farið er vel með húsið en eitthvað sem gæti verið mikilvægt að skoða fyrir kaup.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af arons4 »

Að mínu mati betra að búa í timburhúsi. Helsti ókosturinn sem ég sé við þau er að ef upp kemur langvarandi lekavandamál geta þau hreinlega skemmt húsið ef burðurinn fúnar, en steypt hús er alltaf hægt að gera fokhelt og laga.

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af Manager1 »

Ég bý í timburhúsi og það eru steyptir burðarveggir eins og í steyptum húsum og léttu veggirnir alveg eins og í steyptum húsum, þannig að ég held að eini munurinn sé viðhaldið að utan.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af natti »

Kostir við timburhús:
Mörgum finnst hljóðvist/endurvarp af innan rýmis í timburhúsi betra heldur en þar sem eru steyptir veggir. (Ss. hljóðið virðist "mýkra")

Varðandi gallana við timburhús...
GullMoli skrifaði: Hljóðbært á milli herbergja en hugsaði að ég gæti klætt veggina með auka gifsplötum.
Ekki vanmeta þetta, og depending á hvernig húsið er þá ertu ekki að fara að gera neitt með gipsplötum sem mun skipta máli...
T.d. í sumum timburhúsum er gólfplatan steypt, en í öðrum þá er gólfið líka tré-grind þó að sökkullinn sé steyptur.
Ég er í einu slíku, og allt helvítis húsið er eins og mini-vibrator þegar þvottavélin byrjar að þurrka...
Og allt hljóð berst mjög vel hvort sem er milli herbergja eða bara þvert yfir allt húsið...
Mkay.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af appel »

Veit ekki hvernig það er með að fá húsnæðislán... en minnir að það gæti verið erfiðara fyrir timburhús.... bankar vilji frekar lána út á steinsteypu.
*-*

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af Hizzman »

oliuntitled skrifaði: Galli: líður einsog þú sért alltaf í sumarbústað (hljóðið þegar þú ert labbandi um)
Unglingum er oft þungbært að búa í timburhúsum.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af Daz »

appel skrifaði:Veit ekki hvernig það er með að fá húsnæðislán... en minnir að það gæti verið erfiðara fyrir timburhús.... bankar vilji frekar lána út á steinsteypu.
Hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu? Ég keypti (á síðustu 5 árum) timburhús og fékk lán hjá banka. Það var aldrei minnst á tegund byggingarefnis og ég hef raunar aldrei heyrt þetta sem þú segir áður.
TheAdder skrifaði:Eru Amerísku hjallarnar sem hrynja í hvert skipti sem keyrir þungur flutningabíll framhjá eða bærir vind umfram 4m/s ekki álíka timburhús? :)
Það væru nú líklega fá timburhús standandi á Íslandi ef þau myndu ekki þola hefðbundið haustrok og nokkra jarðskjálfta upp á 5.


Annars tek ég undir þetta með hljóðbærnina, en það fer líklega eitthvað eftir hversu góð einangrun er í veggjum og gólfum. Truflar okkur ekkert samt. Ég hef ekkert sérstaklega orðið var við þvottavélina hjá mér, í það minnsta hristir hún alls ekki húsið!
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af vesley »

oliuntitled skrifaði: Galli: líður einsog þú sért alltaf í sumarbústað (hljóðið þegar þú ert labbandi um)

Það er sama hljóð að labba um í timburhúsi og steyptu húsi ef það er með steypta plötu eins og mörg eða flest þeirra eru með.

Varðandi hljóðbærni í gifsi vs steypu þá eru eingöngu burðarveggir í steyptu húsi úr öðru en gifsi/hleðslustein. Hljóðbærnin í gifsi þarf alls ekki að vera verri ef veggurinn er með tvöfalt gifs og ull.
Flest hús á íslandi eru með gifsi, byggingaraðilar fóru eitthvað að fikta við hleðslusteina (vikur og gifsteina) Algjör martröð að vinna með þá samanborið gifsinu og hef ég horft á steinana verða græna á lit vegna raka í byggingarferli þannig rökin með myglu er ég ekki viss að standist.

Ég myndi ekki hika við að skoða timburhús sjálfur en þá myndi ég alltaf gera úttekt á húsinu áður en kaupferli er lokið. þ.e.a.s. ef húsið er komið á aldur. Ef komið er tími á viðhald að utan er algengt að fólk klæði það og þá er það ekkkert ósvipað því að eiga við steypt hús í viðhaldi utanfrá.
massabon.is
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af urban »

kunglao skrifaði:Varðandi viðhald þá er ekkert mál að álkæða hús að utan þó það sé reist úr timbri. Allavegana er það möguleiki

Já það þarf bara að passa að standa fáránlega vel að því.
Alltof mörg gömul hús sem að hafa komið upp mygla í eftir að þau eru klædd, semsagt ekki næg loftun.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af appel »

Veggjatítlur!

Ekki setja peningana í timburhús.

Einsog amma mín gamla segir, "settu peningana í steinsteypu". Hún sagði það nokkurnveginn þannig. Hef alltaf hlustað á hana því hún hefur aldrei haft rangt fyrir sér :) og ég hef aldrei tapað á fjárfestingarráðum hennar.

Timburhús eru líklega "jokerinn" í íslenskum byggingaiðnaði. Annaðhvort ertu með vel smíðað hús sem endist í 150 ár, eða veggjatítlu og myglusveppa étið hús sem er dæmt óíbúðarhæft stuttu eftir að þú kaupir það nema þú eyðir miklu efforti í að rannsaka.
*-*
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af emmi »

Voðaleg þvæla er í sumum hér, ég hef búið í timburhúsi án nokkurra vandræða og ekkert mál að fá lán. Varð aldrei var við neinn sumarbústaðarfíling eða brak í einu eða neinu.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af Daz »

appel skrifaði:Veggjatítlur!

Ekki setja peningana í timburhús.
...

Timburhús eru líklega "jokerinn" í íslenskum byggingaiðnaði.
...
Alkaliskemmd hús úr íslensku sementi og fjörusandi. Þú ert að tala um þau.
Ekki kaupa 40-50 ára gömul steinsteypt hús. (er jafn tilhæfulaus, en auðtrúanleg setning)
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af Sallarólegur »

Það er bara gömul mýta að steypt hús séu eitthvað betri en timburhús. Það er hægt að klúðra báðu.

Þegar maður ræðir þetta við húsasmiði þá segja þeir að timbrið sé alltof lítið notað.

Það er komin miklu betri tækni til að styrkja og eldverja timburhús, og auðvitað var ekki mikið spáð í hljóðvist þegar timburhús voru reist fyrir 100 árum þegar fólk átti varla efni á að kaupa sér mat.

Hér er myndband ef menn vilja kynna sér nýja tækni í þessu, til dæmis er verið að reisa stórar blokkir úr timbri:

Viðhengi
concretealsteel.png
concretealsteel.png (226.68 KiB) Skoðað 1393 sinnum
Last edited by Sallarólegur on Mið 24. Nóv 2021 14:00, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af mikkimás »

Að öllu öðru jöfnu (ef svo má segja) hversu miklu myndi muna krónulega séð á timburhúsi og steinsteyptu húsi?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af vesley »

mikkimás skrifaði:Að öllu öðru jöfnu (ef svo má segja) hversu miklu myndi muna krónulega séð á timburhúsi og steinsteyptu húsi?
20-30% er alveg hægt að áætla. Erfitt að segja hvað það kosti í krónum að byggja eitt stk hús. Er eigandi að fara að taka þátt í framkvæmd frá upphafi til enda eða láta verktaka sjá um hvert einasta smáatriði. Það getur munað 10+ milljónum á einbýli, þarf ekki að þekkja nema einn góðan vin sem er iðnmenntaður eða vinnur hjá fyrirtæki sem selur eitt af þeim hráefnum sem notað er í framkvæmdina til að maður spari sér stórfé.

Ég gerði sem dæmi mína íbúð fokhelda og græjaði allt sjálfur að pípulögn og múrverki frátöldu. Hugsa að ég hafi sparað rúmlega milljón í vinnukostnað þar. Gott er að taka fram að ég er rafvirki og endurnýjaði allt raflagnaefni íbúðarinnar líka ásamt því að cat6 væða hvert einasta rými.
Var þetta gólfefni, baðherbergi eins og það leggur sig, rafmagn, eldhús, allar hurðar og málningarvinna.
Spilar svo inn í að maður er farinn að þekkja mann og annan í verslunum með byggingarefni og farinn að geta fengið afslætti sem hefðu annars ekki fengist.
massabon.is

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af isr »

Ég hef búið í timburhúsi í 22 ár, ekkert nema gott um það að segja, þetta er bara bull að það sé erfiðara að fá lán á timburhús, ég smíðaði 4 lítil hús fyrir ferðaþjónustu fyrir 3 árum, bankinn spurði ekkert um það úr hverju ég ætlaði reysa húsin. Það er mjög lítill munur á fermetra verði ef hann er þá einhver, timbur eða steypa. Það er auðvitað steyptur sökkull undir þessu öllu,sama vinnan og allt það, svo er bara spurning hvort maður setur timbur eða steypu á sökkulinn, þar sem ég bý, á suðausturlandi, er búin að vera mikil uppbygging, stæðsti hlutinn timburhús, mér skilst að það sé sáralítill munur á kostnaði, enda er búið að leggja út mikinn kostnað áður enn húsið kemur á grunninn, svo eru gluggar, pípur, rafmagn,innréttingar,golfefni og teikningar mjög stór hluti af kostnaði, sama hvort það sé timbur eða steypa. Bara spurning um nokkra rúmmetra af steypu eða nokkur timburbúnt, eins og timburverð er í dag, þá gæti ég best trúað að þetta væri á pari.

bjoggi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af bjoggi »

isr skrifaði:Ég hef búið í timburhúsi í 22 ár, ekkert nema gott um það að segja, þetta er bara bull að það sé erfiðara að fá lán á timburhús, ég smíðaði 4 lítil hús fyrir ferðaþjónustu fyrir 3 árum, bankinn spurði ekkert um það úr hverju ég ætlaði reysa húsin. Það er mjög lítill munur á fermetra verði ef hann er þá einhver, timbur eða steypa. Það er auðvitað steyptur sökkull undir þessu öllu,sama vinnan og allt það, svo er bara spurning hvort maður setur timbur eða steypu á sökkulinn, þar sem ég bý, á suðausturlandi, er búin að vera mikil uppbygging, stæðsti hlutinn timburhús, mér skilst að það sé sáralítill munur á kostnaði, enda er búið að leggja út mikinn kostnað áður enn húsið kemur á grunninn, svo eru gluggar, pípur, rafmagn,innréttingar,golfefni og teikningar mjög stór hluti af kostnaði, sama hvort það sé timbur eða steypa. Bara spurning um nokkra rúmmetra af steypu eða nokkur timburbúnt, eins og timburverð er í dag, þá gæti ég best trúað að þetta væri á pari.
Forvitinn... af hverju að byggja á timbri þá? Hverjir eru kostirnir fyrst þú ert að byggja frá grunni?

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af isr »

bjoggi skrifaði:
isr skrifaði:Ég hef búið í timburhúsi í 22 ár, ekkert nema gott um það að segja, þetta er bara bull að það sé erfiðara að fá lán á timburhús, ég smíðaði 4 lítil hús fyrir ferðaþjónustu fyrir 3 árum, bankinn spurði ekkert um það úr hverju ég ætlaði reysa húsin. Það er mjög lítill munur á fermetra verði ef hann er þá einhver, timbur eða steypa. Það er auðvitað steyptur sökkull undir þessu öllu,sama vinnan og allt það, svo er bara spurning hvort maður setur timbur eða steypu á sökkulinn, þar sem ég bý, á suðausturlandi, er búin að vera mikil uppbygging, stæðsti hlutinn timburhús, mér skilst að það sé sáralítill munur á kostnaði, enda er búið að leggja út mikinn kostnað áður enn húsið kemur á grunninn, svo eru gluggar, pípur, rafmagn,innréttingar,golfefni og teikningar mjög stór hluti af kostnaði, sama hvort það sé timbur eða steypa. Bara spurning um nokkra rúmmetra af steypu eða nokkur timburbúnt, eins og timburverð er í dag, þá gæti ég best trúað að þetta væri á pari.
Forvitinn... af hverju að byggja á timbri þá? Hverjir eru kostirnir fyrst þú ert að byggja frá grunni?
Það er spurning, sumir vilja bara vera í timbri og aðrir í steyptu. Kostir eða gallar, þeir eru bara mismunandi eftir því hvern þú spyrð. :)

gaui-
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 25. Maí 2021 13:30
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af gaui- »

Hef búið í ansi mörgum húsum í gegnum tíðina (12+), þar af hafa 5 verið timburhús. Myndi ekki hafa neinar áhyggjur af hljóðbærni, fjögur af þessum timburhúsum voru mjög vel einangruð og heyrðist mun minna milli íbúða heldur en í meðal steypuhúsi. Þetta eina sem var dáldið hljóðbært á milli í var mjög gamalt hús niðrí bæ, og eflaust lítið einangrað

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Gallar við timburhús?

Póstur af dadik »

Kostir og gallar við bæði. Byggingarkostnaður er mjög svipaður.

Þetta er svolítið eins og spyrja hvort finnst þér betra - súkkulaði- eða vanilluís. Mér er nokk sama, í báðum tilfellum fæ ég ís.
ps5 ¦ zephyrus G14
Svara