Hvar er best að fara í olíuskipti?

Allar tengt bílum og hjólum
Svara
Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af worghal »

jæja, það er að koma að olíuskipti á báðum bílunum og mig langar að athuga hvert þið farið með ykkar bíla.

Undanfarin ár hef ég farið til Smur 54 í hafnarfirði og verið mjög ánægður með þá en mig langar að athuga hvort það séu einhverjir ódýrari staðir :sleezyjoe



Mynd
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Klemmi »

Hef farið til Kvikkfix í Hafnarfirði síðustu 10 árin eða svo, hagstæðir, snöggir og góðir.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af brain »

Get tekið undir með Klemma
Kvikkfix í Hafn.
Skjámynd

oliuntitled
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af oliuntitled »

Hef í mörg ár farið alltaf á Klöpp, old style verkstæði með topp þjónustu og er ekki að fara að setja þig á hausinn :)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af GuðjónR »

Best að gera þetta sjálfur, þá ertu ekki að fá endurunna olíu og olíusíur gerðar úr klósettpappír.
Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Zethic »

oliuntitled skrifaði:Hef í mörg ár farið alltaf á Klöpp, old style verkstæði með topp þjónustu og er ekki að fara að setja þig á hausinn :)
Ekki nema þú rennir í olíu :klessa
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði:Best að gera þetta sjálfur, þá ertu ekki að fá endurunna olíu og olíusíur gerðar úr klósettpappír.
Best að kaupa bara enga þjónustu, gera allt sjálfur.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Frussi »

GuðjónR skrifaði:Best að gera þetta sjálfur, þá ertu ekki að fá endurunna olíu og olíusíur gerðar úr klósettpappír.
Endurunna olíu?
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Pandemic »

GuðjónR skrifaði:Best að gera þetta sjálfur, þá ertu ekki að fá endurunna olíu og olíusíur gerðar úr klósettpappír.
Það er enginn að nota endurunna olíu eða verri olíusíur en oem. Þessar olíusíur af þeirri smurstöð sem ég þekki eru þær sömu og bílaframleiðendur klína merkinu sínu á.
Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af worghal »

GuðjónR skrifaði:Best að gera þetta sjálfur, þá ertu ekki að fá endurunna olíu og olíusíur gerðar úr klósettpappír.
ég er svo latur að ég nenni ekki að standa í þessu sjálfur, teljum það heppni að ég nenni alfarið að þrífa bílana sjálfur :lol:
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Minuz1 »

Hjá umboðinu.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af GuðjónR »

Pandemic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Best að gera þetta sjálfur, þá ertu ekki að fá endurunna olíu og olíusíur gerðar úr klósettpappír.
Það er enginn að nota endurunna olíu eða verri olíusíur en oem. Þessar olíusíur af þeirri smurstöð sem ég þekki eru þær sömu og bílaframleiðendur klína merkinu sínu á.
Endurunnin olía er orðið á götunni, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Varðandi KvikkFix þá fór ég alltaf þangað á sínum tíma eða þangað til ég fékk Skódann og þeir settu vitlausa olíu á hann, þ.e. ekki langtímaolíu eftir staðlinum VW 504.00, 507.00 en það sá ég á reikningnum eftir á.
Ég fór því til þeirra aftur og þeir töppuðu af og settu rétta olíu á (að þeirra sögn) en skiptu ekki um olíusíu en allt að hálfur líter af olíu getur orðið eftir í síunni og húsinu.

Þetta varð til þess að ég ákvað að gera þetta sjálfur, keypti mér dælu til að tappa af og Castrol EDGE 5W-30 olíu og Mahle olíusíu, ég tappaði olíunni frá KvikkFix af eftir tæpa 5000 km og olíusían var öll morkin og viðbjóðsleg, ég setti fingurinn á pappann þá varð hann að drullu. Mahle síurnar eru þéttar og góðar þegar ég tek þær úr á 15000 km fresti. Himin og haf þar á milli. Olían kostar um 6000 kr. í Cosco og sían kostar á milli 1000 og 1500 kr. hjá Reki ehf.

KvikkFix eru ódýrastir ef það er eitthvað sem menn leita að, en með það eins og svo margt annað þú færð það sem þú borgar fyrir.
Viðhengi
25C4D16D-11E0-4E90-94E4-5D1FE3597138.jpeg
25C4D16D-11E0-4E90-94E4-5D1FE3597138.jpeg (3.68 MiB) Skoðað 1627 sinnum
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Pandemic »

Smurstöðin Fosshálsi, getur heyrt í þeim. Þeir eru að nota Mahle, Wix, Mann-hummel og eitthvað original líka.
Þeir eru með olíur frá BP, Mobil 1, Texaco, Elf og Liqui Moly(Wurth í dag)
Allt frekar solid merki í síum og olíum.

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af DabbiGj »

Smurstöðin garðabæ við hliðiná Hagkaupum

Snillingar með gæðaolíur og þjónustu langt umfram alla aðra.

Ég fer með frankenstein jeppann minn þangað og þeir sinna honum ótrúlega vel
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fara í olíuskipti?

Póstur af Danni V8 »

GuðjónR skrifaði:Endurunnin olía er orðið á götunni, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég veit ekki hvaða götum þú ert á, en hafandi verið djúpt sokkinn í viðgerðar og viðhaldsbransanum í að slaga í tvo áratugi þá hef ég aldrei heyrt þetta áður, það er að segja þegar kemur að smurolíum.

Oftast þegar talað er um endurunna olíu er átt við gamla djúpsteikingarolíu sem er unnin þannig að hún gangi upp á gömlum dísel bílum, en það er eitthvað sem ég mæli sterklega á móti á nýlegum bílum hinsvegar.

En þegar kemur að olíuskiptum eru þetta góðir punktir til að fara eftir:
  • Passa að smurolían stenst umbeðinn staðal.
  • Kaupa OEM olíusíu eða frá sama framleiðanda og OEM (þær eru ekki dýrar OEM)
  • Ekki einungis horfa á kílómetra, ef þú nærð tímanum langt á undan kílómetrunum, smyrja samt
  • Helminga millibilið bæði kílómetra og tíma ef bíllinn er aðallega ekinn stuttar vegalengdir þar sem hann nær aldrei að hitna vel (<20km per ferð)
  • Bónus ef þú ert á Hybrid: Nota bensínvélina líka! Það er alltof algengt að fólk kaupi hybrid bíla og ætlast til að þeir séu rafmagnsbílar með ljósavél
Til að svara spurningu OP líka, þá mæli ég sterklega með því að þú haldir áfram að versla við Smur54 í Hfj, ef þú vilt ekki fara til umboðsaðila.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Svara