Rafmagnsbátur

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Rafmagnsbátur

Póstur af ElvarP »

Halló, þetta er frekar einfalt dæmi býst ég við.
Ég og stjúppabbi smíðuðum lítinn tré bát. Við tókum Rafmagnsbíl og Rafmagnsþyrlu í sundur og notuðum allt involsið úr þeim fyrir mótorinn/batteríð/stýrið/móðurborð og fjarstýringuna fyrir bátinn.
Vandamálið er að eftir flutninga hafa batteríð og fjarstýring hurfið þannig báturinn er bara búinn að safna ryki í mörg ár núna.
Vill semsagt vita hverskonar fjarstýringu og batterý maður þarf að kaupa svo að báturinn sé nothæfur.
Þetta var bara einhver generic Rafmagnsbíl og Rafmagnsþyrla en ég býst við að allt svona dót er frekar standardized.
Tók mynd af tengingunni fyrir batteríð, það eru semsagt 2 tengi fyrir 2 batterí, hendi líka mynd af öllum bátnum ef einhver vill sjá.
Bátur 1.jpg
Bátur 1.jpg (41.92 KiB) Skoðað 941 sinnum
Bátur 2.jpg
Bátur 2.jpg (50.25 KiB) Skoðað 941 sinnum
Bátur 3.jpg
Bátur 3.jpg (54.18 KiB) Skoðað 941 sinnum
Bátur 4.jpg
Bátur 4.jpg (75.17 KiB) Skoðað 941 sinnum
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsbátur

Póstur af jonsig »

Hvað heitir rásin sem er hookuð við pinnaloftnetið?
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsbátur

Póstur af dori »

Hvíta tengið heitir Tamiya Connector en ég sé ekki nógu vel hvernig þetta svarta lítur út til að sagt hvað það er.

Þú ættir aldrei að þurfa margar rafhlöður (væntanlega bara útaf því hvernig þið tókuð í sundur annað dót og notuðuð hluti úr því) og það er náttúrulega ekkert mál að skipta um tengi.

Miðað við að þetta sé gamalt er þetta væntanlega frá því fyrir tíma lipo rafhlaðna þannig að þetta er þá líklegast 6s nimh (1,2v hver sella þannig að þá er það 7,2v) eða mögulega 7s nimh (sem er 8,4v eins og lipo). Tómstundahúsið eða Krakkasport ættu að selja eitthvað sem virkar fyrir þig.

Mér finnst ekki alveg nógu ljóst út frá myndunum hvernig þetta er allt tengt saman. Á næst síðustu myndinni er þarna prentplata sem lítur út fyrir að vera einhver "all in one" lausn, væntanlega úr tiltölulega ódýru fjarstýrðu tæki. Fjarstýrðir bílar, bátar og flugvélar er allt tiltölulega einföld kerfi. Þú ert með móttakara sem er paraður við fjarstýringu og hefur tvær eða fleiri rásir. Það eru mjög mörg fjarstýringarkerfi þannig að það er ómögulegt að segja hvernig fjarstýringu þú þarft án þess að hafa miklu meiri upplýsingar (að minnsta kosti betri myndir af þessum prentplötum þarna inni).

"Surface" (bílar og bátar) þurfa yfirleitt bara tvær (rás 1 er stýris servo og rás 2 er hraðastillir). Ef þú ert búinn að týna fjarstýringunni ættirðu að geta notað moddað þetta "all in one" dæmi og notað það bara sem hraðastilli (spurning samt með hvernig þú myndir gera calibration á því).
Svara