appel skrifaði:Bara boycotta fyrirtæki sem auglýsa á youtube, þá hætta allir að auglýsa á youtube = engar auglýsingar = problem solved
nei, annars, þegar ég sé fyrirtæki auglýsa á youtube þá eru þau að "interrupta" mig og ég verð bara pirraður út í þau, virkar ekki hvetjandi á mig að kaupa vörur eða þjónustu frá þeim heldur þveröfugt.
Þú verður bara pirraður, en ef að fyrirtækið er að takast að troða nafninu sínu inní hausinn á þér, þá er tilganginum náð.
En mér er bara slétt sama um þann hluta þessa hugsunar.
Ég horfi gríðarlega mikið á youtube, ef að ég fæ 1 auglýsingu sem að ég get ekki skippað fyrr en eftir 5 sek eða eitthvað álíka, þá er ég einfaldlega á frábæru tímakaupi við það að fá mér youtube premium.
Ég þoli bara ekki auglýsingar almennt, nenni semsagt ekki að eyða mínum tíma í þær, alveg sama hvort að það sé verið að auglýsa eitthvað sem að ég gæti hugsanlega keypt eða myndi aldrei nokkurn tíman kaupa, ég er einfaldlega að kaupa mér frið frá því með því að vera með YT premium.
Alveg 100% þess virði.
Síðan er nefnilega hellingur af öðrum kostum, einsog að geta hlustað á video með slökkt á skjánum, geta horft á video og gert eitthvað annað, youtube music, youtube originals og álíka.
Það er allt saman alger plús.
Nú þeir sem að segja að það sé hægt að fá þetta allt án þess að borga fyrir það.
Mér finnst ekkert mál að borga fyrir þjónustu sem að hentar mér og ég nenni einmitt ekki að standa í því að vera með eitthvað app í símanum fyrir youtube eða sér browser fyrir það, nenni ekki að vera með extension í tölvunni sem að virkar stundum og stundum ekki og nenni ekki að finna útúr því hvernig þetta virkar í sjónvarpinu.
Þetta kostar mig ca 1-2 bjóra á mánuði, ég sleppi þeim bara í staðin
