við vorum að bæta inn á Vaktina nýjung sem ég hef verið að dúlla mér við að smíða síðustu vikur.
Þetta er í grunninn einföldun á PCPartPicker, nema fyrir Ísland, þ.e. gerir notendum kleift að púsla saman heilli tölvu, og á sama tíma að sjá allar vörur í viðeigandi flokk. Þegar íhlutur er valinn og settur í buildið, þá uppfærist urlið í vafranum, og það url má senda á aðra, sem þá geta séð valda íhluti.
Ég lagði ekki mjög mikið púður í framendann, hvorki hönnunina eða útfærsluna, og hugmyndin er að hafa það repoið á Github opið, þannig að ef einhver hér á Vaktinni hefur áhuga á að betrumbæta viðmótið, bjóða upp á betri filteringu, raða niðurstöðum eftir öðru en verði, gera síðuna meira mobile friendly o.s.frv. þá er sjálfsagt að gera pull-request, þannig að þetta yrði hægt og rólega að community verkefni

Að sama skapi væri gaman seinna meir að hafa einhver basic compatibility test, s.s. að socket milli örgjörva og móðurborðs sé rétt, eða að þú parir ekki DDR3 vinnsluminni við DDR4 móðurborð o.s.frv.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, hlakka til að heyra hvernig ykkur lýst á.
Linkur á Builderinn, sem er einnig í headernum hliðiná Verðvaktinni:
https://builder.vaktin.is
Og svo sýnidæmi um link með tilbúnu buildi:
https://builder.vaktin.is/build/EF732
Linkur á framenda repo-ið (já, ég hef ekki einu sinni skellt í readme):
https://github.com/Klemminn/pc-builder-client
Bestu kveðjur,
Klemmi