Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Aimar »

Sælir. Ég er að skoða að fá mer rafmagnspott út á pallinn. Er i ibúð i blokk.

Er með aðgang að niðurfalli og rafmagns-innstungu.

Eruð þið með góðar/slæmar sögur af svoleiðis pottum?
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af brain »

ertu þá að hugsa um að setja út á svalir ?

Gættu þá að, svona pottar eru með um og yfir 1100 l af vatni. og eru tómir 3-400 kg ( samtals þá 14-1500 kg.)

með 3-4 fullorðna í honum er þyngdin kannski of mikil fyrir svalir.
Last edited by brain on Fim 11. Jún 2020 07:09, edited 1 time in total.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af hagur »

brain skrifaði:ertu þá að hugsa um að setja út á svalir ?

Gættu þá að, svona pottar eru með um og yfir 1100 l af vatni. og eru tómir 3-400 kg ( samtals þá 14-1500 kg.)

með 3-4 fullorðna í honum er þyngdin kannski of mikil fyrir svalir.
Hann segir "út á pallinn", ekki svalir.

Rafmagnspottar eru mjööööög dýrir í rekstri. Ekki láta einhvern ljúga að þér að þetta sé bara eins og frystikista hvað varðar rafmagnsnotkun eins og sagt var við foreldra mína. Þau gáfust upp á endanum og létu mig hafa pottinn, ég reif allt rafmagnsdraslið úr og breytti honum í hitaveituskel.

Svo er ekki nóg að hafa aðgang að bara einhverri rafmagnskló, þetta þarf lagnir af sverari gerðinni og stærra öryggi en 10-13A.
Last edited by hagur on Fim 11. Jún 2020 07:43, edited 1 time in total.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af brain »

hagur skrifaði:
brain skrifaði:ertu þá að hugsa um að setja út á svalir ?

Gættu þá að, svona pottar eru með um og yfir 1100 l af vatni. og eru tómir 3-400 kg ( samtals þá 14-1500 kg.)

með 3-4 fullorðna í honum er þyngdin kannski of mikil fyrir svalir.
Hann segir "út á pallinn", ekki svalir.


Ahh kk

Pallurinn þarf þá að þola 14-1500 KG.
og ath þetta er á um 2 fermetra svæði ( flestir pottar ca 2m x 2m 2.30 x2.30
Last edited by brain on Fim 11. Jún 2020 08:49, edited 1 time in total.

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Aimar »

brain skrifaði:ertu þá að hugsa um að setja út á svalir ?

Gættu þá að, svona pottar eru með um og yfir 1100 l af vatni. og eru tómir 3-400 kg ( samtals þá 14-1500 kg.)

með 3-4 fullorðna í honum er þyngdin kannski of mikil fyrir svalir.
Er a jarðhæð. Hellur undir
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Njall_L »

Ertu að skoða uppblásanlegan pott eða harðskel?
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Dr3dinn »

Alls ekki kaupa rafmagnspott... bara fylla á þetta venjulega (ég nota garðslöngu á minn rafmagnspott)

Þetta er mikið notað fyrst og fer svo minnkandi... alveg óþarfi að borga 10þ+ á mánuði fyrir þetta.

Kostar ca 300kr pr skiptið að fylla pottinn.
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af steinarorri »

Ég er með 6 manna rafmagnspott sem ég nota reglulega, geymi hann í 35gr en hita upp í 40 þegar ég fer ofan í. Ég veit ekki hvað þetta kostar á mánuði en ég greiði 6þkr á mánuði fyrir rafmagn (2 fullorðnir og 2 börn í heimili) svo þetta getur varla verið svo dýrt.
Er með gott lok á honum, og passa upp á klór magn og sýrustig, kostar kannski 10-15k á ári, hef skipt um síu einu sinni (kostaði 15k).
Ef ég hefði sjálfur valið pott þá hefði ég frekar valið samt hitaveitupott, oft sneggri að renna í hann en a veturna er ég 3-4klst að hita minn. Líka minna vesen með klorinn oþh. En það er snilld að vera með nudd og ég nota það svoldið.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af hagur »

steinarorri skrifaði:Ég er með 6 manna rafmagnspott sem ég nota reglulega, geymi hann í 35gr en hita upp í 40 þegar ég fer ofan í. Ég veit ekki hvað þetta kostar á mánuði en ég greiði 6þkr á mánuði fyrir rafmagn (2 fullorðnir og 2 börn í heimili) svo þetta getur varla verið svo dýrt.
Er með gott lok á honum, og passa upp á klór magn og sýrustig, kostar kannski 10-15k á ári, hef skipt um síu einu sinni (kostaði 15k).
Ef ég hefði sjálfur valið pott þá hefði ég frekar valið samt hitaveitupott, oft sneggri að renna í hann en a veturna er ég 3-4klst að hita minn. Líka minna vesen með klorinn oþh. En það er snilld að vera með nudd og ég nota það svoldið.
Ertu viss um að það sé ekki bara notkunin? Svo annað eins í flutning? 6þús kall fyrir 4 manna fjölskyldu með rafmagnspott hljómar bara hálf ótrúlega í mínum huga. Foreldar mínir voru að greiða að mig minnir 5-10þús kall aukalega í rafmagn per mán, þegar þau voru með rafmagnspottinn. Fyrsta uppgjörið sem þau fengu eftir að potturinn var settur upp var sjokk.

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Dr3dinn »

Margir í kringum mig með rafmagnspott og heyri alltaf 10-15þ.... ertu í fjölbýli að láta aðra borga eða? :S
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Tiger »

Það er bara svo eitthvað mikið OFF að vera með pott þar sem vatnið er nokkra vikna/mánaðar gamalt..... Hitaveituskel fyrir mig takk með sírenslu bara.
Capture.PNG
Capture.PNG (16.97 KiB) Skoðað 3098 sinnum
Mynd

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Manager1 »

Stal myndinni úr þessu PDF skjali: http://vatnsidnadur.net/wp-content/uplo ... pottar.pdf


Mynd

Á vef Orkustofnunar er reiknivél þar sem þú getur valið raforkuseljanda og raforkuflytjanda og fengið heildarverð á kílóvattstund. Þannig má auðveldlega finna út að m.v. þessa töflu hérna að ofan myndi kosta um 7000-9000 krónur á mánuði að eiga heitan pott, nota hann 3x í viku og skipta einusinni í mánuði um vatn.


Það er kannski rétt að bæta við að þeir sem búa á "heitum svæðum" þ.e. svæðum þar sem er heitt vatn í boði til húshitunar ættu hiklaust að skoða hvort hitaveitupottur sé ekki hagkvæmari en rafmagnspottur. Þeir sem eru á "köldum svæðum", þ.e. svæðum þar sem hús eru rafkynt eða vatn til húshitunar hitað með rafmagni, eru sennilega alltaf betur settir með rafmagnspott.
Last edited by Manager1 on Fös 12. Jún 2020 04:58, edited 3 times in total.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af steinarorri »

hagur skrifaði:
steinarorri skrifaði:Ég er með 6 manna rafmagnspott sem ég nota reglulega, geymi hann í 35gr en hita upp í 40 þegar ég fer ofan í. Ég veit ekki hvað þetta kostar á mánuði en ég greiði 6þkr á mánuði fyrir rafmagn (2 fullorðnir og 2 börn í heimili) svo þetta getur varla verið svo dýrt.
Er með gott lok á honum, og passa upp á klór magn og sýrustig, kostar kannski 10-15k á ári, hef skipt um síu einu sinni (kostaði 15k).
Ef ég hefði sjálfur valið pott þá hefði ég frekar valið samt hitaveitupott, oft sneggri að renna í hann en a veturna er ég 3-4klst að hita minn. Líka minna vesen með klorinn oþh. En það er snilld að vera með nudd og ég nota það svoldið.
Ertu viss um að það sé ekki bara notkunin? Svo annað eins í flutning? 6þús kall fyrir 4 manna fjölskyldu með rafmagnspott hljómar bara hálf ótrúlega í mínum huga. Foreldar mínir voru að greiða að mig minnir 5-10þús kall aukalega í rafmagn per mán, þegar þau voru með rafmagnspottinn. Fyrsta uppgjörið sem þau fengu eftir að potturinn var settur upp var sjokk.
Heyrðu jú - þetta er hárrétt hjá þér. Þetta er flutningskostnaðurinn ](*,) og svo bætast við tæpar 5þkr í rafmagn/mánuð og skv. Veitum er dagsnotkun mín 21,8 KWH (ársnotkun 7.946 KWH). Meðaltalsársnotkun skv. Veitum fyrir 4m fjölskyldu í 100m2 íbúð í fjölbýlishúsi er 3873 KWH án rafmagnspotts en 6.513 KWH með rafmagnspotti, þannig að líklega eru þetta einhverjir þúsundkallar á mánuði. Og breytir því ekki að hefði ég valið sjálfur hitaveitupott en hann fylgdi með íbúðinni :)

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Aimar »

https://www.jonbergsson.is/verslun/softub-6-manna/


Softub er leiðandi á markaðnum í orkunýtingu og eru umhverfisvænir. Hreinsun, hitun og nudd… allt með sömu dælunni: með því að nota dælu pottsins við hreinsun vatnsins og hitann af henni til að hita vatnið og kröftuga dælingu hennar fyrir nuddið næst fram orkunýting sem er engu lík og er því orkukostnaður í algjöru lágmarki í Softub pottunum
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af GuðjónR »

Aimar skrifaði:https://www.jonbergsson.is/verslun/softub-6-manna/


Softub er leiðandi á markaðnum í orkunýtingu og eru umhverfisvænir. Hreinsun, hitun og nudd… allt með sömu dælunni: með því að nota dælu pottsins við hreinsun vatnsins og hitann af henni til að hita vatnið og kröftuga dælingu hennar fyrir nuddið næst fram orkunýting sem er engu lík og er því orkukostnaður í algjöru lágmarki í Softub pottunum
800k? var ekki Hagkaup að selja þessa potta á 100k fyrir einhverjum árum? :money

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Aimar »

Þessir pottar nota hitan frá dælunni og nota ekki auka varmahitara.

Orkunotkun T220

Þetta er fyrir 4 manna pottinn.

Eg erað hugsa um 6 manna


4 vikur samtals 1627 kr.
Samkvæmt A4 taxta Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sumarhús er orkukostnaður 1387 kr. á mánuði
Á þessu viku tímabili var potturinn notaður í samtals 2 klukkustundir.
Orkumæling var framkvæmd með orkumæli sem fenginn var að láni hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Sóttar voru veðurupplýsingar inn á vef vegagerðarinnar á netfangi: http://www.vegagerdin.is/faerd/linurit/st028.html
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Aimar »

GuðjónR skrifaði:
Aimar skrifaði:https://www.jonbergsson.is/verslun/softub-6-manna/


Softub er leiðandi á markaðnum í orkunýtingu og eru umhverfisvænir. Hreinsun, hitun og nudd… allt með sömu dælunni: með því að nota dælu pottsins við hreinsun vatnsins og hitann af henni til að hita vatnið og kröftuga dælingu hennar fyrir nuddið næst fram orkunýting sem er engu lík og er því orkukostnaður í algjöru lágmarki í Softub pottunum
800k? var ekki Hagkaup að selja þessa potta á 100k fyrir einhverjum árum? :money
Það er allt annað merki. Þetta er mest selda merki i heiminum i dag. Hagkaup er með annað.
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1115
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af g0tlife »

Aimar skrifaði:https://www.jonbergsson.is/verslun/softub-6-manna/


Softub er leiðandi á markaðnum í orkunýtingu og eru umhverfisvænir. Hreinsun, hitun og nudd… allt með sömu dælunni: með því að nota dælu pottsins við hreinsun vatnsins og hitann af henni til að hita vatnið og kröftuga dælingu hennar fyrir nuddið næst fram orkunýting sem er engu lík og er því orkukostnaður í algjöru lágmarki í Softub pottunum

Á svona pott og þetta er endalaus vinna. Þarft að sinna þessu amk 1 sinni á viku og eftir hvert skipti sem þetta er notað. Þarft að nota 4 - 5 efni til þess að setja ofan í þetta og mæla.

Var fyrst okey en núna er ég bara ekki að nenna þessu drasli haha. Feginn að hann fylgdi húsinu en ég mundi aldrei kaupa þetta.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af CendenZ »

Ef þú hefur tök á því að setja sírennslispott þá myndi ég hiklaust fara þá leið, þótt það sé miklu dýrara í upphafi þá er rekstrarkostnaðurinn svo lítill
Þá ertu með sírensli af húsinu sem endar í pottinum á sumrin, og á veturnar á bílastæðið ef þú ert í raðhúsi eða einbýli
Svo ertu með sjússara sem sjússar annað hvort heitu eða köldu inn á lögnina og það er rafstýrð opnun og lokun.

Þetta er svona upp í bústað og þetta er bara málið. Þegar maður mætir í bústaðinn er hann alltaf ready - kannski 2-3 gráðum of heitur og þá bara sjússast köldu í hann eða lokið tekið af og leyft að blása hitann af þangað til hann er góður.

Ég myndi fyrst heyra í Línuborun og athuga hvort þetta sé hægt, ef þetta er hægt þá bara láta teikna þetta upp með pípara og smið,
Það getur vel verið að það sé allt of langt í lögnina, þá nær þetta ekki lengra

Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Bourne »

Ég spyr mig... hvernig nenna menn pottabrölti þegar það eru flottar sundlaugar allsstaðar á Íslandi.
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Tiger »

Bourne skrifaði:Ég spyr mig... hvernig nenna menn pottabrölti þegar það eru flottar sundlaugar allsstaðar á Íslandi.
Hvernig nenna menn að eiga tölvur, það er hægt að komast í tölvu á öllum bókasöfnum og skólum..... :face
Mynd

Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Bourne »

Tiger skrifaði:
Bourne skrifaði:Ég spyr mig... hvernig nenna menn pottabrölti þegar það eru flottar sundlaugar allsstaðar á Íslandi.
Hvernig nenna menn að eiga tölvur, það er hægt að komast í tölvu á öllum bókasöfnum og skólum..... :face
Fáránlegur samanburður :face
Last edited by Bourne on Sun 14. Jún 2020 22:42, edited 1 time in total.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af hagur »

Bourne skrifaði:Ég spyr mig... hvernig nenna menn pottabrölti þegar það eru flottar sundlaugar allsstaðar á Íslandi.
Geturðu skinny-dippað með frúnni, með súkkulaði í annarri og rauðvín í hinni í almenningspotti einhverstaðar á landinu? Nei, hélt ekki :happy

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Heitir pottar í dag. Hvað hafið þið að segja?

Póstur af Dr3dinn »

Ekki hægt að bera þetta saman. Allir geta tekið strætó en það hentar einfaldlega ekki öllum.

Að komast í sund / pottinn með lítið barn eða fjölskyldu getur verið erfitt nema bara um helgar, svo er bara úber nice að fara í pottinn eftir að svæfa og fá sér einn kaldan
+oftast eftir opnunartíma sundlauga
+áfengi
+endalaus þægindi að komast í sturtu heima hjá sér og beint í rúmið.

Ég var sammála allstaðar sundlaugar commentinu þegar ég var tvítugur og barnlaus... :)
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Svara