Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af appel »

Langar að setja svona klassíska gluggasillu í staðinn fyrir svona múr. Langar að hafa þetta slétt og lakkað hvítt, og þetta komi aðeins út svo ég geti sett blómapotta og svona skraut þarna. Lítið pláss núna.

Svona er þetta hjá mér. Það er bara um 1,3-1,4 cm upp í listann. Ideally myndi maður ekki vilja hafa þetta jafnhátt og gluggalistinn er. En það gefur manni ekki mikla þykkt til að vinna með, kannski bara örfáa millimetra!
silla.jpg
silla.jpg (45.18 KiB) Skoðað 4507 sinnum
langar að koma einhverju svona fyrir:
3.jpg
3.jpg (38.08 KiB) Skoðað 4507 sinnum
Einhver með hugmyndir? Hvar get ég fengið svona? Ég get ómögulega smíðað svona sjálfur.
*-*

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af Manager1 »

Það ætti að vera lítið mál fyrir þig að fá smið til að henda svona í gluggann. Ég býst ekki við að þú getir farið í Byko eða Húsasmiðjuna og keypt gluggasyllu sem passar í gluggann þinn, þetta er alltaf sérsmíði.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af appel »

Þá þarf bara að finna smið sem rukkar mann ekki um milljón kall fyrir 5 glugga.
*-*
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af Stuffz »

meira pláss undir bónusbirgðirnar?
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af arons4 »

Hef verið í einmitt öfugum pælingum, er með sólbekk sem er eins og gert hafi verið ráð fyrir ofni og ofninn aldrei settur, nær langt út á gólf.
Ef þetta er múr en ekki steypa þá ætti ekki að vera mikið mál að brjóta hann og búa til pláss fyrir sólbekk, getur bankað í hann með einhverju hörðu til að komast að því, heyrir strax ef það er hol bakvið eða hvort það sé gegnheil steypa.

Getur látið smíða fyrir þig sólbekk eftir málum, sólbekkurinn nótast í rauf sem er í glugganum í svipaðri hæð og múrinn sem er núna.

Ef það er ekki gerefti og múrinn nær allann hringinn þarf að búa til pláss fyrir sólbekk, múra svo nýjann svona kant og tengja hliðarnar á hann, svo legst sólbekkurinn þar ofaná

Ef það er gerefti og timbur hliðar í glugganum þarf enga múrvinnu, bara brjóta frá þessu til að búa til pláss, sólbekkurinn settur í, og svo listi undir hann sem lokar bilinu, gæti hugsanlega þurft að lengja hliðarnar niður að sólbekknum.


Því meira sem þú getur gert sjálfur, því minna mun þetta kosta.
Last edited by arons4 on Þri 14. Apr 2020 22:05, edited 1 time in total.

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af Televisionary »

Svona er þessu skemmtilega skipt á milli fólks. Ég keypti gamalt raðhús og þar fórum við og rifum þetta allt í burtu. Þetta var ekki nógu fallegt að okkur fannst. Það fór mikil vinna í að ná þessu fallegu hjá okkur og lakka gluggana hvíta.

Gangi þér vel með þetta verkefni. En fáðu fagmann í eitthvað af þessu svo að þetta líti vel út.
Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af asgeireg »

Gætir brotið upp múrinn sem er þarna, þá ertu kominn með nóg pláss. Mjög líklegt að gluggastykkið sé með rás fyrir sólbekk, þessi gluggastykki eru langflest hönnuð eins, hvort sem þú ætlar að múra eða nota sólbekk.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af demaNtur »

Þarf ekki að vera mikið mál að redda þessu.

Getur farið á trésmíðaverkstæði og látið græja fyrir þig plötur í réttri lengd miðað við glugga, látið fræsa úr öðru megin (sjá mynd fyrir neðan) þannig að það standi þykkari silla úr glugganum, límir þetta svo fast niður með kítti eða öðru :happy

Ódýrt, einfalt og sparar hellings vinnu, td. að brjóta niður múr.

Mad paint skills.
Mynd

*Edit, hægt að setja styrkingu undir, járnvinkla eða annað til að þetta brotni nú ekki eða bogni undan þunga
Last edited by demaNtur on Mið 15. Apr 2020 10:58, edited 1 time in total.
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af appel »

demaNtur skrifaði:Þarf ekki að vera mikið mál að redda þessu.

Getur farið á trésmíðaverkstæði og látið græja fyrir þig plötur í réttri lengd miðað við glugga, látið fræsa úr öðru megin (sjá mynd fyrir neðan) þannig að það standi þykkari silla úr glugganum, límir þetta svo fast niður með kítti eða öðru :happy

Ódýrt, einfalt og sparar hellings vinnu, td. að brjóta niður múr.

Mad paint skills.
Mynd

*Edit, hægt að setja styrkingu undir, járnvinkla eða annað til að þetta brotni nú ekki eða bogni undan þunga
Takk demantur.

Já, kannski er það ódýrast að gera þannig. Myndi líklega fá smið til að taka málin og skoða þetta. Ég gæti kannski lakkað þetta. Mér sýnist að þetta þyrfti að fá einhverja styrkingu því annars væri tréið alltof þunnt og nær enginn burður.

Ég veit ekki hve mikil múrhúðin er ef einhver. Steinninn er þarna beint undir, húsið einangrað að utan.
*-*
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af appel »

Vitiði um einhverja smiði sem þið getið mælt með?
*-*
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af worghal »

appel skrifaði:Vitiði um einhverja smiði sem þið getið mælt með?
GuðjónR sagði mér að hann er hættur að smíða en hann hlítur að eiga tólin til að hjálpa þér :lol:
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af brain »

Tékkaðu á Trévídd

https://www.facebook.com/treviddin/

unnu fyrir mig í Des. góð vinnubrögð og sópuðu eftir sig.

Birkir Tyr
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 09. Mar 2012 13:19
Staðsetning: Ak city.
Staða: Ótengdur

Re: Langar í gluggasyllu en ekkert pláss

Póstur af Birkir Tyr »

Ég styð hugmyndina hjá demaNtur. Einfaldast að smíða úr borðplötu eða MDF. Láta fræsa úr henni eða saga innan úr henni (betra að fræsa). Kítta hana niður með góðu kítti, einhverju sem þolir mikinn þunga og er sterkt. Setja það á alla kanta og undir. Setja vinkill undir plötuna og festa hann með steinskrúfum (reknöglum eða rekboltum) í vegginn og tréskrúfum uppí plötu. Myndi setja steinskrúfur í sitthvora hliðina á plötunni (flöturinn sem liggur á sillunni) og ofan í silluna og hægt að fela götin með því að setja akrílkítti ofan í og málað yfir. Þá er þetta að verða skothelt. :D

Ath, þetta er ein leið. :megasmile

Kv Birkir smiður
Cooler Master HAF X - Intel Core i7 2600K 3.40 GHz @ 4.2 GHz - Gigabyte Z77X-D3H - Cooler Master V8 CPU cooler - Corsair 800w - Gigabyte GTX 770 4gb - 8gb 1600 Mhz - BenQ 24" - Logitech MX518 - Logitech G110 - SSD 120gb
Svara