Fyrirtæki sem birta ekki vöruverð á heimasíðum

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Fyrirtæki sem birta ekki vöruverð á heimasíðum

Póstur af mikkimás »

Ekki lesa nema þú hafir gaman af tilgangslausum nöldurpóstum.

--

Getur einhver snillingur útskýrt fyrir mér hvers vegna sum fyrirtæki birta ekki vöruverð á heimasíðum sínum?

Ég meina, WTF?

Á. Guðmundsson til dæmis. Ég þurfti nýjan skrifborðsstól fyrir nokkrum mánuðum, og ÁG var fyrsta fyrirtækið sem kom alls ekki til greina. Enginn verðlisti neins staðar. Ég veit ekkert hvort targetstóllinn kostaði 100k eða 900k. Ég hafði margt betra að gera en að skrifa póst og bíða eftir svari varðandi stóla sem félli inn í mitt verðbil, þegar ég gat farið inn á hirzlan.is (bara sem dæmi) og sannfært sjálfan mig á 2 mínútum um að ferðin á staðinn yrði þess virði.

Annað dæmi er Parket & Gólf. Ég er í fasteignahugleiðingum og gæti á næstu mánuðum keypt mér nýja íbúð án gólfefna. Þeir eru með úrval af hinu og þessu parketi, en engin verð fyrir utan tvö vesæl tilboðsverð þarna efst.

Af hverju þetta ógegnsæji? Af hverju fela verðin? Af hverju á ég að þurfa að hafa samband við svona verslanir til að fá upplýsingar sem ættu að liggja á glámbekk?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtæki sem birta ekki vöruverð á heimasíðum

Póstur af rbe »

ég hafði gaman af þessum tilgangslausa nöldurpósti :guy

ertu viss um að það sé ekki eitthvað annað að plaga þig í undirmeðvitundinni en verð á heimsíðum ? sem brýst fram í því að þú póstar um það á vaktin :guy

kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtæki sem birta ekki vöruverð á heimasíðum

Póstur af kjarnorkudori »

Það eru ansi mörg fyrirtæki sem hafa misst af mínum viðskiptum út af þessu. Annað sem fer sérstaklega í taugarnar á mér eru fyrirtæki sem eru alltaf svo "góð" að veita þér afslátt.

Ég get gengið inn í Eymundsson og verið nokkuð viss um að ég geti fengið 20% afslátt af öllu svo lengi sem ég tala við einhvern fyrirtækjasölumann. Ég get farið í Advania og fengið 20% afslátt af ansi mörgu með því að segja hver mamma mín er. Þetta fer að vera eins og á fjarlægum götumarkaði þar sem uppsett verð hefur litla þýðingu.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtæki sem birta ekki vöruverð á heimasíðum

Póstur af Sallarólegur »

Svona rugl þrýfst bara þar sem það er engin samkeppni.

Svarið við spurningunum þínum er mjög einfalt, til þess að geta haft eins háa álagningu og mögulegt er. Eflaust í einhverjum tilfellum 100-1000% álagning, sérstaklega á vörum frá Kína.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtæki sem birta ekki vöruverð á heimasíðum

Póstur af Hizzman »

væntanlega tvískipt.

annars vegar þeir sem spá ekki í verð, td forstjórar í stórfyrirtækjum, vija bara flottan stól, verð er aukaatriði, eða jafnvel flott að vera með rassinn í stól sem kostar yfir milljón!

svo eru sum fyrirtæki með einhverja verðlista sem eru alveg út úr korti, en afslættir er verulegir, 30 til 70% eftir því hver þú ert og hversu mikið þú kaupir. Svona fyrirtæki eru auðvitað óþolandi, ekki versla við þau..
Svara