Versla við Alibaba?

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

Þegar ég er fluttur til Íslands þá þarf ég líklega að versla við Alibaba vegna þess að Amazon í Evrópu vill ekki senda rafmagnstæki til Íslands (sem mér finnst fáránlegt).

Hvernig hefur reynsla fólks verið að versla við Alibaba þegar það kemur að raftækjum og slíku dóti. Ég hef aldrei verslað þar og mundi eingöngu vera að kaupa rafmagnsbúnað, talstöðvar, fm senda, dvb-t mótara og slíkt. Ég er að spá í gæðum á þeim rafmangstækjum sem eru keypt. Ég reikna ekki með að það sé mikil ábyrgð á þessum búnaði sem er keyptur frá Kína.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af arons4 »

Gerðu ráð fyrir því að ábyrgðin sé ekki til staðar þótt hún sé auglýst þar sem þeir fara yfirleitt fram á að þú sendir þeim vöruna til baka sem er langoftast dýrara en varan sjálf.

Annars er aliexpress smásöluhluti alibaba og það er örugglega auðveldara að fara í gegnum það ef það er ekki verið að versla í miklu magni.
Skjámynd

Skaz
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af Skaz »

Líka CE merkingar, skalt búast við að lenda í því að fá athugasemdir frá Tollinum um slíkt og vera tilbúinn að standa í brasinu að láta endursenda og fá endurgreidda þá vöru eða alltaf gera ráð fyrir að geta tapað þeim pening þegar það uppgötvast að þær eru ekki til staðar.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af Sallarólegur »

Afhverju Alibaba?
Ég hef aldrei fílað Amazon og skil ekki afhverju fólk notar það.

Afhverju ekki að nota Ebay?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

Ég hef skoðað Ebay en það er bara allt í rugli þar sýnist mér. Vefsíðan er ennþá í því formi sem var algengt fyrir 10 árum. Það þýðir að ekki er verið að sinna vefsíðunni miðað við hversu stórt Ebay er (eða var).

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

Skaz skrifaði:Líka CE merkingar, skalt búast við að lenda í því að fá athugasemdir frá Tollinum um slíkt og vera tilbúinn að standa í brasinu að láta endursenda og fá endurgreidda þá vöru eða alltaf gera ráð fyrir að geta tapað þeim pening þegar það uppgötvast að þær eru ekki til staðar.
Ég vissi af þessu með CE merkingar. Ætli að hægt sé að krefjast þess að raftækin uppfylli slík skilyrði?

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af arons4 »

jonfr1900 skrifaði:
Skaz skrifaði:Líka CE merkingar, skalt búast við að lenda í því að fá athugasemdir frá Tollinum um slíkt og vera tilbúinn að standa í brasinu að láta endursenda og fá endurgreidda þá vöru eða alltaf gera ráð fyrir að geta tapað þeim pening þegar það uppgötvast að þær eru ekki til staðar.
Ég vissi af þessu með CE merkingar. Ætli að hægt sé að krefjast þess að raftækin uppfylli slík skilyrði?
Tollurinn krefst þess.

Sumir þessara kínversku framleiðenda spyrja bara hvernig CE merkingin lýtur út ef þú biðum um hana og senda þér eitthvað í líkingu.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af Sallarólegur »

jonfr1900 skrifaði:Ég hef skoðað Ebay en það er bara allt í rugli þar sýnist mér. Vefsíðan er ennþá í því formi sem var algengt fyrir 10 árum. Það þýðir að ekki er verið að sinna vefsíðunni miðað við hversu stórt Ebay er (eða var).
Alibaba er nánast eins og clone af eBay :happy

Mynd
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af urban »

Þú getur yfirleitt farið með þetta í gegnum þriðja aðila innan evrópu og fengið hann til að senda heim.

Samanber t.d. https://www.parcel2go.com/parcel-delivery/iceland (hef ekkert kynnt mér þetta fyrirtæki)
Hef notað svona þjónustu hjá myus.com en það var frá bandaríkjunum.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

gutti
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Staðsetning: REYKJAVIK
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af gutti »

Síðast ég kepyti hjá ebay tölvuborð borgaði og beið lengi eftir fékk endurgreitt en amazon fær hlutir eftir 2til 3 daga skjár í des jan bakhátarlar

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af Frussi »

gutti skrifaði:Síðast ég kepyti hjá ebay tölvuborð borgaði og beið lengi eftir fékk endurgreitt en amazon fær hlutir eftir 2til 3 daga skjár í des jan bakhátarlar
Er hægt að veita verðlaun fyrir illskiljanlegasta póstinn?
:lol:
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo

KristinnK
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af KristinnK »

Ég versla mikið af Aliexpress og kínverskum seljendum á eBay. Reynsla mín er að mestu leyti góð. Vissulega þarf að bíða dágóðan tíma eftir sendingum, en það er betra en að borga tvöfalt eða tífalt verð fyrir sömu vöruna heima. Mér finnst auðveldast að nota leitarvélina á Aliexpress þegar ég er ekki alveg viss um nákvæmlega hvernig eða hvaða vöru ég ætla að kaupa, en þegar ég er kominn með nákvæmlega rétt leitarorð finn ég yfirleitt besta verðið hjá kínverskum seljendum á eBay. Sér í lagi finnst mér verðin á Aliexpress hafa hækkað mikið síðan ég byrjaði fyrst að nota síðuna fyrir tæpum tvem árum.

Varðandi CE merkingar þarftu að nota DHL sendingarmöguleikann. Þeir gera engar athugasemdir við slíkt.
Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af brain »

KristinnK skrifaði:Ég versla mikið af Aliexpress og kínverskum seljendum á eBay. Reynsla mín er að mestu leyti góð. Vissulega þarf að bíða dágóðan tíma eftir sendingum, en það er betra en að borga tvöfalt eða tífalt verð fyrir sömu vöruna heima. Mér finnst auðveldast að nota leitarvélina á Aliexpress þegar ég er ekki alveg viss um nákvæmlega hvernig eða hvaða vöru ég ætla að kaupa, en þegar ég er kominn með nákvæmlega rétt leitarorð finn ég yfirleitt besta verðið hjá kínverskum seljendum á eBay. Sér í lagi finnst mér verðin á Aliexpress hafa hækkað mikið síðan ég byrjaði fyrst að nota síðuna fyrir tæpum tvem árum.

Varðandi CE merkingar þarftu að nota DHL sendingarmöguleikann. Þeir gera engar athugasemdir við slíkt.

Lenti í að tollur stoppaði síma frá Ali sem var ekki með CE
Var sent með DHL svo þetta er ekki rétt.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

urban skrifaði:Þú getur yfirleitt farið með þetta í gegnum þriðja aðila innan evrópu og fengið hann til að senda heim.

Samanber t.d. https://www.parcel2go.com/parcel-delivery/iceland (hef ekkert kynnt mér þetta fyrirtæki)
Hef notað svona þjónustu hjá myus.com en það var frá bandaríkjunum.
Kannski er þetta möguleiki fyrir Amazon. Takk fyrir að benda mér á þetta.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég hef skoðað Ebay en það er bara allt í rugli þar sýnist mér. Vefsíðan er ennþá í því formi sem var algengt fyrir 10 árum. Það þýðir að ekki er verið að sinna vefsíðunni miðað við hversu stórt Ebay er (eða var).
Alibaba er nánast eins og clone af eBay :happy

[mynd fjarlægð.]
Vandamálið við Ebay finnst mér að þeir eru ekki að standa sig og seljendur þar eru ekkert endilega traustir. Ég er auðvitað ennþá að athuga bara Alibaba en mig grunar að ástandið sé örlítið skárra þar en á Ebay. Það eru mörg ár síðan ég verslaði síðast á Ebay (það var árið 2006) og síðan þá hefur vefsíðan lítið breytst og mér finnst það ekki traustvekjandi. Síðan held ég að ákvarðanir fyrirtæksins Ebay hafi valdið þessu auk breytinga almennt séð.

Það sem ég hef ekki séð miðað við það sem skoðað af Alibaba er þetta söluform þar sem einstaklingar eru að selja. Það getur þó verið að það sé til staðar án þess að ég hafi tekið eftir því.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

KristinnK skrifaði:Ég versla mikið af Aliexpress og kínverskum seljendum á eBay. Reynsla mín er að mestu leyti góð. Vissulega þarf að bíða dágóðan tíma eftir sendingum, en það er betra en að borga tvöfalt eða tífalt verð fyrir sömu vöruna heima. Mér finnst auðveldast að nota leitarvélina á Aliexpress þegar ég er ekki alveg viss um nákvæmlega hvernig eða hvaða vöru ég ætla að kaupa, en þegar ég er kominn með nákvæmlega rétt leitarorð finn ég yfirleitt besta verðið hjá kínverskum seljendum á eBay. Sér í lagi finnst mér verðin á Aliexpress hafa hækkað mikið síðan ég byrjaði fyrst að nota síðuna fyrir tæpum tvem árum.

Varðandi CE merkingar þarftu að nota DHL sendingarmöguleikann. Þeir gera engar athugasemdir við slíkt.
Það er þá önnur sölusíða en Alibaba? Ég fylgist svo illa með þessu í dag.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af brain »

Er ekki Alibaba fyrir heildsala og þá sem kaupa í magni:

"Most of the members on Alibaba.com are manufacturers, trading companies or resellers who trade in large order quantities.
AliExpress is a global retail marketplace offering quality products at factory prices in small quantity."

Hef eingöngu notað Aliexpress sjálfur.
Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1388
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af kubbur »

Alibaba er fyrir stórar pantanir, AliExpress er fyrir smásölu
Skv AliExpress er ég búinn að panta yfir 120 pantanir, allt frá rafeinda íhlutum yfir í síma, töskur, föt, vape mods og allan andskotan og aldrei lent í vandræðum með ce merkingar, þeir eru farnir að setja þær á öll raftæki (og segja að það standi fyrir Chinese export) til að koma í veg fyrir að vörur séu stoppaðar í tollinum
Gæðin á vörunum eru á par við þær vörur sem fást hérna heima (enda sömu vörur), verðin voru betri en hafa hækkað margfalt síðustu 2 ár, ég hef fundið vörur í einstaka tilfellum sem hafa verið ódýrari hérna heima
Kubbur.Digital

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af arons4 »

kubbur skrifaði:Alibaba er fyrir stórar pantanir, AliExpress er fyrir smásölu
Skv AliExpress er ég búinn að panta yfir 120 pantanir, allt frá rafeinda íhlutum yfir í síma, töskur, föt, vape mods og allan andskotan og aldrei lent í vandræðum með ce merkingar, þeir eru farnir að setja þær á öll raftæki (og segja að það standi fyrir Chinese export) til að koma í veg fyrir að vörur séu stoppaðar í tollinum
Gæðin á vörunum eru á par við þær vörur sem fást hérna heima (enda sömu vörur), verðin voru betri en hafa hækkað margfalt síðustu 2 ár, ég hef fundið vörur í einstaka tilfellum sem hafa verið ódýrari hérna heima
China export merkingin er ekki alveg eins og hin rétta CE merking. Hef lent í veseni með china export merkinguna.

Mynd

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

Ætli það sé hægt að fá svona fm senda flutta inn til Íslands? Ég þarf væntanlega að biðja um löglega CE merkingu.

0.1W Fm sendir
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af brain »

Myndi halda að það verði að fá leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir svona.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

brain skrifaði:Myndi halda að það verði að fá leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir svona.
Það er spurning. Þar sem hámarkið sem er sett í lögum er 50nW samkvæmt þessu hérna.

Uppfært: Ég sendi fyrirspurn til Póst og Fjarskiptastofnunar varðandi leyfi á svona búnaði til innflutnings til Íslands.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Versla við Alibaba?

Póstur af jonfr1900 »

Ég get flutt inn þessa senda til þess að nota í lokuðu kapalkerfi og ég þarf ekki sérstakt leyfi til slíks reksturs. Það er bannað að nota svona senda til þess að senda yfir loft þar sem þeir eru of aflmiklir til slíkra útsendinga. Lögin leyfa eingöngu 50nW senda og þeir drífa ekki neitt samkvæmt minni reynslu (ég á einn svona sendi).

Uppfært: Það eina sem þarf með þessa senda eins og annan búnað er að hann uppfylli CE skilyrði og r&tte tilskipunina.
Svara