NOVA.is flókin verðskrá

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af GuðjónR »

Var að skoða verðskrána hjá NOVA og fæ bara hausverk.
Til dæmis sýnist mér það vera mun hagstæðara (ef ég er að skilja þetta rétt) að vera í frelsi en að vera í áskrift:
Þeir virðast vera búnir að downgreida 1GB net í áskrift í 500 MB á 1990 kr. og næsta stærð fyrir ofan er 5 GB á 2990 kr. en þú borgar 1990 kr. fyrir sama pakka (5GB í frelsi). Hvaða snillingar finna út svona vitleysu? Af hverju er dýrara fyrir fólk að vera í áskrift og fá mánaðarlegan reikning hvort sem það notar þjónustuna eða ekki en að kaupa frelsis pakka annað slagið? Það var svo sem fyrirséð að þeir myndu stórhækka eftir að Novator seldi útlendingum félagið í fyrra, en fyrr má nú rota en dauðrota.

Þetta er svoooo ruglingslegt, ef ég er að leita eftir minnstu og ódýrustu netpökkunum þá er þetta í boði:
1 GB 1690 kr. er ódýrast en það er "stök" netáfylling sem verður að gera manually
5 GB 1990 kr. er minnsti pakkin í mánaðarlegu frelsi (öðrum orðum áskrift) hagstæðast ef þú notar netið mikið.
0.5 GB 1990 kr. á mánuði í áskrift, 10 sinnum dýrara en frelsis áskriftin, langdýrast og eiginlega óafsakanlegt að rukka 5kr. per MB í áskrift.

NOVA hvernig væri nú að de-cluttera áskriftarmöguleikana ykkar á nýju ári?
Þetta kallast stakar netáfyllingar.PNG
Þetta kallast stakar netáfyllingar.PNG (56.25 KiB) Skoðað 1416 sinnum
Þetta kallast mánaðarlegar áfyllingar í frelsi.PNG
Þetta kallast mánaðarlegar áfyllingar í frelsi.PNG (40.57 KiB) Skoðað 1416 sinnum
Þetta kallast mánaðarlegar áfyllingar í áksrift.PNG
Þetta kallast mánaðarlegar áfyllingar í áksrift.PNG (46.06 KiB) Skoðað 1416 sinnum
Viðhengi
Áskrift.PNG
Áskrift.PNG (77.05 KiB) Skoðað 1416 sinnum
frelsi.PNG
frelsi.PNG (63.65 KiB) Skoðað 1416 sinnum
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af einarhr »

Það er bara verið að flækja málin svo það sé hægt að smyrja meira á hjá okkur, þetta er alveg íslenskt viðskiptamódell, sbr olíufélögin og afsláttarurgl þeirra
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af GuðjónR »

einarhr skrifaði:Það er bara verið að flækja málin svo það sé hægt að smyrja meira á hjá okkur, þetta er alveg íslenskt viðskiptamódell, sbr olíufélögin og afsláttarurgl þeirra
Þetta er margfalt verra en olíufélögin, svo bætist við allskonar undirdót, eins og krakkafrelsi (sem er reyndar það besta hjá þeim) og "kæró" sem þýðir basicly að ef það eru tveir full paying símar þá fær annar smá afslátt.
Þetta er alla vega mjög ílla uppsett og greinilega ætlað til þess að rugla fólk, en það er nokkuð ljós hverning verðþróunin er, því miður.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af arons4 »

Þetta er ekkert miðað við vodafone og allt það fríðindashit sem fylgir því.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af Sallarólegur »

Hefur alltaf verið dýrara að vera í áskrift
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af GuðjónR »

Sallarólegur skrifaði:Hefur alltaf verið dýrara að vera í áskrift
Það er öfugsnúið, réttara væri að það væri ódýrara þar sem þú færð viðskiptin alltaf.
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af Minuz1 »

GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hefur alltaf verið dýrara að vera í áskrift
Það er öfugsnúið, réttara væri að það væri ódýrara þar sem þú færð viðskiptin alltaf.
Það hefur samt alltaf verið þannig, og þeir verðlauna þér til að byrja í viðskiptum við fyrirtækin, frítt hitt og þetta, meðan núverandi viðskiptavinir fá enga sambærilega afslætti.
Sama hjá tryggingarfélögum, gefa þér rosa góðan díl fyrsta árið, svo er bara smurt á þangað til að þú ferð til annara.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA.is flókin verðskrá

Póstur af urban »

Á meðan að símtöl kostuðu var ekkert óalgengt að það væri dýrara að vera í áskrift en símtölin voru dýrari í frelsi.

Það er fáránlegt að það sé dýrara að vera í áskrift þegar að það er engin gulrót í því.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Svara