Ég keypti nýverið nýjan Netgear R6400 router á amazon.com. Ég hélt að þetta yrði bara plug n' play en annað kom á daginn.
Ég er með 75Mb tengingu frá Hringiðunni. Ljósleiðaraboxið var sett upp nýtt í febrúar í fyrra. Allt virkar smurt með gamla routernum.
Ég fór eftir þeim leiðbeiningum sem fylgdu Netgear routernum.



Að því loknu hringdi ég í Hringiðuna og gaf þeim upp MAC addressuna á routernum. Síðan reyndi ég að tengjast netinu og opnaði browserinn og þá fékk ég upp Netgear Genie, sbr. skref 6 í leiðbeiningunum. Þessi genie náði ekki að tengja mig við internetið. Þar næst loggaði ég mig inn á routerinn með því að fara inn á http://www.routerlogin.net (einnig hægt að setja 192.168.1.1 í browserinn) og reyndi að feta mig eitthvað áfram þar án árangurs (breytti engu). Eftir þetta allt saman þá gafst ég upp og ákvað að reyna aftur síðar.
Í dag reyndi ég aftur og mér tekst ekki einu sinni að logga mig inná routerinn, hvorki í gegnum http://www.routerlogin.com né 192.168.1.1.
Routerinn er beintengdur í rafmagnsinnstungu (ekki í gegnum fjöltengi). Ethernet snúran fer úr sloti 1 á ljósleiðaraboxinu (er búinn að prófa 2 líka) og beint í gula WAN innstunguna á routernum.
Gamli routerinn er Planet Ethernet Router 150Mbps sem ég keypti fyrir 3 árum til notkunar á Stúdentagörðum. Þegar ég flutti í nýja íbúð í fyrra þá notaði ég þennan router og það var bara plug n' play. Netið virkar vel án vandræða með þessum gamla router.
Ég þigg allar ráðleggingar.