fartölva vifta alltaf í botni

Svara

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af isr »

Ég er með litla hp pavilion dm1 fartölvu og viftan er nánast alltaf í botni,allveg sama þó hún sé ný straujuð,það hefur reyndar alltaf heyrst svolítið í henni,en ekkert í líkingu við það sem er núna.
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af zedro »

Rykhreinsa!
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af isr »

zedro skrifaði:Rykhreinsa!
Ég gerði það í sumar,fannst það ekki hafa mikil áhrif.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af kizi86 »

tókstu tölvuna alveg í sundur? tókstu viftuna alveg af og kælinguna? og þreifstu allt? og settir þú nýtt kælikrem (thermal paste) á örgjörvann?
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af isr »

Ég tók bara viftuna.Tók viftuna aftur af áðan og það var rykkökkull fyrir hálfri ristinni,þannig að hún skánaði við það.

Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af Klara »

isr skrifaði:Ég tók bara viftuna.Tók viftuna aftur af áðan og það var rykkökkull fyrir hálfri ristinni,þannig að hún skánaði við það.
Bara til að impra á því augljósa að þá er einfaldasta skýringin á því að viftan blási mikið sú að örgjörvinn er of heitur ,ergo viftan kælir minna á lægri snúningum.

Það er líka möguleiki á því að það sé meira ryk á milli hitaplatanna og viftunnar. Þú ættir að prufa að blása með þrýstilofti inn ristina sem heita loftið kemur út um. Haltu bara um viftuna á meðan svo hún snúist ekki.

Annað sem gæti verið fyrirbyggjandi ef að þetta er það sem er að. Ertu mikið að nota tölvuna uppi í rúmi?
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af DJOli »

Ofan á það myndi ég skoða að fá nýja viftu.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af isr »

Það er spurning,annars er vélin ekki gömul.

Nota vélina mjög sjaldan upp í rúmi þá passa ég uppá það að ekkert fari fyrir vifturistina.

Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af Klara »

DJOli skrifaði:Ofan á það myndi ég skoða að fá nýja viftu.
Eigum við ekki að byrja á því að útiloka einföldustu skýringuna áður en við stökkvum á þá flóknustu og dýrustu.

isr, Hversu aðgengileg er viftan? Kemstu alveg að henni neðan frá til þess að þrífa hana eða ertu bara að blása í gegnum ristina?

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: fartölva vifta alltaf í botni

Póstur af isr »

Klara skrifaði:
DJOli skrifaði:Ofan á það myndi ég skoða að fá nýja viftu.
Eigum við ekki að byrja á því að útiloka einföldustu skýringuna áður en við stökkvum á þá flóknustu og dýrustu.

isr, Hversu aðgengileg er viftan? Kemstu alveg að henni neðan frá til þess að þrífa hana eða ertu bara að blása í gegnum ristina?
Ég er búinn að taka viftuna úr og hreinsa,eins og ég sagði að ofan var rykkökkull við ristina að innaverðu og viftan hægði þá á sér að einhverju leiti allavega er hún ekki stanslaust í botni.
Svara