Langar að vita hvort að þið hafið einhverja reynslu af svona einföldum NAS serverum eins og http://www.att.is/product/zyxel-nsa325-v2-nas-hysing eða einhverjum sambærilegum.
Er aðalega að gera þetta til að geyma gögn, og streyma myndir og þætti fyrir heimilið. Þannig að allir á heimilinu geti horft á þættu/myndir frá sinni tölvu/sjónvarpi.
Langar helst að geta teng þetta bara beint við Routerinn og málið dautt.
Er þetta eitthvað flókið?? Hvað er best að fá sér?? Er að leit af ódýrri lausn. < 50 þús. kr.
langar að sleppa við það að nota aðra tölvu og keyra sem server.
Ég var að kaupa svona og er laus við windows homegroup vandamál haha en allarvegna þessi hefur galla ,víbringur og þarf að hafa eitthvað soft undir, get ekki séð að android öppin virki svo maður geti horft í gegnum síma og spjöld að vísu hef ég ekki haft mikinn tíma til að prófa það
Ef þú kannt á Linux og hefur gaman að dutli þá geturðu keypt þér Cubietruck og hulstur fyrir slikk, skellt í 2.5" HDD og configað NFS, Samba, SSHFS eða hvað sem þér dettur í hug.
Gerir allt sem ég bið um , virkar sem Time Machine backup, fúnkerar sem Plex server, styður alls kyns þjónustur. Eina sem er slæmt er að þetta er bara einn diskur (tímdi bara ekki að kaupa 2-bay útgáfuna).
Skilst að Synology sé málið fyrir kröfuharða, en mínar kröfur voru nú sosem ekki miklar til að byrja með.
Gerir allt sem ég bið um , virkar sem Time Machine backup, fúnkerar sem Plex server, styður alls kyns þjónustur. Eina sem er slæmt er að þetta er bara einn diskur (tímdi bara ekki að kaupa 2-bay útgáfuna).
Skilst að Synology sé málið fyrir kröfuharða, en mínar kröfur voru nú sosem ekki miklar til að byrja með.
Ok takk fyrir þetta. Vissi ekki af þessu.
Sýnist þetta vera akkúrat fyrir mig. Er eitthvað mál að setja upp plex á þessu??
Er hægt að tengja auka flakkara gegnum USB3 sem er aftan á þessu tæki og spila af því myndir??
Synology er með alveg hörku software. En þú þarft að borga fyrir þessar græjur en það er ekkert að því enda virkar þetta mjög vel og já þú getur spilað af utanáliggjandi hörðum disk og setur upp plex server með Synology "app" store-inu frítt
Gott að hafa í huga samt að Plex á NAS boxi er nánast eingöngu nothæft til að direct streyma efni, það eru ekki nema rándýru top-of-the-line boxin sem ráða við e-ð transcoding af viti. Þetta er langstærsta ástæðan fyrir því að fara í standalone server frekar fyrir svipað verð ef ætlunin er að keyra e-rskonar media server.
AntiTrust skrifaði:Gott að hafa í huga samt að Plex á NAS boxi er nánast eingöngu nothæft til að direct streyma efni, það eru ekki nema rándýru top-of-the-line boxin sem ráða við e-ð transcoding af viti. Þetta er langstærsta ástæðan fyrir því að fara í standalone server frekar fyrir svipað verð ef ætlunin er að keyra e-rskonar media server.
Ræður sem sagt svona Seagate Cloud 3TB harður diskur ekki við að streyma á sjónvarp og nokkrar tölvur??
C3PO skrifaði:
Ræður sem sagt svona Seagate Cloud 3TB harður diskur ekki við að streyma á sjónvarp og nokkrar tölvur??
Kv D
Tölvur sem eru að keyra Plex Media Player/Plex Home Theater myndu virka fínt þar sem það yrði allt direct play - svo er misjafnt eftir TVum hvort það geti direct spilað ákveðnar skrár eða þurfi transkóðun. Flest mobile tæki, leikjatölvur, web playerinn og flr. þurfa svo hinsvegar oft transkóðun á efni til að geta spilað.
AntiTrust skrifaði:Gott að hafa í huga samt að Plex á NAS boxi er nánast eingöngu nothæft til að direct streyma efni, það eru ekki nema rándýru top-of-the-line boxin sem ráða við e-ð transcoding af viti. Þetta er langstærsta ástæðan fyrir því að fara í standalone server frekar fyrir svipað verð ef ætlunin er að keyra e-rskonar media server.
Ræður sem sagt svona Seagate Cloud 3TB harður diskur ekki við að streyma á sjónvarp og nokkrar tölvur??
Kv D
Diskurinn sem slíkur ræður leikandi við það en þegar Plex þarf að transkóða efni þá þarf CPU power sem svona box hafa sjaldnast nóg af.
AntiTrust skrifaði:Gott að hafa í huga samt að Plex á NAS boxi er nánast eingöngu nothæft til að direct streyma efni, það eru ekki nema rándýru top-of-the-line boxin sem ráða við e-ð transcoding af viti. Þetta er langstærsta ástæðan fyrir því að fara í standalone server frekar fyrir svipað verð ef ætlunin er að keyra e-rskonar media server.
Ræður sem sagt svona Seagate Cloud 3TB harður diskur ekki við að streyma á sjónvarp og nokkrar tölvur??
Kv D
Diskurinn sem slíkur ræður leikandi við það en þegar Plex þarf að transkóða efni þá þarf CPU power sem svona box hafa sjaldnast nóg af.
Svona nas dót er allt með of lítinn cpu eða of lítið minni og getur ekki keyrt plex af neinu viti, nema að það þjóni kannski bara einum notanda í sd transcoding.
nidur skrifaði:Svona nas dót er allt með of lítinn cpu eða of lítið minni og getur ekki keyrt plex af neinu viti, nema að það þjóni kannski bara einum notanda í sd transcoding.
Er marrr sem sagt dæmdur til að vera með sérstaka tölvu til að streama bíómyndir og þætti á nokkrar tölvur.??
nidur skrifaði:Svona nas dót er allt með of lítinn cpu eða of lítið minni og getur ekki keyrt plex af neinu viti, nema að það þjóni kannski bara einum notanda í sd transcoding.
Er marrr sem sagt dæmdur til að vera með sérstaka tölvu til að streama bíómyndir og þætti á nokkrar tölvur.??
Kv.
já eiginlega nema að þú notir þína eigin í þetta þegar þú er heima og horfir þá.
Um að gera að prófa nas boxin, maður verður að byrja einhverstaðar.