ekki reynslu af því sjálfur, en hef heyrt margt slæmt um Creative hljóðkortin þegar kemur að compatibility við sum chipset. Gæti verið að þetta kort bara virki ekki með chipsettinu sem er á móðurborðinu þínu! ennn eru víst fixes fyrir þetta einhversstaðar, en einsog ég segi, bara þekki þetta ekki nógu vel
Ég var einmitt að þreifa fyrir mér með vandamál sem ég átti við með "Creative Soundblaster Live! value" kortið mitt og XP. XP fraus endrum og eins sökum kortsins. Mér skildist að þetta væri eitthvað með IRQ-ið að gera og resource árekstra, reyndi hvað ég gat að stilla það fram og til baka en ekkert gekk. Creative hvítþvær sig afþessu vandamáli og sakar Microsoft um það skildist mér á einhverri grein, ég rakst einnig mikið á svipað vandamál með Audigy kortið og grunar mig að þar sé akkúrat svipað uppi á teningnum. Ég prófaði nýja drivera og ýmislegt til að losna við þetta en ekkert gekk. Eina sem ég prófaði ekki var að sækja nýja chipset drivera, en ég veit ekki hvort ég gangi það langt. Þetta lítur út fyrir að vera lost case, Creative skilst mér að sé með eins crappy support og mögulegt geti orðið.
Ég fór í Windows Update og þar var boðið upp á nýja drivera fyrir Soundblaster sem á að koma í veg fyrir svona vandamál.
Ertu búinn að prófa Windows Update?
:loom
Bara þótt að þetta komi svolítið seint, þá var ég að láta í drusluna mína, SB - Audigy 1 , á xp , gekk eins og í sögu, bara passaði mig á að disablea onboard hljóðkortið á móbóinu. Þetta er bara sweet. :fl