Varaafl

Svara

Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Staða: Ótengdur

Varaafl

Póstur af Kristján Gerhard »

Sælir snillingar

Hvaða reynslu hafa menn af varaaflgjöfum? Nú eru margir með servera heimavið sem eru ekki hrifnir af útslætti. Það sama er uppá teningnum hjá mér. Ég er með 2 server vélar og pfsense box. Á föstudaginn sló út lekaliðinn hjá mér með þeim afleiðingum að ljósnets módemið virðist hafa skemmst. Því ætla ég að láta verða af því sem ég er búinn að vera á leiðinni í að gera í langan tíma og græja varaafl fyrir viðkvæmasta búnaðinn. Markmiðið er ekki að keyra búnaðinn á upsum, einungis að ná að framvkæma graceful shutdown ef kemur til ústsláttar eða rafmagnsleysis.

Ég á eitt stykki Eaton Powerware 5124 3kVA upsa. Gallinn er þó sá að hann er rafhlöðulaus. Nýjar rafhlöður í gripinn eru sennilega um 50 þús. Hann er sjálfsagt líka töluvert yfirspekkaður fyrir það sem ég er með í augnablikinu, þó það gæti breyst. Eatoninn er alvöru græja hannaður fyrir fyrirtækjaumhverfi.

Ég sé að Tölvulistinn er með Fortron Upsa og gæti ég þá tekið einn fyrir hverja vél sem myndi þá sjálfsagt enda í svipaðri upphæð og nýjar rafhlöður í Eaton'inn en væri þá með ný tæki í ábyrgð (Eatoninn eru leifar úr einhverju fyrirtæki sem var hætt að nota, aldur ekki þekktur).

Þið ykkar sem þekkja til varaaflgjafa hvað skoðun hafið þið á þessu?
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af mind »

Já þinn er frekar mikið overkill :)

En ef þú ætlar bara nota þetta fyrir shutdown til hvers þarftu marga? Það eru mörg tengi á UPSanum svo ef þig vantar bara nokkrar mínótur þarftu ekki stóran.
http://www.tl.is/product/fortron-varaaf ... 000va-600w
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af nidur »

Ég er með fortron UPS á Freenas servernum hjá mér.

Kerfið sendir shutdown command þegar rafmagnið fer, er ekki alveg "bug" free hjá mér samt, hef oft velt fyrir mér að bæta annari server vél inn sem myndi senda shutdown command á þær báðar ef ragmagnið fer.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af Kristján Gerhard »

Jæja ég splæsti í Fortron UPSa http://tl.is/product/fortron-varaaflgjafi-1500va-900w

Nú er spurningin hvernig á að stýra þessu. Fortron skaffar forrit sem heitir Viewpower sem getur sent shutdown request á aðrar vélar. Hvað þarf maður til að taka við þessu shutdown request?

@nidur: Hvernig er þetta hjá þér?
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af nidur »

Eins og er þá er þetta beintengt í FreeNas serverinn sem tekur við shutdown request í gegnum usb og slekkur á sér.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af Kristján Gerhard »

Hvaða hugbúnaður sér um samskipti við UPSann? er það eitthvað innbyggt í Freenas?
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af nidur »

Já þetta er innbyggt, finnur þetta undir "Services" og "UPS"
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varaafl

Póstur af rapport »

Það er spurning um að Rafborg eigi rafhlöður í upsann fyrir minna en 50þ. þau hafa verið að setja nýtt í hleðslurafhlöður fyrir ýmis iðnaðartæki, hugsanleag UPSa líka...
Svara