Ég hef verið mikið í console spilun en hef ekki upgrade-að mig síðan nex gen kom út. Finnst svona núna orðið tímabært að koma mér aftur meira inní PC spilun.
Ég hef áhuga á að spila góða breidd af leikjum, First person shooters, GTAV, Leiki svipaða til Skyrim og síðan bara alla flóruna.
Ég er á budget svo að mér var bent á að skoða þessa síðu og reyna að snabba mér einni notaðari tölvu frá ykkur.
Það eina sem er að hamla mér þegar að ég skoða í gegnum þessa síðu er að ég er ekki alveg klár á því hverju ég á að vera að leita af.
Ég er ekki að búast við allsherjar kennslu á því hvernig öll tæknin á bakvið tölvurnar virka heldur fremur ábendingar hvað ég ætti að vera að líta á og hvað ég ætti að vera að kynna mér varðandi mínar óskir. Síðan væri líka í lagi að benda á einhverjar tölvur í framhaldinu af því ef að menn eru í skapi fyrir.
Það væri því vel þegið ef að einhver ykkar gæti hent á mig hérna smá gagnlegum upplýsingum á svona c.a. 5ára máli
